Author Archives: vefstjóri BÍL

Málefni listmenntunar og höfundarréttar rædd við ráðherra

Stjórn BÍL hitti mennta- og menningarmálaráðherrra í morgun, ásamt völdum embættismönnum, til að ræða þau mál sem útaf stóðu eftir samráðsfundinn með ráðherranum 2. apríl í vor. Það voru málefni listmenntunar og höfundarréttar, sem eru mikilvægir þættir í starfsumhverfi listafólks. Fyrir fundinum lá minnisblað frá stjórn BÍL sem fer hér á eftir:

Á samráðsfundi stjórnar BÍL og mennta- og menningarmálaráðherra, sem haldinn var 2. apríl 2014, náðist ekki að ræða tvö málefni til hlítar:

a)     málefni höfundarréttar
b)     málefni tengd listmenntun á öllum skólastigum og aðkomu listamanna að listuppeldi barna og ungmenna.

Höfundarréttur:

 • Höfundarréttur; mikilvægt er að stjórnvöld séu bandamenn listafólks í baráttunni fyrir réttlátum hlut rétthafa af miðlun efnis sem nýtur verndar skv. höfundalögum
  –  tryggja þarf rétthöfum sanngjarna þóknun fyrir það efni sem miðlað er um netið
  –  komið verði á samstarfi við gagnaveitur og símafyrirtæki um fyrirkomulag innheimtu

–  leggja gjöld á öll tæki sem nota má til afritunar og breyta reglugerðum/lögum í því skyni

–  tryggja að löggjöf endurspegli framfarir í regluverki ESB um greiðslur til rétthafa
–  standa vörð um menningarlega fjölbreytni t.d. með því að undanskilja list- og    menningartengdar „afurðir“ og þjónustu í TTIP-samningum um fríverslun ESB og USA
– tryggja innheimtu vegna útleigu bókasafna á kvikmyndum og tónlist (sbr. bókasafnssjóður)
–  reglur um fylgiréttargjald fylgi þróun í ESB, sbr. samkomulag þar um frá feb. 2014 

Málefni tengd listmenntun og listuppeldi barna og ungmenna:

 • Listaháskóli Íslands – lykill að frumsköpun, samlegð listgreinanna mikilvæg, leysa þarf bráðavanda í húsnæðismálum skólans, efla meistaranám, tryggja fé til rannsókna, móta stefnu um nám í kvikmyndagerð á háskólastigi (sbr. skýrslur mmrn og LHÍ)
 • Rannsóknir í listum – ekki minnst á listtengdar rannsóknir í áætlun Vísinda- og tækniráðs 2014 – 2016, aðgangur listamanna að rannsóknarsjóðum afar takmarkaður, tækniþróunarsjóður og innviðasjóður lokaðir listafólki
 • Skólastigin þrjú –  mismunandi ábyrgð eftir skólastigum;  grunn-, mið- og framhaldsstig, hvað varð um umræðuna um að ríkið bæri ábyrgð á fjármögnun framhaldsstigsins? Listnám á framhaldsstigi er víða með miklum blóma en nýtur ekki viðurkenningar sem skyldi
 • Málefni tónlistarskólanna – endurnýjuð lög um fjárhagslegan stuðning við tónlistarfræðslu nr. 75/1985, hvað varð um tillögu nefndar frá í janúar 2013? Eða lagfæringar samkomulagsins frá 13. maí 2011?
 • Listdansinn –hálfstigið skref frá 2005,  staða dansskólanna verði sambærileg við tónlistarskólana, bráðabirgðastyrkir ófullnægjandi, samtalið við sveitarfélögin flókið án aðkomu ráðuneytisins, dansinn þarf svipaða úrlausn og tónlistarfræðslan.
 • Kvikmyndanám á framhaldsstigi –  sinna þarf kvikmynda- og myndlæsi í almenna skólakerfinu, Bíó Paradís hefur fræðsluhlutverk sem eðlilegt er að nýta.
 • Sviðslistirnar – sviðslistalögin, sviðslistamiðstöð sú eina sem enn er óstofnuð, meistaranám í sviðslistum og nauðsynlegar úrbætur í húsnæðismálum sviðslistadeildar LHÍ við Sölvhólsgötu.
 • Ópera – fræðslustarf ÍÓ, hlutverk óperustúdíós, ótal tækifæri sem nýta má betur.
 • Listir og skóli – námsskrá, Tónlist fyrir alla, Skáld í skólum, Litróf listanna, Menningar-bakpokinn, samstarf við Reykjavíkurborg og Samb.sveitarfélaga, hvenær er að vænta niðurstöðu starfshóps ráðuneytisins um barnamenningu?
 • Gæði náms – hvaða vinna er í gangi til að tryggja gæði þess listnáms sem veitt er á grunn- og framhaldsstigi?

Hláleg saga

Pétur Gunnarsson rithöfundur og fyrrv. formaður Rithöfundasambands Íslands skrifar grein í Fréttablaðið í dag, þar sem hann fjallar um ólíka afstöðu ráðamanna  til bókaskatts frá árinu 1990 til dagsins í dag. Greinin fylgir hér:

Nú þegar enn einn ganginn upphefst orðræða um bókaskattinn er vert að rifja upp sögu sem helst má ekki gleymast. Það var árið 1990. Íslensk bókaútgáfa var að sligast undan 25% skatti á bækur, þeim hæsta á byggðu bóli. Þeir sem létu sig bókaútgáfu varða með rithöfunda í broddi fylkingar voru óþreytandi að vekja athygli á þeirri mótsögn að minnsti bókamarkaður veraldar skyldi búa við hæstu skattlagningu í heimi. Í miðri þeirri orrahríð barst liðstyrkur sem um munaði: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins sendi frá sér ályktun þar sem skattinum var mótmælt og lagt til afnám hans (en fjármálaráðherra þá var Ólafur Ragnar Grímsson).

Hvort þetta var kornið sem fyllti mælinn eða dropinn sem holaði steininn skal ósagt látið, en haustið 1990 urðu þau stórtíðindi að söluskattur á bækur var afnuminn. Við erum enn á dögum nokkur sem tókum þátt í sigurhátíðinni af því tilefni, haldinni í Norræna húsinu við húsfylli þar sem ræður voru fluttar, sungið og spilað að ógleymdum maraþonupplestri úr völdum bókmenntaverkum. Hámarkið var svo þegar þingheimur fór út á hlað og féllst í faðma meðan flugeldum var skotið á loft. Í hönd fóru þrjú hamingjusöm ár, þar til haustið 1993, þegar eins og þruma úr heiðskíru lofti skattinum var aftur komið á (fjármálaráðherra þá var Friðrik Klemenz Sophusson).

Af þessari sögu má sjálfsagt draga ýmsa lærdóma, en í hug koma orð ófeimnu löggunnar í Atómstöðinni: „Fólk hefur ekki ímyndunarafl til að skilja stjórnmálamenn.“ Þeir fara yfirleitt óaðfinnanlega með rulluna um bókmenntirnar sem hryggjarstykkið í íslenskri menningu, mikilvægi þeirra fyrir tunguna, mikilvægi tungunnar fyrir tilveru þjóðarinnar, nauðsynina að bregðast við hrakandi læsi… Ég held að þeir skilji líka margir, a.m.k. þeir sem eiga vasareikni, að kostnaður við að prenta íslenska bók er borinn uppi af sárafáum eintökum, en dreifist á tugi þúsunda eintaka hjá „þjóðum sem við viljum bera okkur saman við“. Og stilla þær þó ýmist söluskatti á bækur mjög í hóf eða hafa hann engan, samanber Breta og Íra sem þó geta tungumálsins vegna dreift bókum í hundruðum milljóna eintaka. Núverandi stjórnvöld á Íslandi búast aftur á móti til að slá Evrópumet í skattlagningu á bækur.

Nú þegar enn eina ferðina þarf að biðja íslenskum bókmenntum griða, koma í hug orðin sem Árni prófastur Þórarinsson hafði um Guð: að það dygði ekki að tala við hann eins og vitiborna manneskju, heldur miklu fremur eins og barn eða jafnvel óvita. Án þess að ég vilji beinlínis færa meirihluta þingmanna undir þann flokk, hvet ég þá til að hverfa frá fyrirhugaðri hækkun virðisaukaskatts á bækur og hverfa aftur til sæludaga áranna 1990–1993 með því að nema hann alfarið af.

Frelsi til að taka eigur annarra

Ágúst Guðmundsson kvikmyndaleikstjóri og fyrrv. forseti Bandalags íslenskra listamanna skrifar áleitna grein í Fréttablaðið í dag um baráttu listafólks gegn ólöglegri dreifingu höfundarréttarvarins efnis á netinu. Greinin fylgir hér:

Ég brást skjótt við þegar ég varð þess var á öndverðum sólmánuði, að kvikmynd mín, Ófeigur gengur aftur, væri komin á YouTube. Ég sendi fyrirtækinu kvörtun í tölvupósti, sagði skýrt og skorinort að réttur eigandi myndarinnar væri mótfallinn þessari birtingu. Þessu var vel tekið, og 2. júlí fékk ég tilkynningu um að myndin hefði verið fjarlægð af vefnum.

Ekki hafði ég hugsað mér að gera meira í málinu, þar til ég fékk, í ágúst að áliðnum slætti, annað bréf frá YouTube. Þar sagði að sá sem upphaflega hefði sett myndina á vefinn skildi bara ekki af hverju hún væri þar ekki áfram, hún hlyti að hafa verið tekin þaðan fyrir einhvern misskilning. Í næstu málsgrein var mér uppálagt að fara í mál við manninn, væntanlega til að fá úr því skorið hvor okkar ætti réttinn á myndinni!

