Bandalag íslenskra listamanna eru samtök fagfélaga listamanna og var stofnað þann 6. september 1928. Tilgangur bandalagsins er að vinna að eflingu listarinnar og gæta að hagsmunum listamanna á breiðum grundvelli. Í dag eru 15 fagfélög listamanna í öllum greinum lista innan vébanda bandalagsins.