Author Archives: vefstjóri BÍL

Leikið efni í Sjónvarpinu

Ágúst Guðmundsson:

 

Það merkilegasta við samning Ríkisútvarpsins við Ólafsfell um leikið sjónvarpsefni er sá metnaður sem þar kemur fram. “Samingsaðilar eru sammála um að beita sér fyrir því að sjónvarpsefni sem framleitt er fái sem mesta og breiðasta kynningu og sölu erlendis”. Hér á ekki eingöngu að framleiða efni fyrir íslensk augu ein og sér, heldur felst í þessu hugur til útrásar.

Nú hefur Sjónvarpið ekki beinlínis verið að framleiða leikið efni í stórum stíl – sum undanfarin ár hefur Spaugstofan og Stundin okkar verið nánast eina leikna innlenda efnið þar á bæ. Árum saman hefur stofnunin sniðgengið það hlutverk sitt að vinna leikið sjónvarpsefni, en ætlar nú að taka stórt stökk til að framleiða seríur sem ætlað er að heilla fólk í öðrum löndum. Eina til tvær á ári, samkvæmt samningnum.

Gagnvart Ólafsfelli er þetta náttúrulega alls ekkert spaug. Fyrirtækið gengur vafalaust að samningnum af bjartsýni og trú á íslenska sköpunargáfu, og framlag þess er þakkarvert. Hvernig Sjónvarpið ætlar hins vegar að uppfylla samninginn fyrir þá peninga sem í boði eru, 200-300 milljónir króna yfir þriggja ára tímabil – það er stóra spurningin.

Ríkisútvarpið hefur einnig gert samstarfssamning við Menntamálaráðuneytið og lofar auk margs annars að “hafa frumkvæði að því að miðla íslenskri menningu, listum og menningararfi”, ennfremur “að vera vettvangur nýsköpunar í dagskrárgerð”. Settur hefur verið á stofn sérstakur Sjónvarpssjóður þessu til fulltingis, og þar opnast auðvitað ýmsir kostir, en takmarkaðir þó Til að framleiða vandað sjónvarpsefni sem jafnast á við það sem í boði er á alþjóðlegum markaði þarf ekki lægri upphæðir en þær sem fara í íslenskar bíómyndir. Að reyna að stytta sér leið í gegnum fjárhagsáætlanirnar kemur einfaldlega niður á gæðunum.

Metnaðurinn er hins vegar af hinu góða. Það er jákvætt að Ríkisútvarpið ætli sér loksins að rétta úr kútnum og fara að sinna leiknum sjónvarpsmyndum. Það virðist hugur í mönnum, þeir ætla sér eitthvað stórt og magnað, og þá er ekki nema sjálfsagt að veita þeim stuðning og leita með þeim leiða að markmiðunum.

Eðlilegt er að líta til nágrannaþjóðanna, einkum Dana, en frammistaða þeirra hefur vakið athygli víða um lönd. Þeim hefur líka auðnast að koma upp hópi atvinnufólks á öllum sviðum kvikmyndagerðar, einkum er áberandi hve vel hefur tekist til með handrit og framleiðslu.

Sjónvarpið gæti líka lært ýmislegt af þeim sem standa að íslenskum bíómyndum, en þær hafa oft ratað út fyrir landsteinana. Tilvalið væri að byrja á víðtækri hugmyndavinnu með þeim sem mestum árangri hafa náð á því sviði. Í samningnum við Menntamálaráðuneytið er beinlínis gert ráð fyrir auknu samstarfi við sjálfstæð kvikmyndafyrirtæki.

Athyglisvert er að í þessum tilltölulega gagnorða samningi skuli sérstaklega minnst á “frumkvæði” – sem ætti raunar að vera of sjálfsagt til að nefna það. Sjónvarpið á einmitt að sýna frumkvæði. Þar á að taka til framleiðslu og sýningar þau verkefni sem fýsilegust þykja, ekki bara þau sem aðrir borga fyrir með einum eða öðrum hætti. En til þess að það takist þarf Ríkisútvarpið að seilast í eigin vasa og finna þar verulegt fjármagn í dagskrárgerðina – til viðbótar við það sem fæst annars staðar.

Einungis þannig verður staðið við báða ofangreinda samning og útkoman í samræmi við metnaðinn.