Ég á því ekki annarra kosta völ en að lögsækja einhvern ungan mann í Njarðvíkunum, sem ég þekki ekkert til. Enn síður veit ég hvað veldur þessum mikla áhuga hans á að sýna á opinberum vettvangi kvikmynd sem hann á ekkert í. Ég veit bara að hann varði ekki tveimur árum ævi sinnar í að gera þessa kvikmynd, hann veðsetti ekki húsið sitt fyrir tíu milljónir hennar vegna og hann tók hvorki við lofi né lasti þegar myndin náði loksins upp á silfurtjaldið.

Svona stendur þetta með YouTube. Í onálag hefur myndin verið sett á ólöglegar vefsíður þar sem henni hefur verið dreift af mikilli rausn ókeypis. Það byrjaði strax vikuna eftir að hún kom út á geisladiskum (DVD). Á sama tíma var hægt að leigja myndina hjá bæði Skjánum og Vodafone fyrir nokkra hundraðkalla, en samt sáu nokkur þúsund manns sér hag í að hlaða henni niður ólöglega.

Nú eru við völd stjórnmálaöfl sem almennt gera eignarréttinum hátt undir höfði. Á því er þessi eina undantekning: það má stela kvikmyndum og tónlist. Er nú ekki kominn tími til að gera eitthvað í þessu? Öll viljum við frelsi til sem flestra hluta, en hingað til höfum við ekki samþykkt frelsi til lögbrota.

Fjölmargir listamenn hafa kvartað undan stuldi á höfundarverkum sínum, og má þar nefna Ladda og Baltasar Kormák, að ónefndum fjölda tónlistarmanna. Samtök listamanna þurfa að stíga fram til að verja réttindi síns fólks á þessu sviði. Veitufyrirtækin geta með einföldum hætti komið í veg fyrir þessar gripdeildir. Það má hins vegar ekki heyra á það minnst að sú kvöð sé lögð þeim á herðar. Í staðinn koma athugasemdir um tjáningarfrelsi eða netfrelsi eða alls konar frelsi. Í mínum eyrum hljómar það eins og ákall um frelsi til að taka frá mér það sem ég á.

Stjórn BÍL hittir nýja forystu Ríkisútvarpsins

Stjórn BÍL hitti nýja stjórnendur Ríkisútvarpsins á fundi í Iðnó í dag þar sem skipst var á skoðunum um það mikilvæga menningarhlutverk sem hvílir á Ríkisútvarpinu ohf – fjölmiðli í almannaþágu. Til fundarins kom nýráðinn útvarpsstjóri Magnús Greir Þórðarson, ásamt skrifstofustjóra RÚV Margréti Magnúsdóttur og dagskrárstjórum Rásar 1 og sjónvarps, þeim Þresti Helgasyni og Skarphéðni Guðmundssyni. Á fundinum fóru fram málefnanleg skoðanaskipti um það sameiginlega hagsmunamál listafólks og stjórnenda Ríkisútvarpsins  að þannig sé búið að Ríkisútvarpinu að það fái staðið undir þessu mikilvæga og margslungna menningarhlutverki af myndugleik og voru sjónarmið skýrð á báða bóga. Sammæltust fundarmenn um að skapa skilyrði fyrir áframhaldandi samtal þessara aðila í þágu menningararfsins, tungunnar, sögunnar, listarinnar og lífsins í landinu.

 

Síðasta lag fyrir fréttir

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifar grein í Fréttablaðið í dag, þar sem hann fjallar um samhengið í menningarsögunni og intróvertana sem hlustendur rásar eitt eru:

Hlustendur Rásar eitt eru svo miklir intróvertar að þeir koma ekki einu sinni fram í hlustendakönnunum. Þar með er ekki sagt að þeir séu ekki til: öðru nær. Gott ef þetta er ekki fólkið sem hlustar á útvarp – hlustar en lætur það ekki vera þarna eins og hvern annan skarkala og nið í bakgrunni. Þetta er ekki endilega gamalt fólk og ekki einu sinni endilega gamaldags; en það hefur sterkar skoðanir á því hvernig Rás eitt skuli vera, en þó einkum og sérílagi: hvernig hún skuli ekki vera.

Samhengið í menningarsögunni
Þetta fólk býr í okkur flestum, en er þar ekki einrátt. Það hlustar ekki endilega alltaf á Rás eitt heldur líka Bylgjuna til að heyra þjóðmálaumræðu eða vinsæla músík; Sögu til að heyra hvað sixpensurunum liggur á hjarta; Rás tvö til að heyra skemmtilega morgun- og síðdegisþætti, íslenska poppmúsík og rokk utan kassans – og þar fram eftir götunum – en þegar fólk hlustar á Rás eitt væntir það tiltekins hljóðumhverfis, það væntir yfirvegunar og rósemi. Við ólumst mörg upp við þessa rás og skynjum hana sem ákveðna nærveru, vissa samfellu í lífi okkar og samfélagsins; og verðum við vör við grundvallarbreytingar á henni finnst okkur sem sjálfur lífsgrundvöllurinn sé farinn að rása undir okkur.

Kúnstin er sú að þróa rásina og breyta henni í samræmi við tíðarandann hverju sinni með hægð og án þess að við verðum þess beinlínis vör. Auðvitað nær það engri átt hvernig við látum stundum í íhaldsseminni, en það er vegna þess að okkur finnst mörgum sem hjarta Ríkisútvarpsins slái þarna í þessari rás sem á sér samfellda sögu frá árinu 1930. Þar með er ekki sagt að við heimtum að fá aftur Tómstundaþáttinn, Ingimar Óskarsson að tala um sjaldgæfar bjöllur, Victor Silvester og hljómsveit og Laxfoss lestar í Bremerhaven á leið til Tingmíarmíút … En við viljum hafa á tilfinningunni að þetta sé sama stöðin og færði okkur þetta allt saman; við séum þar með enn Íslendingar og ekki sé búið að selja Esjuna – ekki enn.

Hlustendur Rásar eitt eru intróvertar en ekki þröngsýnt fólk. Það umber ýmislegt og alls konar. Einkennilega hljómaklasa og óræða fléttuþætti; þreytulega þuli að tína út úr sér dagskrárkynningar morgundagsins; óskiljanlegar leikfimileiðbeiningar og afundna veðurfréttalesara að tala um gráð og veðrið klukkan austan sjö í morgun á Garðskagavita. Hlustendur Rásar eitt umbera það gamla með brosi án þess að fyrirverða sig; fagna því nýja af heilbrigðri forvitni þess sem þekkir sig og sitt. Þetta fólk vill hafa útvarpið sitt hversdagslegt eins og súldina utandyra og uppvaskið í vaskinum – en líka nærandi. Rás eitt á að miðla rósemi hugans og láta vera að hlaupa á eftir „ærustu og afþreyingaráþján“ eins og góðum manni varð tíðrætt um. Hún á að vera aldurslaus og flippuð eins og íslenskar kerlingar hafa alltaf verið. Hún er í peysufötum og með pípuhatt; hún rær fram í gráðið með tifandi prjóna segjandi sei sei en hún hefur alveg áhuga á tólftónakerfinu og stríðinu í Úkraínu; rannsóknum á hitakærum örveirum og lífi fólks á Djúpavogi eða Malaví … Hún kann alveg á græjurnar sínar – hún er víðsýn.

Ég lít í anda liðna tíð …
Hlustendur Rásar eitt eru svo sem til í sprell en þetta er samt fólk sem er viðkvæmt fyrir áreiti. Það þolir ekki hávaða – þetta eru intróvertar með viðkvæm eyru og þetta fólk fær hausverk þegar það heyrir leiknar auglýsingar, þar sem allt er keyrt upp. Þannig er það bara því miður. Og um leið og leiknar auglýsingar eru farnar að hljóma á Rás eitt þá er hún ekki lengur Rás eitt heldur Rás tvö sem er ágæt líka fyrir sinn hatt – en er sem sé Rás tvö með sínum sérstöku eiginleikum. Að spila leiknar auglýsingar á Rás eitt er eins og að fara að útvarpa dánarfregnum og jarðarförum á Rás tvö; með gítarmallinu undir. Leiknar auglýsingar jafngilda árás á Rás eitt.

Mæri rásanna liggja meðal annars þarna – og það mega alveg vera mæri; allt þarf ekki að vera eins og renna saman. Þá verður bara til grá súpa. Þegar við stillum á Rás eitt klukkan korter yfir tólf í hádeginu þá er það beinlínis til þess að þurfa ekki að heyra leiknar auglýsingar þar sem smeðjuleg rödd reynir að fá okkur til að kaupa einhvern skrattann, heldur til þess að spreyta okkur í þeim indæla samkvæmisleik sem felst í því að geta giskað á söngvarann í síðasta lagi fyrir fréttir. Stundum eru þetta nokkuð umdeilanlegir söngvarar að syngja hálfsúldarleg lög í drungalegum tóntegundum – gömul íslensk einsöngslög eru sérstök tegund af sorg og minna á soðna ýsu bernskuáranna og móðu á gluggum – en stundum er söngurinn fagur og lyftir hug til hæða. Í þessum lögum er alltaf einhver innileiki, hátíðlegt fas. Þetta er íslensk menning. Þetta er samfellan í sögu okkar. Þarna niðri í hvelfingunum í Efstaleitinu eru geymdar ótal upptökur með ótal söngvurum, gleymdum og ógleymanlegum, þeir liggja þarna í kassanum varðveittir á segulbandinu, lifa þar sínu lífi, og svo heyra þeir í henni þar sem hún kemur gangandi niður stigann hún Una Margrét og fara að hvísla sín á milli: hvern okkar skyldi hún velja núna – verður það Svala Nielsen eða er komið að Sigurði Skagfield? – en hún er í hátíðarskapi og dregur fram spólu með Stefáni Íslandi og fer með upp aftur; og einn gamall og gullinn söngvari fær að ljóma um stund eins og sú liðna tíð sem við lítum í anda áður en þulur afkynnir og segir: Nú verða sagðar fréttir.
Og þá verða sagðar fréttir af því sem er helst að gerast og nýjast – strax á eftir því sem er einmitt ekki að gerast og er elst. Hin liðna tíð tengist líðandi stund á gullnu augnabliki: Síðasta lag fyrir fréttir.

