Bandalag íslenskra listamanna, skammstafað BÍL, er bandalag fagfélaga listamanna í hinum ýmsu listgreinum og er tilgangur þess fyrst og fremst að styðja vöxt og viðgang íslenskra lista, bæði innanlands og utan, gæta hagsmuna íslenskra listamanna og efla með þeim samvinnu og samstöðu. Aðild að BÍL geta þau félög listamanna átt sem starfa á atvinnugrundvelli að listsköpun og listflutningi og eru formenn þeirra sjálfkjörnir í stjórn BÍL. Að örðu leyti vísast til laga BÍL um málefni bandalagsins.

Forseti er kjörinn til tveggja ára í senn og er hann talsmaður stjórnar og kemur fram fyrir hennar hönd út á við og gagnvart stjórnvöldum. Stjórn BÍL skipar fulltrúa listamanna í ýmis ráð og nefndir á vegum ríkis og borgar, auk þess sem hún er umsagnaraðili fyrir stjórnvöld um flest þau mál er snerta listir og menningu.

Forseti BÍL er fulltrúi í Nordisk Kunstnerråd

Stjórn BÍL skiptirþannig með sér verkum að Margrét Tryggvadóttir  formaður Rithöfundasamabandsins gegnir starfi ritara og Gunnar Hrafnsson formaður Félags íslenskra hljómlistamanna – FÍH er gjaldkeri. Það er hins vegar fjármálastjóri FÍH, Lúðvík Júlíusson sem annast bókhald BÍL og skil á uppgjöri til endurskoðanda Helgu Þorsteinsdóttur. Skoðunarmenn reikninga eru Ragnheiður Tryggvadóttir og Sigurgeir Sigmundsson

Bandalag íslenskra listamanna, BÍL
Lindargata 6
101 Reykjavík
sími: 8916338
netfang: bil@bil.is
kennitala: 440169-2959