 

Birtist í Morgunblaðinu í janúar 2008

 

 

Listamannalaun

Ágúst Guðmundsson:

 

Nýlega var tilkynnt um úthlutun listamannalauna, og það gleðilega gerðist að athugasemdir þeirra sem mæla slíkum launum almennt mót voru í lágmarki. Það bendir til þess að fólk sé að gera sér grein fyrir mikilvægi þessarar fjárfestingar fyrir þjóðina. Kannski tekur það líka eftir því að upphæðirnar eru ekki háar. Um 300 milljónir nægja til að borga fyrir pakkann í heild sinni. Ríkið fær í rauninni mikið fyrir afar lítið.

Hér er ekki um styrki að ræða, heldur laun. Launin eru fyrir ákveðin verkefni sem valin eru af kostgæfni af fagfólki. Þó að hver mánaðarlaun séu ekki há – og mættu vissulega vera hærri – eru þau listamönnum afar mikilvæg. Fólk hefur getað tekið sé frí frá öðru brauðstriti og unnið að list sinni, samið tónverk, sett upp leikrit eða ritað bók, sem annars hefði ef til vill aldrei séð dagsins ljós. Það er aldrei til nægilegt fé til að mæta nema hluta af óskum umsækjenda, og mun meira er um niðurskurð og hafnanir en gleðilegar úrlausnir. Til dæmis má geta þess að innan við fimmta hver umsókn myndlistarmanna hlýtur jákvæða afgreiðslu.

Kerfið hefur samt skipt sköpum, en gæti leitt til byltingar í listalífi þjóðarinnar ef verulega væri bætt í púkkið. Það þarf reyndar ekki mikið til, kannski aðrar 300 milljónir – og yrði einföld ávísun á magnað og gróskumikið listalíf. Það er í rauninni furðulegt að enginn stjórnmálaflokkur skuli hafa gert það að stefnumáli að stórauka fjárfestingu í listamönnum. Væri það ekki einhver skynsamlegasta nýting á skattfé eyjarskeggja sem hugsast gæti og sú sem líklegust væri til að auka hróður landsins um veröldina? Sér í lagi í ljósi þess hve þessi bylting yrði í raun ódýr!

Án listamanna er tómt mál að tala um lifandi íslenska menningu. Jafnvel þeir sem gagnrýna opinbera fjárfestingu í listum eru yfirleitt drjúgir með þá staðreynd að Íslendingar eru menningarþjóð, þrátt fyrir fámennið. Ég get vel skilið þá sem vilja halda útgjöldum ríkisins í lágmarki og útiloka allan óþarfa þar, en jafnvel þeir vilja yfirleitt sjá hér auðugt lista og menningarlíf. Og þá er eins gott að gera sér grein fyrir því að slíkt verður ekki til án fjármagns. Fámennið ræður því að markaðurinn einn stendur ekki undir blómlegu listalífi.

Við segjum erlendum gestum frá því með stolti, hvar í flokki sem við erum, að hér séu leikhús og sinfóníuhljómsveit, dansflokkur, ópera og fjöldi tónleika, að ekki sé minnst á myndlistarsýningar, íslenskar kvikmyndir og útgefnar bækur. Er þá ekki komið nóg? skyldi einhver spyrja.

Svarið er nei. Of mörg góð verkefni hljóta enga fyrirgreiðslu. Þau starfslaun sem þó gefast eru bæði lág og endast örsjaldan út allt vinnuferlið. Aukið fjármagn í listirnar er ennfremur það sem helst tryggir aukin gæði og raunar það eina sem gefur innlendum listamönnum færi á að veita erlendum kollegum samkeppni. Sú samkeppni er raunveruleg í heimi þar sem samskipti þjóða hafa stórum aukist og ýmis óþörf huglæg landamæri hafa gufað upp. Íslensk leikrit mega ekki vera síðri en sýningar á erlendum verkum, skáldsögum er ætlað að keppa við erlend skáldrit, ekki bara hérlendis, heldur einnig erlendis þar sem útgáfur á þýddum íslenskum bókum hafa margfaldast, sinfónían gefur út hljómdiska sem dæmdir eru í erlendum tímaritum, íslensk myndlist er löngu orðinn alþjóðleg o.s.frv.

Bæði hjá ríki og borg hefur nú verið úrskurðað að framþróun og útrás í orkumálum skuli á hendi opinberra aðila. Þetta hafa allir sammælst um, þar á meðal þeir sem helst mæla fyrir einkaframtakinu. Sama þarf að gerast í orkumálum menningarinnar. Hugarorkan bíður þess að aukið fjármagn kyndi undir framþróun og útrás. Hráefnið er nóg og bíður þess eins að einhver bori eftir því.

300 milljónir mundu leiða til byltingar. Hvar er stjórnmálaflokkur sem er reiðubúinn til að viðurkenna það?