Að loknum samráðsfundi

Í dag var haldinn árlegur samráðsfundur stjórnar BÍL og mennta- og menningarmálaráðherra. Fyrir fundinn var ljóst að minnisblað það sem stjórn BÍL hafði sent ráðherranum og birt var hér á síðunni 17. mars sl. væri svo efnismikið að ekki yrði hægt að koma öllum efnisatriðunum fyrir á tveggja klukkustunda fundi. Það var því að beiðni ráðuneytisins að menntamálin voru tekin út af dagskránni. Þá var minnisblaðið endurnýjað og tekið tillit til óska ráðuneytisins og fylgt dagskrá sem send var út fyrir fundinn. Hér fer á eftir stytt útgáfa af minnisblaðinu (en jafnvel þó flest það er laut að menntamálum hafi verið tekið út af dagskránni, þá náðist ekki að fjalla um alla þætti minnisblaðsins).

Í inngangsorðum forseta kom fram að BÍL hefði fullan skilning á því að ráðherra skyldi hafa gert athugasemdir við upphaflegt minnisblað, þótt það full yfirgripsmikið fyrir tveggja klst fund, en gerðar voru athugasemdir við það að  málefni menntunarar skyldu ekki komast að á fundinum og var þess óskað að BÍL fengi sérstakan fund um þau mál með ráðherra innan fárra vikna. Þá gat forseti um fjármál BÍL og lýsti því að stjórn BÍL væri ósátt við það að í fyrirlyggjandi drögum að samstarfssamningi BÍL og ráðuneytisins skuli ekki vera grert ráð fyrir neinni hækkun á árlegu framlagi, upphæðin sé m.a.s. lægri, í krónum talið, en hún var fyrir hrun. Einnig undirstrikaði forseti hvatningu BÍL til stjórnvalda varðandi þörfina á að komið verði til móts við listamenn og hönnuði í markvissri uppbyggingu starfsumhverfis skapandi atvinnugreina í samræmi við yfirlýstan vilja og samþykkta stefnu Alþingis, enda sameiginlegt hagsmunamál að efla fjölbreytni í atvinnulífi um land allt. BÍL hefur áhyggjur af þeirri uppgjöf sem virðist gæta innan stjórnarráðsins með að sinna málefnum greinanna þvert á ráðuneyti, svokölluð þverfagleg nálgun, sbr málefni hönnunar og menningarsamninga landshlutanna. BÍL vill undirstrika mikilvægi frumsköpunar í listum, sem í augum listamanna er forsenda þess að atvinnugreinar verði til á grundvelli listsköpunar. Þess vegna er kallað eftir aðgerðaáætlun á grundvelli skýrslunnar frá 2012 Skapandi greinar; sýn til framtíðar.

Ríkisútvarpið
Tryggja þarf Ríkisútvarpinu nægilegt rekstrarfé svo það geti sinnt lögboðnu hlutverki sínu, í því sambandi er eðlileg krafa að nefskatturinn sem almenningur greiðir skili sér að fullu til stofnunarinnar. BÍL hefur ævinlega litið á Ríkisútvarpið sem einn af máttarstólpum menningar í landinu. Hlutverk þess er skilgreint í lögum og mikilvægt að stefna stofnunarinnar endurspegli lögin. Þá þarf sjálfstæði Ríkisútvarpsins að vera tryggt og því gert kleift að rækja almannaþjónustuhlutverk sitt með reisn. Það er mat BÍL að nokkuð skorti á hvað varðar innlenda framleiðslu dagskrárefnis í útvarpi og sjónvarpi, forgangsatriði er að auka hlut þess í dagskránni hvort sem það er gert með aukinni eiginframleiðslu eða með kaupum af sjálfstæðum framleiðendum. BÍL hefur átt samtal við stjórnendur Ríkisútvarpsins með reglubundnum hætti og mun halda því áfram með nýjum stjórnendum, en óskar jafnframt eftir atbeina og stuðningi stjórnvalda.

Verkefnasjóðir og kynningarmiðstöðvar á listasviðinu
Síðastliðið vor skilaði starfshópur um verkefnasjóði og kynningarmiðstöðvar á listasviðinu ráðherra skýrslu með greiningu á starfsumhverfi sjóðanna og miðstöðvanna ásamt tillögum að samræmingu í tengslum við umsýslu þeirra.  Í framhaldinu var Rannís falið aukið hlutverk  hvað umsýsluna varðar, en fátt hefur heyrst af öðrum tillögum hópsins.  BÍL lítur svo á að stjórnvalda bíði það verkefni að tryggja að í hverri listgrein sé til staðar sjóður með skilgreint hlutverk og stoð í lögum, auk þess sem starfsumhverfi miðstöðva listgreina og hönnunar verði samræmt. Slíkt er forsenda þess að jafnræði ríki milli einstakra listgreina varðandi aðgang að opinberum stuðningi. Því telur BÍL mikilvægt að yfirfara einstakar tillögur úr skýrslu starfshópsins með það að markmiði að ljúka innleiðingu skilvirkara stuðningskerfis við listgreinar og hönnun. Sú vinna tæki einnig mið af skýrslunni Skapandi greinar – sýn til framtíðar.

Bókasafnssjóður höfunda
Bókasafnssjóður höfunda starfar skv. lögum nr. 91/2007 sem mæla m.a. fyrir um greiðslur fyrir afnot bóka á bókasöfnum og gera þau ráð fyrir að Alþingi ákveði fjárveitingu til sjóðsins í fjárlögum ár hvert. Hvergi er þó mælt fyrir um hvað liggur til grundvallar framlaginu og virðist það háð geðþótta yfirvalda hverju sinni. Þannig fær höfundur t.d. 32 kr fyrir útlán bókar eitt árið en 17 kr. það næsta. Mikilvægt er að tryggja meira jafnvægi í greiðslum þessum milli ára svo tilgangi sjóðsins og laganna sé fullnægt.

Hönnunarsjóður/Hönnunarstefna
Sama var uppi á teningnum í fjárlagaferlinu varðandi Hönnunarsjóð og Myndlistarsjóð, hann var ekki að finna í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir 2014, en fór inn í lögin með breytingartillögu fjárlaganefndar með 25 m.kr. framlag, sem var niðurskurður frá fyrra ári um 20 m. eða 45%.   Sjóðurinn gegnir lykillutverki sem verkefnasjóður fyrir ariktektúr og aðrar hönnunargreinar og er ætlað hlutverk varðandi eftrifylgni nýsamþykktrar hönnunarstefnu með því að veita þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki, markaðs- og kynningarstyrki auk ferðastyrkja.  Hönnunarstefnan var unnin í nánu samstarfi stjórnvalda og fagaðila en með henni hverfur umsjón Hönnunarsjóðs úr mennta- og menningarmálaráðuneyti til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Mikilvægt er að verkefnatengdir sjóðir á sviði lista og hönnunar þróist með svipuðum hætti og því eðlilegt að fylgjast náið með því hvernig Hönnunarsjóði reiðir af í nýju ráðuneyti. Slíkt verður í höndum stýrihóps ráðuneytanna tveggja sem fær það hlutverk að vakta innleiðingu stefnunnar. Óljóst er hvort ábyrgð á Menningarstefnu í mannvirkjagerð fylgir með í þessari nýju verkaskiptingu, en mikilvægt er að henni verði tryggður nauðsynlegur sess í tengslum við opinberar framkvæmdir.

Kvikmyndasjóður/Endurskoðað samkomulag
Enn einu sinni er slegið á frest eflingu Kvikmyndasjóðs, en niðurskurður til sjóðsins milli áranna 2013 og 2014 var tæpar 400 milljónir (og raunar enn meiri ef miðað er við samkomulag það sem gert var um eflingu Kvikmyndasjóðs í des. 2011). Til að milda áfallið sem niðurskurðurinn veldur er nauðsynlegt að endurskoða tafarlaust samkomulag ríkisins við kvikmyndagerðarmenn til næstu fimm ára, koma þannig á stöðugleika í greininni og tryggja áframhaldandi öfluga framleiðslu íslenskra kvikmynda, sjónvarpsefnis og heimildamynda. Liður í þessu starfi er að gera formlega greiningu á störfum í kvikmyndagerð og skilgreina hæfniskröfur þeirra sem þeim sinna, en það verður einungis gert með atbeina mennta- og menningarmálaráðuneytis í nánu samstarfi við fagfólk í greininni.

Myndlistarsjóður/Feneyja-tvíæringurinn
Myndlistarsjóður var stofnaður með lögum nr. 64/2012 og hóf starfsemi með 45 milljóna króna framlagi á fjárlögum 2013. Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2014 var sjóðurinn strikaður út, en eftir mikla baráttu samþykkti fjárlaganefnd að veita kr. 25 m. sjóðinn (45% niðurskurður).  Eftir stofnun sjóðsins gera stjórnvöld þá kröfu að þátttaka Íslands í Feneyja-tvíæringnum sé fjármögnuð úr sjóðnum, en þáttakan kostar um 50 milljónir (árleg fjárþörf kr. 25 m).  Ef stuðningur við Feneyja-tvíæringinn á að fara gegnum Myndlistarsjóð er nauðsynlegt að auka árlegt framlag í sjóðinn svo hann geti gert hvort tveggja í senn; að veita myndlistarmönnum verkefnatengda styrki eins og lögin gera ráð fyrir og fjármagna þátttökuna í Feneyja-tvíæringnum.