 

Útrás listanna

Útflutningsráð Íslands í samvinnu við Bandalag íslenskra listamanna stóð fimmtudaginn, 14. febrúar, fyrir fundi undir yfirskriftinni „Út vil ek – er íslensk list í útrás?”. Meðal þeirra málefna sem tekin voru fyrir á fundinum var möguleikinn á því að stefna viðskipta- og listalífi betur saman til að mynda hagstæð útrásartækifæri, enda er það skoðun fróðra manna að hvorugt geti án annars verið. Málþingið stóð frá kl. 15-17.

Framsögumaður á fundinum var frú Darriann Riber sem er ráðgjafi á alþjóðasviði listastofnunar danska ríkisins, en svið hennar vinnur markvisst að því að koma danskri list á framfæri í öðrum löndum. Sjá nánar um starfsemina á www.kunst.dk .

Þá fluttu einnig stutt erindi Einar Bárðarson tónlistarfrömuður, Tinna Gunnlaugsdóttir Þjóðleikhússtjóri, Kristján Björn Þórðarson myndlistarmaður, Halldór Guðmundsson bókaútgefandi og rithöfundur ásamt fulltrúa frá viðskiptalífinu. Að erindum loknum voru pallborðsumræður.

Fundurinn fór fram í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 6. hæð. Að fundi loknum var boðið upp á léttar veitingar. Fundarstjóri var Jón Karl Helgason, en einnig talaði Bergur Ebbi Benediktsson verkefnisstjóri hjá Útflutningsráði.

 

Ein stærsta láglaunastéttin

Ágúst Guðmundsson:

 

Í allri umræðunni um láglaunastéttir hefur aldrei verið minnst á eina mjög fjölmenna stétt sem vissulega getur ekki talist á háum launum: listamenn þjóðarinnar. Ástæða þess að svo fátt heyrist um launamál frá þessum annars fjölmenna hópi er líklega sú að kjarabarátta þeirra verður ekki háð með sama hætti og gengur og gerist um almennt launafólk. Hér á ég einkum við einyrkjana, þá sem stunda listsköpun að mestu sjálfstætt og án afskipta vinnuveitenda: myndlistarmenn, rithöfunda og tónskáld.

Þessir þrír hópar hafa sérstaka launasjóði á vegum ríkisins, en fjórði sjóðurinn, Listasjóður, er síðan fyrir alla aðra listamenn. Þetta kerfi hefur verið við lýði frá 1991, en var síðast haggað árið 1996. Til úthlutunar eru 1200 mánaðarlaun árlega og miðast við lektorslaun II við Háskóla Íslands. Nú er svo komið að allir vilja endurskoða lög um starfslaun listamanna, og þar eru stjórnarflokkarnir engin undantekning. Lögunum verður því örugglega breytt innan tíðar og mun meira fé veitt í málaflokkinn.

Það hefur nefnilega gefist vel að veita listamönnum starfslaun. Þetta er fjárfesting sem borgar sig. Innan stjórnkerfisins lítur enginn á þetta sem virðingarvott einan við vel metna listamenn, jafnvel ekki heldur sem réttlætismál gagnvart þeim sem helst halda uppi lifandi þjóðmenningu hér. Þetta telst einfaldlega sjálfsagt framlag til starfsemi sem þjóðfélagið í heild nýtur góðs af.

Til þess liggja tvær ástæður. Í fyrsta lagi hefur það komið fram að listir og menning er vaxandi hluti af hagkerfi þjóðarinnar, Á Íslandi er framlag mennningar til vergrar landsframleiðslu 4%, svo vitnað sé í grein eftir Ágúst Einarsson frá árinu 2005. Hann skrifaði ennfremur bók um hagræn áhrif tónlistar og kom mörgum á óvart með niðurstöðum sínum, sem tónlistarfólk hefur síðan verið að sanna með margvíslegum sigrum sínum. Einnig má minna á skýrslu Aflvaka um kvikmyndagerð í landinu, sem varð til þess að Iðnaðarráðuneytið hóf að greiða fyrirtækjum til baka 12% af því fé sem varið er í kvikmyndaverkefni á Íslandi. Svo vel hefur það tekist að á síðasta ári var endurgreiðslan hækkuð upp í 14%. Það hefði ekki gerst ef ráðuneytið væri ekki sannfært um að þessi starfsemi borgaði sig og vel það.

Þetta er hagræna ástæðan. Hin ástæðan snýr að ímynd Íslendinga sem sjálfstæðrar þjóðar. Við viljum vera menningarþjóð. Við viljum geta státað af líflegu listalífi, blómlegri bókaútgáfu, leikhúsum, dansi og óperuflutningi, að ógleymdum myndlistarsýningunum og tónleikunum. Við viljum að gerðar séu íslenskar bíómyndir og við fylgjumst spennt með framgangi þeirra hérlendis og ekki síður á erlendri grund.