Sviðslistasjóður/Sviðslistalög
Kallað er eftir því að frumvarp til sviðslistalaga verði lagt fram á ný á Alþingi, þar sem lögfest yrði stofnun sviðslistasjóðs, sem og sviðslistamiðstöðvar, hlutverk Leiklistarráðs endurskilgreint og fyrirkomulag framlaga til sviðslista verði komið í svipað horf og nú tíðkast í Kvikmyndasjóði. Slík breyting myndi án efa efla íslenska frumsköpun í sviðslistum og hvetja til fjölbreyttrar nýsköpunar í greininni t.d. með því að fleiri leikskáld, danshöfundar, hönnuðir, mynd- og tónhöfundar fengju tækifæri til að starfa. Einnig er mikilvægt að endurskoða hlutverk Þjóðleikhússins og efla fjárhagsgrundvöll þess, svo þessum máttarstólpa sviðslista verði kleift að rækja lögbundið hlutverk sitt með reisn.

Uppbygging  danslistarinnar
Mikilvægt er að ráðherra hlutist til um grunnmenntun í listdansi á Íslandi og ákveði kostnaðarskiptingu grunnnáms milli ríkis og sveitarfélaga með reglugerð. Grunndeildir þeirra skóla sem kenna samkvæmt námsskrá hafa undanfarið einungis fengið málamyndagreiðslur frá ríkinu og sjá ekki fram á að geta haldið rekstri deildanna áfram án þess að aukið fjármagn komi til.  Einnig verður að tryggja stöðugleika opinbers framlags viðurkenndra listdansskóla, ekki verður við það unað að málefnanlegar væntingar skólanna um árlegt framlag séu svo langt frá því að ganga eftir sem raun ber vitni (allt að 30% niðurskurður milli ára ef t.d. viðurkenndum skólum fjölgar).
Þá leggur BÍL til að stjórnvöld skoði möguleika þess að tvinna saman starfsemi Dansverkstæðisins og Íslenska dansflokksins og komi þeirri starfsemi fyrir í Danshúsi, eins og kallað er eftir í dansstefnu FÍLD 10/20. Slíkt fyrirkomulag myndi auka sýnileika danslistarinnar og auka aðgengi að listdansi á Íslandi.

Málefni óperuflutnings
Málefni óperuflutnings á Íslandi þarfnast tafarlausrar endurskoðunar. Á það við jafnt við um málefni Íslensku óperunnar sem og hverskyns grasrótarstarfsemi í listgreininni.  Úrlausnarefnin eru tvenns konar og mikilvægt að skoða þau í samhengi. Annars vegar er það staða og framtíð Íslensku óperunnar og hins vegar styrkjaumhverfi þeirra sem vilja gefa sig að óperuflutningi í víðum skilningi, allt frá barokki til frumsköpunar. Þar sem ópera er í eðli sínu þverfagleg listgrein kallar hún á málefnanlegt samtal stjórnvalda og listamanna, sem mikilvægt er að hafið verði með formlegum hætti við fyrstu hentugleika.

Tónlistarsjóður
Um Tónlistarsjóð gilda lög nr. 7/2004 og reglugerð nr. 125/2005. Ljóst er að tilgangur laganna hefur aldrei verið uppfylltur og er ástæðan nánast eingöngu sú að aldrei hefur verið veitt nauðsynlegum fjármunum í sjóðinn til að geti staðið undir lögbundnu hlutverki sínu. Þó má segja að framlagið 2013 hafi nálgast það að uppfylla þarfir sjóðsins, því er niðurstaða fjárlaga 2014 mikil vonbrigði. Til að eðlileg framþróun  verði í tónsköpun næstu ára er frumskilyrði að efla Tónlistarsjóð, enda stendur lagaskylda til þess.

Útgáfusjóður íslenskrar  tónlistar
Mikill samdráttur hefur orðið í tekjum höfunda og flytjenda af sölu hljómplatna síðasta áratuginn.  Meginástæðan er umfangsmikil ólögleg not á netinu án greiðslu til rétthafa. Með nýjum lögmætum dreifingarþjónustum sem nú bjóða upp á streymi í stað niðurhals hefur hlutfall íslenskrar tónlistar breyst úr því að vera um 84% af heildarsölu geisladiska yfir í að vera um 15% af heildarstreymi sem er hið nýja dreifingarform. Fjölbreytileikinn í íslenskri tónlist, íslensk menning og íslensk tunga fer hér halloka í hinu nýja landslagi í harðri samkeppni við erlenda tónlist.  Þessar umbreytingar krefjast þess að komið verði til móts við íslenskt tónlistarlíf í formi tímabundinna fjárframlaga eða með stofnun sérstaks útgáfusjóðs sem styddi við bakið á íslenskri tónlistarútgáfu.  Í húfi er að íslenska verði áfram mál íslenskrar tónlistar. 

Launasjóðir listamanna
Samhliða eflingu verkefnatengdra sjóða listgreinanna er mikilvægt að stjórnvöld geri áætlun um fjölgun mánaðalauna í launasjóðum listamanna á næstu árum auk þess sem brýnt er að endurskoða upphæð mánaðalaunanna.  Til glöggvunar þá er mánaðagreiðsla úr launasjóðunum nú kr. 311.000.- en Ríkisskattstjóri flokkar sjálfstætt starfandi listamenn með tilliti til reiknaðs endurgjalds þannig að þeim beri að telja fram að lágmarki kr. 597.000.-  á mánuði (flokkur A-4). Einnig hefur BÍL lagt áherslu á að fólk eigi val um það hvort greiðslur úr launasjóðunum eru verktakagreiðslur eða launagreiðslur. Þá er orðið tímabært að gera úttekt á forsendum sjóðanna, t.d. stærð þeirra miðað við fjölda starfandi listamanna.

Hlutur lista í íslensku markaðsstarfi
Mikilvægt er að fylgja eftir tillögum í skýrslunni Skapandi greinar; Sýn til framtíðar, hvað varðar hlut lista og skapandi atvinnugreina í markaðsstarfi erlendis. Það starf ber að vinna gegnum miðstöðvar listgreina/hönnunar og Íslandsstofu. Í áætlanagerð Íslandsstofu þarf að vera skýrt hversu miklum fjármunum skuli varið til lista og menningar og að fagráð Íslandsstofu í listum og skapandi greinum hafi áhrif á forgangsröðun og skiptingu fjármuna á einstök verkefni. Mikilvægt er að fulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytisins í fagráði Íslandsstofu í listum og skapandi greinum beiti sér í þeim efnum.

Heiðurssæti á Eurosonic
Íslensk hryntónlist nýtur í dag á heimsvísu viðlíka virðingar og áhuga almennings og bresk bít-tónlist gerði undir lok sjöunda áratugarins og fram eftir þeim níunda; Billboard hefur lýst íslenska hryntónlist þá heitustu í heimi árið 2014 og Íslandi hefur verið boðinn virðingarsess á hinni risastóru Eurosonic tónlistarhátíð í Hollandi í janúar 2015. Það er sanngjörn krafa að stuðningur hins opinbera við þátttöku í Eurosonic verði sambærilegur við stuðning sem látinn var í té þegar Ísland  var heiðursgestur á bókamessunni í Frankfurt 2011. Með öflugum stuðningi við markaðssókn íslenskrar tónlistar á erlenda markaði opnast tækifæri til að gera íslenskan tónlistariðnað að sjálfbærri búgrein á alþjóðavísu.

Höfundaréttarmál og internetið
Höfundar verða fyrir gríðarlegu tekjutapi samfara sívaxandi aðgengi og dreifingu höfundarréttarvarnis efnis á netinu á sama tíma og ýmis fyrirtæki, sem selja aðgang að efnisveitum hvers konar, hagnast sífellt meira. Nauðsynlegt er að auka umræðu um höfundarréttarmál tengd internetinu, efla rannsóknir og móta stefnu með það að markmiði að bæta höfundum upp viðvarandi tekjumissi. Nauðsynlegt er að mennta- og menningarmálaráðuneytið beiti sér með markvissum hætti í þessum efnum, t.d. er nauðsynlegt að breyta reglum um gjald á afritunarbúnað til samræmis við tækni- og neysluþróun auk þess sem mikilvægt er að skilgreina ábyrgð þeirra sem selja aðgang að efni sem á að vera varið af lögum um höfundarrétt.

Gjaldskrá vegna sýninga myndlistarmanna í opinberum söfnum ofl.
Sérstakt baráttumál myndlistarmanna og myndhöfunda er krafan um að fá greitt fyrir vinnuframlag sitt við uppsetningu sýninga á söfnum og í sýningarsölum sem njóta opinbers stuðnings. Stjórn SÍM vinnur um þessar mundir að útfærslu slíks kerfis og er miðað við að gjaldskrá og samningseyðublað vegna sýningarhalds verði tilbúin síðar á árinu og verður það í framhaldinu kynnt fyrir hagsmunaaðilum. Samningur af þessum toga mun efla sýningarhald í opinberum söfnum og sýningarsölum um leið og hann leggur grunn að bættum kjörum myndlistarmanna. Það er hins vegar ljóst að slíkur samningur verður ekki gerður nema með stuðningi og aðkomu stjórnvalda.  BÍL hvetur stjórnvöld til að fara að dæmi Svía og tryggja myndlistarmönnum og myndhöfundum þessa sjálfsögðu kjara- og réttarbót.
Einnig er mikilvægt að stjórnvöld semji við myndlistarmenn um höfundarréttarþóknun vegna útlána safna á verkum úr safneign. Hraða þarf gerð slíks samnings við Myndstef á grundvelli 25.gr. höfundalaga, en Myndstef hefur þegar sent ráðuneytinu drög að slíkri gjaldskrá.