Mörg þeirra íslensku listaverka sem vekja athygli erlendis hafa hlotið einhvern opinberan stuðning. Sum þeirra hefðu ekki orðið til ef ekki væri til staðar kerfi til að umbuna listamönnum að einhverju leyti fyrir vinnu sína. Sú umbun er sjaldnast há í krónum talið, en nægir samt furðu oft til að blása lífi í viðkomandi verk. Í þessu felst ágæti starfslaunanna – frá sjónarhóli almennings. Ríkið fær svo fjarska mikið fyrir svo fjarska lítið.

Í fyrra var gerður skurkur í opinberum stuðningi við kvikmyndagerðina í landinu. Í gangi er áætlun sem gerir ráð fyrir stigvaxandi fjárfestingu ríkisins á því sviði. Það var vel að þessu staðið og raunar afar spennandi að sjá hver útkoman verður. Framlag til Sjónvarpsins hefur nú kallað á sömu upphæð úr einkageiranum, og ef þetta samanlagt leiðir ekki til byltingar í leiknu sjónvarpsefni, er ég illa svikinn – og raunar listamenn allir.

Nú er rétt að taka starfslaun listamanna sömu tökum. Á því græða allir, fyrir nú utan þá nauðsyn sem það er fyrir þjóðarstoltið – eða öllu heldur: fyrir sjálfsmynd okkar sem þjóðar.

Og sú sjálfsmynd skiptir ekki litlu mál.

 

(Birtist í Morgunblaðinu í nóvember 2007)

 

Heiðurslaun listamanna

Ágúst Guðmundsson:

 

Heiðurslaun listamanna eiga sér undarlega sögu. Sú saga heldur áfram að vera undarleg á meðan þau mál eru eingöngu í höndum stjórnmálamanna. Í vali sínu á topplistamönnum hafa þeir átt erfitt með að víkja úr skotgröfum flokkspólitíkur. Í rauninni er það ofureðlilegt, starf þeirra felst í að sjá veröldina út frá stefnu síns flokks. Daglega standa alþingismenn í stappi við andstæðingana, eru daglega felldir til þess eins að rísa aftur á lappirnar daginn eftir til að berjast meira, eins og einherjar í Valhöll.

Í flokki listamanna sem hljóta heiðurslaunin eru nú 28. Voru 30 í fyrra. Erfitt er að sönnu að fylla það skarð sem stórsöngvararnir sem létust á árinu skildu eftir sig, en ég get ekki samþykkt að ekki sé hægt að finna tvo núlifandi listamenn sem eigi skilinn þann heiður að vera í þessum hópi. Ég gæti talið upp tuttugu og tvo og raunar talsvert fleiri, ef það hefði eitthvað upp á sig. – Ég legg áherslu á heiðurinn, peningaupphæðin er ekki há. Ætli árslaunin séu ekki rúmleg mánaðargreiðsla til eftirlauna ráðherra? Með því vil ég þó ekki segja að upphæðin skipti ekki máli. Flestir heiðurslistamannanna eru tekjulítið fólk sem munar verulega um þessa fjárhæð.

Þessi afgreiðsla er Alþingi náttúrulega til skammar. Þó að ég sé ekki alltaf sammála vali alþingismanna á heiðurslistamönnum, get ég þó fullyrt að allir sem til þess hafa valist hafi til þess unnið og vel það. Minn listi hefði litið öðruvísi út, listi ykkar, lesendur góðir, væntanlega líka. Um það skal ekki deilt, heldur horft á meginmálið hér: sköpunarstarf listamanna er almennt mjög illa launað, sama hvaða listgrein þeir stunda. Það er eðlilegt að þjóðfélagið finni leiðir til að greiða fyrir þau störf, hvort sem er í starfslaunum fyrir margvísleg verkefni eða í heiðurslaunum fyrir vel unnin störf. Og þau heiðurslaun ættu faglegir aðilar að fjalla um, ekki amatörar á Alþingi.

Ennþá hefur Alþingi ekki fundið aðra leið til að umbuna öldnum listamönnum þessa lands en að veita nokkrum þeirra heiðurslaun. Eftirlaun listamanna eru ekki til. Eftirlaun alþingismanna eru hins vegar til, um það vitum við öll.

Enda er auðvelt að sjá vandamálin sem eru næst manni í skotgröfunum.