Löggjöf um lifandi tónleikastaði
Meðal baráttumála tónlistarmanna er að stofnað verði  til samráðs við stjórnvöld um ný atvinnutækifæri fyrir hryntónlistarmenn, þar sem valdir tóneikastaðir fá stuðning til að halda úti lifandi tónlistarflutningi af hæstu gæðum. Hugmyndafræðin á upphaf sitt í danskri löggjöf frá 1996, sem hefur skilað góðum árangri þar og m.a. stuðlað að skattalegri skilvirkni í rekstri tónleikastaða. Hugmyndin var kynnt fyrir fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra, lögð fram ítarleg gögn með útfærslu sem tekur mið af íslenskum aðstæðum og sýnir menningarlegan og fjárhagslegan ávinning fyrir íslenskt samfélag.  

….fleira komst ekki fyrir á fundinum og þökkuðum við fyrir okkur með ósk um að fá að hitta ráðherrann fljótlega aftur til að ræða um menntun og listir.

 

Samráðsfundur með mennta- og menningarmálaráðherra

Stjórn BÍL hittir mennta- og menningarmálaráðherra á árlegum samráðsfundi í ráðehrrabústaðnum 2. apríl nk. Hér fylgir minnisblað stjórnar, sem sent hefur verið ráðuneytinu og lagt verður til grundvallar umræðunni:

Bandalag íslenskra listamanna hvetur stjórnvöld til að koma af alefli til liðs við listamenn og hönnuði í markvissri uppbyggingu starfsumhverfis skapandi atvinnugreina í samræmi við yfirlýstan vilja og samþykkta stefnu Alþingis, enda sameiginlegt hagsmunamál að efla fjölbreytni í atvinnulífi um land allt. Með samstilltu átaki verði athygli beint að þýðingu greinanna fyrir þjóðarhag um leið og mikilvægi frumsköpunar í listum er undirstrikað, enda er frumsköpunin grunnurinn sem skapandi greinar byggja á. Forsenda þess samstarfs er fólgin í eftirfylgni skýrslunnar Skapandi greinar; sýn til framtíðar, en tillögur skýrslunnar miða allar að innleiðingu skilvirkari stjórnsýslu um málefni greinanna, með hagsmuni beggja að leiðarljósi; -greinanna sem þurfa skilvirkt stuðningskerfi og stjórnvalda sem þurfa greiðan aðgang að faglegri ráðgjöf í málefnum greinanna.

Höfundaréttarmál og internetið
Höfundar verða fyrir gríðarlegu tekjutapi samfara sívaxandi aðgengi og dreifingu höfundarréttarvarnis efnis á netinu á sama tíma og ýmis fyrirtæki, sem selja aðgang að efnisveitum hvers konar, hagnast sífellt meira. Nauðsynlegt er að auka umræðu um höfundarréttarmál tengd internetinu, efla rannsóknir og móta stefnu með það að markmiði að bæta höfundum upp viðvarandi tekjumissi. Nauðsynlegt er að mennta- og menningarmálaráðuneytið beiti sér með markvissum hætti í þessum efnum, t.d. er nauðsynlegt að breyta reglum um gjald á afritunarbúnað til samræmis við tækni- og neysluþróun auk þess sem mikilvægt er að skilgreina ábyrgð þeirra sem selja aðgang að efni sem á að vera varið af lögum um höfundarrétt.

Verkefnasjóðir og kynningarmiðstöðvar á listasviðinu
Síðastliðið vor skilaði starfshópur um verkefnasjóði og kynningarmiðstöðvar á listasviðinu ráðherra skýrslu með greiningu á starfsumhverfi sjóðanna og miðstöðvanna ásamt tillögum að samræmingu í tengslum við umsýslu þeirra.  Í framhaldinu var Rannís falið aukið hlutverk  hvað umsýsluna varðar, en fátt hefur heyrst af öðrum tillögum hópsins.  BÍL lítur svo á að stjórnvalda bíði það verkefni að tryggja að í hverri listgrein sé til staðar sjóður með skilgreint hlutverk og stoð í lögum, auk þess sem starfsumhverfi miðstöðva listgreina og hönnunar verði samræmt. Slíkt er forsenda þess að jafnræði ríki milli einstakra listgreina varðandi aðgang að opinberum stuðningi. Því telur BÍL mikilvægt að yfirfara einstakar tillögur úr skýrslu starfshópsins með það að markmiði að ljúka innleiðingu skilvirkara stuðningskerfis við listgreinar og hönnun. Sú vinna tæki einnig mið af skýrslunni Skapandi greinar – sýn til framtíðar.

Sviðslistasjóður/Sviðslistalög
allað er eftir því að frumvarp til sviðslistalaga verði lagt fram á ný á Alþingi, þar sem lögfest yrði stofnun sviðslistasjóðs, sem og sviðslistamiðstöðvar, hlutverk Leiklistarráðs endurskilgreint og fyrirkomulag framlaga til sviðslista verði komið í svipað horf og nú tíðkast í Kvikmyndasjóði. Slík breyting myndi án efa efla íslenska frumsköpun í sviðslistum og hvetja til fjölbreyttrar nýsköpunar í greininni t.d. með því að fleiri leikskáld, danshöfundar, hönnuðir, mynd- og tónhöfundar fengju tækifæri til að starfa. Einnig er mikilvægt að endurskoða hlutverk Þjóðleikhússins og efla fjárhagsgrundvöll þess, svo þessum máttarstólpa sviðslista verði kleift að rækja lögbundið hlutverk sitt með reisn.

Myndlistarsjóður/Feneyja-tvíæringurinn
Myndlistarsjóður var stofnaður með lögum nr. 64/2012 og hóf starfsemi með 45 milljóna króna framlagi á fjárlögum 2013. Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2014 var sjóðurinn strikaður út, en eftir mikla baráttu samþykkti fjárlaganefnd að veita kr. 25 m. sjóðinn (45% niðurskurður).  Eftir stofnun sjóðsins gera stjórnvöld þá kröfu að þátttaka Íslands í Feneyja-tvíæringnum sé fjármögnuð úr sjóðnum, en þáttakan kostar um 50 milljónir (árleg fjárþörf kr. 25 m).  Ef stuðningur við Feneyja-tvíæringinn á að fara gegnum Myndlistarsjóð er nauðsynlegt að auka árlegt framlag í sjóðinn svo hann geti gert hvort tveggja í senn; að veita myndlistarmönnum verkefnatengda styrki eins og lögin gera ráð fyrir og fjármagna þátttökuna í Feneyja-tvíæringnum.

Kvikmyndasjóður/Endurskoðað samkomulag
Enn einu sinni er slegið á frest eflingu Kvikmyndasjóðs, en niðurskurður til sjóðsins milli áranna 2013 og 2014 var tæpar 400 milljónir (og raunar enn meiri ef miðað er við samkomulag það sem gert var um eflingu Kvikmyndasjóðs í des. 2011). Til að milda áfallið sem niðurskurðurinn veldur er nauðsynlegt að endurskoða tafarlaust samkomulag ríkisins við kvikmyndagerðarmenn til næstu fimm ára, koma þannig á stöðugleika í greininni og tryggja áframhaldandi öfluga framleiðslu íslenskra kvikmynda, sjónvarpsefnis og heimildamynda. Liður í þessu starfi er að gera formlega greiningu á störfum í kvikmyndagerð og skilgreina hæfniskröfur þeirra sem þeim sinna, en það verður einungis gert með atbeina mennta- og menningarmálaráðuneytis í nánu samstarfi við fagfólk í greininni.

Bókasafnssjóður höfunda
Bókasafnssjóður höfunda starfar skv. lögum nr. 91/2007 sem mæla m.a. fyrir um greiðslur fyrir afnot bóka á bókasöfnum og gera þau ráð fyrir að Alþingi ákveði fjárveitingu til sjóðsins í fjárlögum ár hvert. Hvergi er þó mælt fyrir um hvað liggur til grundvallar framlaginu og virðist það háð geðþótta yfirvalda hverju sinni. Þannig fær höfundur t.d. 32 kr fyrir útlán bókar eitt árið en 17 kr. það næsta. Mikilvægt er að tryggja meira jafnvægi í greiðslum þessum milli ára svo tilgangi sjóðsins og laganna sé fullnægt.

Hönnunarsjóður/Hönnunarstefna
Sama var uppi á teningnum í fjárlagaferlinu varðandi Hönnunarsjóð og Myndlistarsjóð, hann var ekki að finna í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir 2014, en fór inn í lögin með breytingartillögu fjárlaganefndar með 25 m.kr. framlag, sem var niðurskurður frá fyrra ári um 20 m. eða 45%.   Sjóðurinn gegnir lykillutverki sem verkefnasjóður fyrir ariktektúr og aðrar hönnunargreinar og er ætlað hlutverk varðandi eftrifylgni nýsamþykktrar hönnunarstefnu með því að veita þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki, markaðs- og kynningarstyrki auk ferðastyrkja.  Hönnunarstefnan var unnin í nánu samstarfi stjórnvalda og fagaðila en með henni hverfur umsjón Hönnunarsjóðs úr mennta- og menningarmálaráðuneyti til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Mikilvægt er að verkefnatengdir sjóðir á sviði lista og hönnunar þróist með svipuðum hætti og því eðlilegt að fylgjast náið með því hvernig Hönnunarsjóði reiðir af í nýju ráðuneyti. Slíkt verður í höndum stýrihóps ráðuneytanna tveggja sem fær það hlutverk að vakta innleiðingu stefnunnar. Óljóst er hvort ábyrgð á Menningarstefnu í mannvirkjagerð fylgir með í þessari nýju verkaskiptingu, en mikilvægt er að henni verði tryggður nauðsynlegur sess í tengslum við opinberar framkvæmdir.

Tónlistarsjóður
Um Tónlistarsjóð gilda lög nr. 7/2004 og reglugerð nr. 125/2005. Ljóst er að tilgangur laganna hefur aldrei verið uppfylltur og er ástæðan nánast eingöngu sú að aldrei hefur verið veitt nauðsynlegum fjármunum í sjóðinn til að geti staðið undir lögbundnu hlutverki sínu. Þó má segja að framlagið 2013 hafi nálgast það að uppfylla þarfir sjóðsins, því er niðurstaða fjárlaga 2014 mikil vonbrigði. Til að eðlileg framþróun  verði í tónsköpun næstu ára er frumskilyrði að efla Tónlistarsjóð, enda stendur lagaskylda til þess.

Málefni óperuflutnings
Málefni óperuflutnings á Íslandi þarfnast tafarlausrar endurskoðunar. Á það við jafnt við um málefni Íslensku óperunnar sem og hverskyns grasrótarstarfsemi í listgreininni.  Úrlausnarefnin eru tvenns konar og mikilvægt að skoða þau í samhengi. Annars vegar er það staða og framtíð Íslensku óperunnar og hins vegar styrkjaumhverfi þeirra sem vilja gefa sig að óperuflutningi í víðum skilningi, allt frá barokki til frumsköpunar. Þar sem ópera er í eðli sínu þverfagleg listgrein kallar hún á málefnanlegt samtal stjórnvalda og listamanna, sem mikilvægt er að hafið verði með formlegum hætti við fyrstu hentugleika.

Útgáfusjóður íslenskrar  tónlistar
Mikill samdráttur hefur orðið í tekjum höfunda og flytjenda af sölu hljómplatna síðasta áratuginn.  Meginástæðan er umfangsmikil ólögleg not á netinu án greiðslu til rétthafa. Með nýjum lögmætum dreifingarþjónustum sem nú bjóða upp á streymi í stað niðurhals hefur hlutfall íslenskrar tónlistar breyst úr því að vera um 84% af heildarsölu geisladiska yfir í að vera um 15% af heildarstreymi sem er hið nýja dreifingarform. Fjölbreytileikinn í íslenskri tónlist, íslensk menning og íslensk tunga fer hér halloka í hinu nýja landslagi í harðri samkeppni við erlenda tónlist.  Þessar umbreytingar krefjast þess að komið verði til móts við íslenskt tónlistarlíf í formi tímabundinna fjárframlaga eða með stofnun sérstaks útgáfusjóðs sem styddi við bakið á íslenskri tónlistarútgáfu.  Í húfi er að íslenska verði áfram mál íslenskrar tónlistar.

Launasjóðir listamanna
Samhliða eflingu verkefnatengdra sjóða listgreinanna er mikilvægt að stjórnvöld geri áætlun um fjölgun mánaðalauna í launasjóðum listamanna á næstu árum auk þess sem brýnt er að endurskoða upphæð mánaðalaunanna.  Til glöggvunar þá er mánaðagreiðsla úr launasjóðunum nú kr. 311.000.- en Ríkisskattstjóri flokkar sjálfstætt starfandi listamenn með tilliti til reiknaðs endurgjalds þannig að þeim beri að telja fram að lágmarki kr. 597.000.-  á mánuði (flokkur A-4). Einnig hefur BÍL lagt áherslu á að fólk eigi val um það hvort greiðslur úr launasjóðunum eru verktakagreiðslur eða launagreiðslur. Þá er orðið tímabært að gera úttekt á forsendum sjóðanna, t.d. stærð þeirra miðað við fjölda starfandi listamanna.

Hlutur lista í íslensku markaðsstarfi
Mikilvægt er að fylgja eftir tillögum í skýrslunni Skapandi greinar; Sýn til framtíðar, hvað varðar hlut lista og skapandi atvinnugreina í markaðsstarfi erlendis. Það starf ber að vinna gegnum miðstöðvar listgreina/hönnunar og Íslandsstofu. Í áætlanagerð Íslandsstofu þarf að vera skýrt hversu miklum fjármunum skuli varið til lista og menningar og að fagráð Íslandsstofu í listum og skapandi greinum hafi áhrif á forgangsröðun og skiptingu fjármuna á einstök verkefni. Mikilvægt er að fulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytisins í fagráði Íslandsstofu í listum og skapandi greinum beiti sér í þeim efnum.

Heiðurssæti á Eurosonic
Íslensk hryntónlist nýtur í dag á heimsvísu viðlíka virðingar og áhuga almennings og bresk bít-tónlist gerði undir lok sjöunda áratugarins og fram eftir þeim níunda; Billboard hefur lýst íslenska hryntónlist þá heitustu í heimi árið 2014 og Íslandi hefur verið boðinn virðingarsess á hinni risastóru Eurosonic tónlistarhátíð í Hollandi í janúar 2015. Það er sanngjörn krafa að stuðningur hins opinbera við þátttöku í Eurosonic verði sambærilegur við stuðning sem látinn var í té þegar Ísland  var heiðursgestur á bókamessunni í Frankfurt 2011. Með öflugum stuðningi við markaðssókn íslenskrar tónlistar á erlenda markaði opnast tækifæri til að gera íslenskan tónlistariðnað að sjálfbærri búgrein á alþjóðavísu.

Löggjöf um lifandi tónleikastaði
Meðal baráttumála tónlistarmanna er að stofnað verði  til samráðs við stjórnvöld um ný atvinnutækifæri fyrir hryntónlistarmenn, þar sem valdir tóneikastaðir fá stuðning til að halda úti lifandi tónlistarflutningi af hæstu gæðum. Hugmyndafræðin á upphaf sitt í danskri löggjöf frá 1996, sem hefur skilað góðum árangri þar og m.a. stuðlað að skattalegri skilvirkni í rekstri tónleikastaða. Hugmyndin var kynnt fyrir fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra, lögð fram ítarleg gögn með útfærslu sem tekur mið af íslenskum aðstæðum og sýnir menningarlegan og fjárhagslegan ávinning fyrir íslenskt samfélag.

Gjaldskrá vegna sýninga myndlistarmanna í opinberum söfnum ofl.
Sérstakt baráttumál myndlistarmanna og myndhöfunda er krafan um að fá greitt fyrir vinnuframlag sitt við uppsetningu sýninga á söfnum og í sýningarsölum sem njóta opinbers stuðnings. Stjórn SÍM vinnur um þessar mundir að útfærslu slíks kerfis og er miðað við að gjaldskrá og samningseyðublað vegna sýningarhalds verði tilbúin síðar á árinu og verður það í framhaldinu kynnt fyrir hagsmunaaðilum. Samningur af þessum toga mun efla sýningarhald í opinberum söfnum og sýningarsölum um leið og hann leggur grunn að bættum kjörum myndlistarmanna. Það er hins vegar ljóst að slíkur samningur verður ekki gerður nema með stuðningi og aðkomu stjórnvalda.  BÍL hvetur stjórnvöld til að fara að dæmi Svía og tryggja myndlistarmönnum og myndhöfundum þessa sjálfsögðu kjara- og réttarbót.
Einnig er mikilvægt að stjórnvöld semji við myndlistarmenn um höfundarréttarþóknun vegna útlána safna á verkum úr safneign. Hraða þarf gerð slíks samnings við Myndstef á grundvelli 25.gr. höfundalaga, en Myndstef hefur þegar sent ráðuneytinu drög að slíkri gjaldskrá.

Uppbygging  danslistarinnar
Mikilvægt er að ráðherra hlutist til um grunnmenntun í listdansi á Íslandi og ákveði kostnaðarskiptingu grunnnáms milli ríkis og sveitarfélaga með reglugerð. Grunndeildir þeirra skóla sem kenna samkvæmt námsskrá hafa undanfarið einungis fengið málamyndagreiðslur frá ríkinu og sjá ekki fram á að geta haldið rekstri deildanna áfram án þess að aukið fjármagn komi til. Einnig verður að tryggja stöðugleika opinbers framlags viðurkenndra listdansskóla, ekki verður við það unað að málefnanlegar væntingar skólanna um árlegt framlag séu svo langt frá því að ganga eftir sem raun ber vitni (allt að 30% niðurskurður milli ára ef t.d. viðurkenndum skólum fjölgar).
Þá leggur BÍL til að stjórnvöld skoði möguleika þess að tvinna saman starfsemi Dansverkstæðisins og Íslenska dansflokksins og komi þeirri starfsemi fyrir í Danshúsi, eins og kallað er eftir í dansstefnu FÍLD 10/20. Slíkt fyrirkomulag myndi auka sýnileika danslistarinnar og auka aðgengi að listdansi á Íslandi.

Kvikmynda- og myndmiðlalæsi
Í samræmi við endurnýjaðar námsskrár ber stjórnvöldum að tryggja kennslu í kvikmynda- og myndmiðlalæsi í grunn og framhaldsskólum. Myndmál er orðið jafn mikilvægt og ritmál í nútímasamfélagi og því mikilvægt að börn og ungmenni fái tæki til að meta það og greina. Gríðarleg þörf er fyrir námsefni, bæði til að mennta kennara og nemendur til að við náum að fylgja þróuninni í nágrannalöndum okkar. Heimili kvikmyndanna í Bíó Paradís er kjörinn samstarfsaðili um slík markmið.
Þá verður æ brýnna að hefja nám í kvikmyndagerð á háskólastigi við Listaháskóla Íslands í samræmi við tillögur stýrihóps á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis frá 2012.

Tónlistarskólarnir
Listafólk vænti mikils af samkomulagi ríkis og sveitarfélaga, sem gert var í maí 2011. Nú er ljóst að vankantar eru á framkvæmd samkomulagsins. Stjórn BÍL hvetur yfirvöld til að skoða vel ábendingar skólastjóra tónlistarskólanna í Reykjavík, sem telja að aðferð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við skiptingu framlaganna sé ábótavant, framlagið þurfi að taka mið af raunkostnaði skólanna svo þeir geti áfram boðið upp á nám sem stenst gæðakröfur og námsskrá.