Um daginn kom fram menntastefna og var af mörgum vel tekið. Nú má öllum vera ljós þörfin á að fram komi menningarstefna, þar sem stjórnvöld lýsi því hvernig hlúð verði að listum og menningu þessa lands. Afgreiðsla Alþingis á heiðurslistamönnum er skýrt dæmi um stefnuleysið í þessum efnum og því miður eitthvað sem sælasta þjóð heims ætti að haga á allt annan og stórmannlegri veg.

 

(Birtist í Morgunblaðinu í desember 2007)

 

Áskorun

Þær fréttir bárust frá Alþingi að ekki stæði til að skipa nýja heiðurslaunahafa í stað þeirra tveggja sem létust á árinu, en það voru söngvararnir Guðmundur Jónsson og Kristinn Hallsson. Bandalagið brást skjótt við og útkoman varð meðfylgjandi áskorun til alþingis.

 

Áskorun frá Bandalagi íslenskra listamanna

Stjórn Bandalags íslenskra listamanna lýsir yfir undrun og vanþóknun á þeirri ákvörðun menntamálanefndar alþingis aþ fækka heiðurslistamönnum um tvo. Þetta gerist þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar og tilmæli listamanna um brýna fjölgun, bæði í samtölum við nefndarmenn svo og áskorunum sem nefndinni hafa borist frá samtökum listamanna. Það er til hróplegs vansa hvernig meirihluti menntamálanefndar alþingis kýs ítrekað að sniðganga listamenn sem eru við lok sinnar starfsævi og hafa lagt drjúgan skerf af mörkum til íslenskrar menningar.

Um leið og við mótmælum þessum vinnubrögðum förum við þess á leit við alþingi og þá sérstaklega menntamálanefnd, að málið verði tekið til nýrrar skoðunar.

Fyrir hönd stjórnar BÍL

Ágúst Guðmundsson

 

Fréttatilkynning ECA

Fréttatilkynning barst frá ECA (European Council of Artists). Tilkynninguna má sjá hér (pdf):

europeancouncil

 

Þing evrópskra listráða

Ársfundur og ráðstefna ECA, The European Council of Artists, var haldinn 28.-30. september sl. í Sibíú í Rúmeníu. Síbíu er nú menningarhöfuðborg Evrópu og var ráðstefnan í boði menningaryfirvalda og listamannasamtaka Rúmeníu.

Margrét Bóasdóttir, ritari BÍL, sótti ráðstefnuna. Auk fulltrúa 16 aðildarlanda af 25 og fjölmargra rúmenskra listamanna, sóttu ráðstefnuna tveir þingmenn Evrópuþingsins í Strassbourg, fulltrúi menntmálaráðuneytis í Litháen og menningarmálaráðherra lýðveldisins Srpska, sem er landssvæðið Bosnía-Herzegovína.

Fróðlegt var að kynnast aðstæðum í hinum ýmsu löndum og sérstaklega var áhugavert að heyra um “lög um listamenn” sem sett hafa verið nýverið í Litháen, til að bæta samfélagsleg réttindi þeirra. Einnig voru gagnlegar viðræður við fulltrúa Evrópuþingsins og sýnt lokaskjal þingsins um ” The Social Status of Artists” sem samþykkt var í Menningar- og menntamálanefnd þess 23. 5. 2007.Hægt verður að kynna sér þessi skjöl á innri síðu BÍL.

Hér fylgir lokaskjal ráðstefnunnar:

TO THE PRESS, COLLEAGUES AND COOPERATION PARTNERS

RESOLUTION

On the occasion of the 2007 European Council of Artists’ conference Artists, Creativity, Society: Challenges for the Status of the Artist in the Beginning of the 21st century in Sibiu, cultural capital of Europe, the participants representing national umbrellas of professional artists’ associations from 16 European countries from inside and outside the European Union met to discuss the social status of the artist and related matters.

Taking into account the provisions of the UNESCO Convention on the Protection and Promotion of the Diversity of Cultural Expressions and  the Communication of the European Commission of April 2007 regarding the role of culture, we support the analyses and conclusions of the 2006  Status of the Artist in Europe study ordered by the European Parliament as it is a very important and positive contribution to seeking a solution for the problems faced by the artists due to the specific and atypical nature of their work.

We urge the EU to stress to national governments the need to adopt legislation on the status of the artist, including education, training, social security, taxation, mobility etc.

In consultation with professional artists’ organisations we propose the drafting of a European charter for activity in the field of artistic creation and the conditions for engaging therein. This would guide public authorities willing to support artistic creation.