Skáld í skólum/Tónlist fyrir alla
Um árabil hafa verkefni úr menningarbakpoka listamanna staðið skólafólki (nemendum og kennurum) til boða. Tónlistarmenn hafa boðið tugþúsundum grunnskólabarna upp á tónleika undir hatti verkefnisins Tónlist fyrir alla og rithöfundar hafa heimsótt grunn- og framhaldsskóla með verkefnin Skáld í skólum og nú nýverið leikskólana með Skáld í leikskólum. Það markast af fjárhag einstakra skóla hvort börnin fá notið þessara verkefna, en rétt er að geta þess að skólar greiða sama gjald óháð fjarlægð frá Reykjavík. Verkefnin hafa fyrir löngu skapað sér sess í skólastarfinu, en skilyrði fyrir að þau haldi áfram að blómstra er markviss fjárhagsstuðningur hins opinbera, án hans er hætt við að þau leggist af. Slík niðurstaða gengur þvert á áform stjórnvalda um eflingu menningarstarf fyrir og með börnum og ungmennum.

Framtíðarhúsnæði fyrir Listaháskóla Íslands
Við stofnun Listaháskóla Íslands var gengið út frá því að listræn samlegð ólíkra listgreina sem sinnt væri undir einu og sama þaki myndi móta námið og marka sérstöðu skólans. Eftir rösk 15 ár eru starfsstöðvarnar þó enn þrjár og af þeim tvær sem ekki standast fagleg viðmið eða kröfur um aðgengi fatlaðra. BÍL leggur þunga áherslu á að stjórnvöld komi til liðs við skólann og tryggi honum tafarlaust hentugra húsnæði til að bæta úr brýnustu þörfinni en jafnframt að tekin verði ákvörðun um framtíðarstaðsetningu nýbyggingar svo hægt verði að gera raunhæfar áætlanir um byggingu  framtíðarhúsnæðis.
Meistaranám í sviðslistum meðan ekki verða gerðar úrbætur á húsakosti LHÍ er meistaranám í sviðslistum í biðstöðu, en eftir að grunnám í sviðslistum var stytt um eitt ár er virkileg þörf fyrir að bjóða upp á nám í sviðslistum til meistaraprófs.
Kvikmyndanám á háskólastigi – í samræmi við tillögur skýrslu stýrihóps um kvikmyndamenntun á Íslandi frá 2012 hefur mennta- og menningarmálaráðherra lýst vilja til að stofnað verði til kvikmyndanáms á BA stigi við Listaháskóla Íslands. Þau áform gengu hins vegar ekki eftir í fjárlagatillögum fyrir 2014. Listaháskólinn er reiðubúinn til að hefja námið svo nú veltur allt á því að fjármunirnir skili sér 2015.

Fjárhagsleg afkoma BÍL
Ríkið hefur stutt starfsemi BÍL með rekstrarframlagi, sem hefur skipt sköpum varðandi vinnu að hagsmunamálum listamanna. Um þann stuðning hafa verið gerðir samningar til þriggja ára í senn og rann síðasti samningur út 31. desember sl. Drög að nýjum samningi liggja fyrir í ráðuneytinu og er tillaga ráðuneytisins að samningsupphæð óbreytt frá því sem verið hefur eða kr. 2,4 milljónir árlega, þrátt fyrir að á þessum vettvangi (samráðsfundi með ráðherra 2013) hafi verið höfð uppi góð orð um að leitað yrði leiða til að hækka framlagið á nýju samningstímabili. Ef framlagið frá 2008 (2,3 mill.) væri framreiknað til 2016 (lok samningstíma) þá ætti það að vera tæpar 4 millj króna m.v. neysluvísitölu en rúmar 4 millj m.v. launavísitölu, skv aðferðum Seðlabankans. Það er mikilvægt fyrir störf BÍL að framlag hins opinberra  haldi verðgildi sínu frá ári til árs, því er þess óskað að framlagið í nýjum samningi verði sambærilegt að verðgildi og var fyrir hrun. Minnt er á að BÍL samanstendur af 14 fagfélögum listafólks, sem hafa innan sinna vébanda um 4 þúsund listamenn og BÍL er einn af lykilráðgjöfum stjórnvalda á sviði lista og menningar.

Akademía og heiðurslaun
Sjónarmið BÍL um akademíu listamanna eru þau sömu og áður. Mikilvægt er að stjórnvöld styðji þá grunnhugmynd að reynsla og færni eldri listamanna, þeirra sem á hverjum tíma njóta heiðurslauna Alþingis, verði nýtt með skipulögðum hætti og að þeim verði falin ábyrgð á að velja nýja meðlimi akademíunnar. Það er í sjálfu sér fagnaðarefni að loksins skuli hafa verið sett lög um heiðurslaun listamanna  (lög nr. 66/2012), en mikilvægt er að breyta þeim lagaramma sem fyrst, þannig að fagleg sjónarmið ráði því hverjir njóta heiðurslauna en ekki pólitísk.

Safnamál
Áríðandi er að gera átak í safnastarfi tengt listum og skapandi greinum. Gera þarf úttekt á stöðu þeirra safna sem um ræðir, tryggja tengsl þeirra  við geirann, höfuðsöfn og háskólaumhverfið.
Kvikmyndasafn. Nú eru framköllunarverkstæði í Evrópu að hætta störfum, þá er hætt við að frumgerðir margra íslenskra kvikmynda glatist. Mikilvægt er að bregðast hratt við til að bjarga þeim og koma á stafrænt form til varðveislu. Þær 10 milljónir sem tilgreindar eru í samkomulagi greinarinnar við stjórnvöld til stafrænnar yfirfærslu duga skammt. BÍL leggur til að Kvikmyndamiðstöð og Kvikmyndasafni Íslands verði falið að gera áætlun um með hvaða hætti sé hægt að bjarga þessum verðmætum og tryggja varðveislu kvikmyndarfsins til frambúðar. Einnig að skoðaðar verði hugmyndir um breytingar á starfssemi Kvikmyndasafns sem hafi í för með sér sterkari tengsl við Kvikmyndamiðstöð Íslands. Loks er brýnt að hugað  verði strax að varðveislumálum þeirra mynda sem teknar eru á stafrænt form, því enginn veit hversu lengi þær geymslur endast sem nú er notast við.
Leikminjasafn. Opinber framlög til Leikminjasafns hafa dregist saman og eru nú mun lægri en til sambærilegra safna. Stjórnendur safnsins höfðu gert sér vonir um að koma því fyrir í húsnæði Loftskeytastöðvarinnar við Brynjólfsgötu, en þau áform hafa ekki gengið eftir vegna rakaskemmda í húsinu, sem ekki hefur reynst unnt að fjármagna viðgerð á. Þó safnið hafi getað staðið straum af kostnaði við rafrænan gagnagrunn um leksýningar á Íslandi og haldið úti lágmarks sýningahaldi þá er ljóst að atbeina stjórnvalda þarf til að tryggja viðunandi varðveislu og miðlun safnkostsins, mögulega með formlegum samningum við höfuðsöfn eða varðveislustofnanir hins opinbera.
Safn RÚV. Mikilvægt er að tryggja skráningu þess menningararfs sem safn RÚV hefur að geyma. Safnið þarf að vera aðgengilegt og að stunda öfluga miðlun þessa mikilvæga arfs. Slík miðlun getur farið fram í samstarfi við Landsbókasafn og önnur söfn tengd listum og skapandi greinum, en vilja og fjármuni virðist hafa skort innan stofnunarinnar. Það er vilji listafólks í landinu að þessi mikilvægi hluti menningararfsins verði gerður aðgengilegur og honum sýndur sá sómi sem eðlilegt er.
Byggingalistarsafn. Mikill fjársjóður teikninga og annarra skjala / líkana o.fl. er á hrakhólum þar sem ekki hefur fundist samastaður fyrir nema hluta af þeim arfi sem safnað hefur verið gegnum tíðina. Það ástand er að hluta tilkomið vegna ákvörðunar Listasafns Reykjavíkur að leggja niður byggingalistadeild safnsins en safnið og mennta- og menningarmálaráðuneytið studdu Arkitektafélag Íslands í því að skrá safnkostinn og koma honum í viðunandi geymslur.  Merkileg gögn, t.d. stór einkasöfn bíða þess nú að vera skráð og vernduð við viðunandi aðstæður. Slíkt verkefni verður ekki unnið án atbeina stjórnvalda.

Ríkisútvarpið
Tryggja þarf Ríkisútvarpinu nægilegt rekstrarfé svo það geti sinnt lögboðnu hlutverki sínu, í því sambandi er eðlileg krafa að nefskatturinn sem almenningur greiðir skili sér að fullu til stofnunarinnar. BÍL hefur ævinlega litið á Ríkisútvarpið sem einn af máttarstólpum menningar í landinu. Hlutverk þess er skilgreint í lögum og mikilvægt að stefna stofnunarinnar endurspegli lögin. Þá þarf sjálfstæði Ríkisútvarpsins að vera tryggt og því gert kleift að rækja almannaþjónustuhlutverk sitt með reisn. Það er mat BÍL að nokkuð skorti á hvað varðar innlenda framleiðslu dagskrárefnis í útvarpi og sjónvarpi, forgangsatriði er að auka hlut þess í dagskránni hvort sem það er gert með aukinni eiginframleiðslu eða með kaupum af sjálfstæðum framleiðendum. BÍL hefur átt samtal við stjórnendur Ríkisútvarpsins með reglubundnum hætti og mun halda því áfram með nýjum stjórnendum, en óskar jafnframt eftir atbeina og stuðningi stjórnvalda.

Umsögn BÍL um tillögu um sóknaráætlun skapandi greina

Umsögn um þingmál 267 á þingskjali 503; um sóknaráætlun skapandi greina

Stjórn Bandalags íslenskra listamanna hefur, að beiðni allsherjar- og menntamálanefndar, fjallað um ofangreinda tillögu og vill koma eftirfarandi sjónarmiðum á framfæri.

Í greinargerð með tillögunni er getið um tillögu Alþingis nr. 22 sem samþykkt  var á 139. löggjafarþingi hinn 7. apríl 2011. Sú tillaga var flutt af menntamálanefnd þingsins og hljóðar svo: 

Alþingi ályktar að fela mennta- og menningarmálaráðherra að koma á formlegum samstarfsvettvangi með aðild fulltrúa allra stjórnmálaflokka, iðnaðarráðuneytis og fulltrúa skapandi greina sem hafi það hlutverk að ræða starfsumhverfi skapandi greina á Íslandi og móta tillögur um hvernig megi styrkja stöðu þeirra í íslensku atvinnulífi. Lagt verði mat á hvernig opinber stuðningur nýtist skapandi greinum, forsendur úthlutunar og eftirlit með ráðstöfun fjárveitinga. Sérstaklega verði leitað leiða til að bæta rekstrarskilyrði skapandi greina á Íslandi, fjölga menntaúrræðum og störfum auk þess að ýta undir nýsköpun innan skapandi greina. Niðurstöðum verði skilað til Alþingis fyrir 1. október 2011.

Tillagan var samþykkt samhljóða með atkvæðum fimmtíu og tveggja þingmanna allra flokka, þ.á.m. atkvæðum núverandi forsætisráðherra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og núverandi formanns allsherjar- og menntamálanefndar Unnar Brár Konráðsdóttur. Á grundvelli tillögunnar var svo settur á laggirnar starfshópur sá sem vann skýrsluna Skapandi greinar – Sýn til framtíðar og í kjölfarið var skipað þverfaglegt teymi sem fékk það verkefni að yfirfara tillögur skýrslunnar með það að markmiði að innleiða þær og koma greinunum fyrir með formlegum hætti innan stjórnsýslunnar.  Eftir því sem stjórn BÍL kemst næst þá mun þetta teymi vera að stöfum undir forystu Karístasar Gunnarsdóttur skrifstofustjóra á menningarskrifstofu mennta- og menningarmálaráðuneytisins, en það hefur því miður verið hljótt um störf þess frá því að það tók til starfa.

Í tillögum skýrslunnar Skapandi greinar – Sýn til framtíðar er komið inn á flesta þá þætti sem þingsályktunartillagan frá 2011 gerði ráð fyrir; þar má nefna formlegan samstarfsvettvang um málefni skapandi greina, einnig er í skýrslunni greinargott yfirlit yfir starfsumhverfi greinanna og tillögur um bætta stöðu þeirra í íslensku atvinnulífi. Þá hefur skýrslan að geyma greinargott yfirlit yfir opinberan stuðning við listir og tillögur að styrkingu þess kerfis sem unnið hefur verið eftir. Loks er komið inn á menntamálin og varpað fram hugmyndum um frekari aðgerðir í þágu bættrar menntunar í listum og skapandi greinum á öllum skólastigum, en sem fyrr segir þá eru allar þessar tillögur til meðferðar hjá samstarfshópi þeim sem settur var á laggirnar í framhaldi af útkomu skýrslunnar 2012.

Það er mat stjórnar BÍL að mikið starf hafi verið unnið til að  búa í haginn fyrir öfluga sókn í málefnum skapandi greina. Það var því mikið áfall þegar ljóst var að sameiginlegt átak geirans og stjórnvalda, sem staðið hafði í fjörgur ár, var ekki virt sem skyldi í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar 2014. Það er óþarfi að rekja hér rúmlega 600 milljóna niðurskurð á fjárveitingum til verkefnatengdra sjóða lista og skapandi greina á yfirstandandi ári, en látið nægja að benda á umsögn BÍL um fjárlagafrumvarp 2014, sem aðgengileg er á vef Alþingis og vefsíðu BÍL.

Stjórn BÍL leggur áherslu á mikilvægi þess að nú verði blásið til endurnýjaðrar sóknar í atvinumálum listafólks og skapandi fólks og lýsir einlægum vilja til samstarfs um það verkefni. Það er mikilvægt að teymi það sem sett var á laggirnar innan stjórnsýslunnar 2012 fái áframhaldandi umboð til að starfa á grundvelli tillagna skýrslunnar Skapandi greinar – Sýn til framtíðar.  Einnig er mikilvægt að haldið verði áfram þeirri vinnu sem komin var áleiðis undir hatti Hagstofu Íslands að finna leiðir til að skapandi atvinnugreinar verði sjálfsagður þáttur þjóðhagsreikninga, en það verkefni fór raunar að hiksta þegar ljóst var að fjármunir þeir, sem gert var ráð fyrir að kæmu inn í það verkefni í formi IPA-styrkja ESB, myndu ekki skila sér. Til frekari áréttingar því sem hér hefur verið nefnt fylgir umsögn þessari starfsáætlun BÍL, sem samþykkt var á aðalfundi BÍL 8. febrúar sl.

Ráðstafanir gegn málverkafölsunum – Umsögn

Umsögn um þingmál 266 á þingskjali 499; um ráðstafanir gegn málverkafölsunum

Stjórn Bandalags íslenskra listamanna hefur, að beiðni allsherjar- og menntamálanefndar, fjallað um ofangreinda tillögu og mælir með því að hún verði samþykkt.

Greinargerð tillögunnar er afar skýr um ástæður þess að mikilvægt er að hún nái fram að ganga. Það er dapurlegt að úrbætur þær sem mælt var fyrir um í skýrslu starfshóps mennta- og menningarmálaráðherra frá 2005 skuli ekki hafa náð fram að ganga, þrátt fyrir tilraunir ráðherra til að koma afmörkuðum þingmálum þar að lútandi gegnum þingið. Það er líka umhugsunarefni að „stóra málverkafölsunarmálið“ skyldi hvorki hafa verið rannsakað né sótt á grundvelli höfundalaga, þrátt fyrir skýra lagaheimild þar um. Þá er það slæm tilhugsun að skilið hafi verið við það mál með þeim hætti að hvorki hafi verkin verið gerð upptæk, né þess krafist að falsaðar höfundarmerkingar væru fjarlægðar.

Stjórn BÍL tekur undir með flutningsmönnum tillögunnar að nauðsynlegt sé vernda íslenska menningararfleifð fyrir þeim spellvirkjum sem falsanir fela í sér og að mikilvægt sé að búa svo um hnúta að mál af þessu tagi séu leidd til lykta með sómasamlegum hætti og að lagaheimildir í fölsunarmálum sem upp kunna að koma í framtíðinni séu nýttar með þeim hætti sem löggjafinn hefur mælt fyrir um.

Notkun íslensku í stafrænni upplýsingatækni – umsögn

Umsögn um þingmál 268; aðgerðaáætlun um notkun íslensku í stafrænni upplýsingatækni

Að beiðni allsherjar- og menntamálanefndar hefur stjórn BÍL fjallað um tillöguna og komist að þeirri niðurstöðu að mikilvægt sé að hún nái fram að ganga. Nægir í því sambandi að benda á slæma útkomu íslenskunnar í Evrópuverkefni um stöðu tungumálanna innan tölvu- og upplýsingageirans þar sem íslenskan stóð næstverst að vígi af 30 Evróputungumálum, eins og fram kemur í greinargerð með tillögunni.

Tillagan gerir ráð fyrir að skipuð verði nefnd sérfræðinga í málvísindum og upplýsingatækni sem fái það hlutverk að gera aðgerðaáætlun um innleiðingu tiltekinna þátta í opinberri málstefnu, þ.e. notkun hennar í stafrænni upplýsingatækni. Auk þess verði nefndinni falið að kostnaðarmeta innleiðinguna og gera áætlun um fjármögnun hennar. Það síðastnefnda gæti bent til þess að allsherjar- og menntamálanefnd ætli nefndinni að sækja fjármagn til verkefnisins út fyrir ramma fjárlaga. Engu að síður er í greinargerð með tillögunni undirstrikað að ólíklegt sé að einkafyrirtæki sjái sér hag í að þróa máltæknibúnað á markaðsforsendum og því einnig haldið fram að ekki sé hægt að láta nauðsynlegar rannsóknir í þessum málaflokki ráðast af úthlutun samkeppnissjóða þar sem um sé að ræða rannsóknir sem leiði af lagaskyldu. Það er því vandséð að sérfræðinganefndin hafi aðra kosti varðandi tillögur að fjármögnun aðgerðanna en gegnum fjárlög.

Stjórn BÍL leyfir sér að leggja til að horft verði vítt yfir svið sérfræðinga í málvísindum og upplýsingatækni þegar skipað verður í nefndina og nefnir í því sambandi mikilvægan þátt listamanna og hönnuða sem nýta sér stafræna tækni í störfum sínum. Með aukinni áherslu á akademíska nálgun í menntun hönnuða og listafólks og með stórstígum framförum í stafrænni tækni auglýsinga- og upplýsingafyrirtækja, fyrirtækja í leikjahönnun og fyritækja á sviði vöruhönnunar, hefur rutt sér til rúms ný þekking á hinum stafræna vettvangi, sem gæti reynst gagnleg við áætlanagerð þá sem sérfræðinganefndinni verður falin. Einnig er mikilvægt við vinnu af þessu tagi að leita til fólks sem hefur skapandi tök á tungumálinu.

Raunar er tíminn sem sérfræðinganefndinni er gefinn til starfans skv tillögunni orðinn afar knappur, svo líklegt er að rýmka þurfi þar eitthvað um, en engu að síður er mikilvægt að vinnan við áætlunina dragist ekki á langinn.

Page 10 of 39« First...89101112...2030...Last »