On the all-European level itself we consider the following agendas to be of special importance:

• unrestricted mobility of the artist, not only within the EU (cultural passport, blue card adaptation for artists, transfer of pension and welfare entitlements acquired, recognition on Community level of diplomas and other qualification certificates in accordance with the Bologna process);

• establishment of a European clearing house for the exchange of information on legislation and good practices concerning the status of the artist;

• amendment of the European Arrest Warrant to exclude works of art and their creation from its scope;

• enforcement of the full and complete range of authors’ and related rights at EU and member states levels.

The resolution was adopted in Sibiu on 30 September at the close of the conference Artists, Creativity, Society: Challenges for the Status of the Artist in the Beginning of the 21st century held by the European Council of Artists in cooperation with the National Alliance of Creators’ Unions of Romania and financially supported by the Romanian Ministry of Culture and Religious Affairs. The speakers and panellists included two former culture ministers with artistic background, namely Ion Caramitru, actor and president of the Romanian Theatre Creators’ Union, and Erna Hennicot-Schoepges, MEP for Luxembourg. Other contributors were Finnish researcher Vivan Storlund, Romanian composer Liviu Danceanu, Austrian actress Konstanze Breitebner, Romanian MEP from Sibiu Ovidio Gant, Belgian researcher Philippe Kern, Romanian authors’ right expert Eugen Vasiliu, Danish composer Pia Raug, Lithuanian writer Kornelijus Platelis, Romanian sculptor Dumitru Serban and Austrian writer Ludwig Laher.

On 1 October, the Conference was followed by the ECA General Assembly at which the sculptor Michael Burke from Visual Artists Ireland was elected new ECA President.

For further information, please contact Elisabet Diedrichs at the ECA office.

European Council of Artists, Borgergade 111, DK-1300 Copenhagen K, ph +45-35384401, eca@eca.dk

 

 

Lög um listir í Litháen

Á þingi evrópskra listráða komst Margrét Bóasdóttir að því að í Litháen hefðu verið sett sérstök lög um listir í landinu. Hún bað um að BÍL fengi að kynnast þeim lögum – og hér fylgja þau í enskri þýðingu.

 

REPUBLIC OF LITHUANIA

LAW

ON ARTISTIC CREATORS AND THEIR ORGANISATIONS

 

15 August 1996 No I-1494

Vilnius

 

(As last amended on 28 September 2004 No IX-2454)

 

CHAPTER ONE

GENERAL PROVISIONS

 

Article 1. Purpose of the Law

This Law shall establish the grounds and procedure for granting and revoking the status of artistic creator and organisation of artistic creators.

 

Article 2. Main definitions

1. Artistic creator means a natural person, granted the status of artistic creator, who creates artistic works, as well as performs, interprets them artistically and thus adds a new artistic value to them.

2. Organisation of artistic creators means an association, granted the status of organisation of artistic creators, which unites artistic creators according to the art fields or combinations of such fields. Its goals are to carry out artistic programmes, to protect creative, professional, social rights, copyright and related rights of artistic creators, to represent artistic creators in accordance with the procedure laid down by laws.

3. Artistic work means an original result of artistic creation, regardless of a mode and form of expression.

4. Artistic creation means activity resulting in artistic works or adding a new artistic value to artistic works by performing, interpreting them artistically.

5. Art assessment professional means a person with a higher university education and qualification of assessor of an appropriate art field (art critic, art philosopher, specialist in aesthetics), who has published studies, articles, reviews on contemporary art issues in Lithuanian or foreign publications.

 

CHAPTER TWO

GROUNDS AND PROCEDURE FOR GRANTING AND REVOKING

THE STATUS OF ARTISTIC CREATOR AND

ORGANISATION OF ARTISTIC CREATORS

 

Article 3. Grounds and conditions of granting the status of artistic creator and organisation of artistic creators

1. The status of artistic creator shall be granted to a person who creates professional (high mastery) art, if artistic creation of such person conforms to at least one of the following grounds for granting the status of artistic creator:

1) his artistic creation has been positively evaluated by art assessment professionals in their monographs, studies, articles or reviews-recommendations and thus recognised as professional;

2) his artistic creation is depicted in encyclopaedias or included in study programmes of general education, vocational training, college and higher education, approved by the Minister of Education and Science;

3) his artistic creation has been honoured with a national cultural and art prize of Lithuania, an art prize of the Government of the Republic of Lithuania, an international art prize or a laureate’s diploma of a professional art competition;

4) his artistic works have been acquired by national museums or galleries of Lithuania or foreign states;

5) the degree of doctor, habilitated doctor has been awarded to the person for artistic creation conforming to the grounds for recognition referred to in subparagraphs 1-4 of paragraph 1 of this Article, or for articles, reviews on artistic creation, published in art publications of Lithuania or foreign states, as well as for research activities in an appropriate art field;

6) an academic title of professor and (or) docent has been conferred on the person – lecturer of art studies of higher education establishments for artistic creation and academic activities.

2. The status of organisation of artistic creators shall be granted to an association, if it confirms to all the grounds for granting the status of organisation of artistic creators:

1) not less than 25 artistic creators have founded an association;

2) all association members are artistic creators;

3) the association promotes professional (high mastery) artistic creation, its diversity and dissemination;

4) the association creates conditions for artistic creation, creative activities and professional development of its members;

5) the association arranges for accessibility of artistic works to the public.

 

Article 4. Statutes of an Organisation of Artistic Creators

Apart from the mandatory information provided for in the Civil Code and the Law on Associations, statutes of an organisation of artistic creators must indicate that artistic creation of new members admitted to the organisation should meet the requirements laid down in paragraph 1 of Article 3 of this Law.

 

Article 5. Manner of granting the status of artistic creator

1. The status of artistic creator shall be granted in the following manner:

1) on the decision of an organisation of artistic creators, when admitting to this organisation a person whose artistic creation conforms to at least one of the grounds for granting the status of artistic creator, laid down in paragraph 1 of Article 3 of this Law;

2) in accordance with the procedure laid down in Article 7 of this Law, if a person does not belong to an organization of artistic creators.

2. The Minister of Culture shall approve the granting of the status of artistic creator.

 

Article 6. Council for Granting the Status of Artistic Creator and the Status of Organisation of Artistic Creators

1. The Ministry of Culture shall set up the Council for Granting the Status of Artistic Creator and the Status of Organisation of Artistic Creators (hereinafter referred to “the Council”). The Council, carrying out expert and consultant functions, shall grant the status of artistic creator and the status of organisation of artistic creators.

2. The Council shall consist of 15 members. The term of office of the Council shall be two years. Organisations of artistic creators shall each nominate to the Ministry of Culture one candidate for Council members. The Minister of Culture shall appoint 12 Council members, representing different art fields, from among these candidates and the remaining 3 Council members – from art assessment professionals and competent specialists of other fields.

3. The Council Statutes, composition and the rules on payment for services rendered by its members shall be approved by the Minister of Culture.

4. The Council shall check once a year whether or not the statutes and activities of organisations of artistic creators meet the requirements of this Law. Rules on examining organisations of artistic creators shall be approved by the Minister of Culture.

5. When the Council carries out a check, an organisation of artistic creators must present to it a copy of its statutes, a list of its members and a report on its activities, drawn up in compliance with Article 10 of the Law on Association.

 

Article 7. Procedure for Granting the Status of Artistic Creator and the Status of Organisation of Artistic Creators

1. Applications of persons concerning the grating of the status of artistic creator or the status of organisation of artistic creators shall, with the exception of the cases referred to in paragraph 6 of this Article, be considered and decisions shall be taken by the Council in accordance with the procedure laid down by the rules on grating the status of artistic creator or the status of organisation of artistic creators. The Minister of Culture shall approve these rules.

2. A natural person who seeks the status of artistic creator must, together with an application, submit to the Council the following documents:

1) a copy of the document confirming his identity;

2) a list of the main artistic works and bibliography;

3) copies of the documents which confirm the awarding of prizes, conferring of a title of competition laureate,  a scientific degree, an academic title;

4) copies of the documents confirming that the artistic works created by him are included study and training programmes, that they have been acquired by museums;

5) copies of the documents confirming that his artistic creation conforms to the grounds for granting the status of artistic creator, laid down in paragraph 1 of Article 3 of this Law.

3. An association seeking the status of organisation of artistic creators must, together with an application, submit to the Council the following documents:

1) a copy of the statutes of an association;

2) a copy of the memorandum of association;

3) a copy of the certificate of registration of a legal person;

4) a list of the association members and copies of the decisions of the Council or organisation of artistic creators, approved by the Minister of Culture, proving that its members have been granted the status of artistic creators;

5) a report on the association activities since its start, prepared in compliance with Article 10 of the Law on Associations.

4. The Council, having considered the applications and established that the natural person’s artistic creation, the statutes of the association, the memorandum of association, the composition of the members and the activities meet the requirements of this Law, shall take a decision to grant the status of artistic creator or the status of organisation of artistic creators. Having established that the natural person’s artistic creation, the statutes of the association, the memorandum of association, the composition of the members and the activities do not meet the requirements of this Law, the Council shall take a decision to refuse to grant the status of artistic creator or the status of organisation of artistic creators.

5. The Minister of Culture shall approve a decision of the Council to grant or to refuse to grant the status of artistic creator or the status of organisation of artistic creators within 14 working days from the day of receipt of such decision. This fact shall be communicated in writing to the interested persons within 5 days from the date of approval of the Council decision.

6. In the cases when the status of artistic creator is granted in the manner prescribed in subparagraph 1 of paragraph 1 of Article 5, the Minister of Culture, taking into consideration the lists of artistic creators submitted by organisations of artistic creators and the taken decisions to grant the status of artistic creator, shall approve the grating of the status of artistic creator within 14 working days from the date of receipt of the said documents. Organisations of artistic creators shall be informed in writing about this within 5 working days from the date of approval of the decision of an organisation of artistic creators.

7. The status of artistic creator or the status of organisation of artistic creators shall be deemed granted from the date of approval of the decision of the Council or the organisation of artistic creators.

 

Article 8. Deprivation of the Status of Artistic Creator and the Status of Organisation of Artistic Creator

1. The status of artistic creator shall deprived:

1) in the event of the artistic creator’s death;

2) when the Council establishes that a person has acquired the status of artistic creator after furnishing incorrect documents concerning his artistic creation, and takes a decision to revoke the status of artistic creator. The Minister of Culture shall approve this decision.

2. The status of organisation of artistic creators shall be deprived:

1) when the Council establishes that the organisation of artistic creators does not conform to the grounds laid down in paragraph 2 of Article 3 of the Law, and takes a decision to revoke the status of organisation of artistic creators. The Minister of Culture shall approve this decision. The interested persons shall be informed in writing about the decision to revoke the status of organisation of artistic creators within 5 working days from the date of approval of the decision;

2) when an organisation of artistic creators ceases to exist in accordance with the procedure laid down by laws.

 

Article 9. Accumulation of data on artistic creators and organisations of artistic creators

1. Data on artistic creators and organisations of artistic creators shall be accumulated within the computerised information system of the Ministry of Culture in the manner prescribed by the Minister of Culture. The Council and organisations of artistic creators shall furnish the data, except orders of the Minister of Culture regarding the granting of the status of artistic creator and the status of organisation of artistic creator.

2. The following data of an artistic creator shall be entered in the computerised information system of artistic creators and organisations of artistic creators:

1) the date and registration number of an order of the Minister of Culture regarding the granting of the status of artistic creator;

2) the name (names), surname (surnames) of the artistic creator;

3) personal number of the artistic creator.

3. The following data of an organisation of artistic creators shall be entered in the computerised information system of artistic creators and organisations of artistic creators:

1) the date and registration number of an order of the Minister of Culture regarding the granting of the status of organisation of artistic creators;

2) the identification code;

3) the name;

4) the head office (address), telephone number and, if available, fax number, e-mail address;

5) the names, surnames and personal numbers of the members of the organisation of artistic creators.

 

CHAPTER THREE

PROMOTION OF CREATIVE ACTIVITIES OF ARTISTIC CREATORS

AND ORGANISATIONS OF ARTISTIC CREATORS

 

Article 10. The right of an artistic creator and an organisation of artistic creators to State support

1. State scholarships and prizes shall be granted with the aim to promote artistic creation of an artistic creator.

2. The Government shall lay down the procedure for granting State scholarships and prizes to artistic creators.

3. An artistic creator shall have the right to bring, in the manner prescribed by the Government, into the Republic of Lithuania the artistic works created by him during the events held by the foreign states other than the member states of the European Union.

4. Other rights of an artistic creator to State support and social guarantees shall be set out by other laws and legal acts.

5. Creative programmes of organisations of artistic creators shall be financed with appropriations of the State budget allotted for the Ministry of Culture.

 

I promulgate this Law passed by the Seimas of the Republic of Lithuania.

PRESIDENT OF THE REPUBLIC                                             ALGIRDAS BRAZAUSKAS

 

 

Evrópustyrkir

Frestur til skila umsóknum til Menningaráætlunar ESB vegna evrópskra samstarfsverkefna á sviði menningar og lista rennur út 31. október n.k. Umsóknargögn hafa verið einfölduð frá því sem var og umsóknarferlinu skipt þannig að ekki þarf að skila ítarlegum fylgigögnum nema verkefni komist í gegnum fyrstu síu. Starfsmenn Upplýsingaþjónustu Menningaráætlunar aðstoða umsækjendur á öllum stigum umsóknar. Sjá nánar á www.evropumenning.is

 

Page 37 of 41« First...102030...3536373839...Last »