Á aðalfundi BÍL 17. febrúar fór fram forsetakjör, svo sem lög gera ráð fyrir, en forseti BÍL er kjörinn á aðalfundi til tveggja ára í senn. Kolbrún Halldórsdóttir, sem gegnt hefur embætti forseta síðan í janúar 2010, gaf að þessu sinni ekki kost á sér til endurkjörs. Tveir voru í framboði Erling Jóhannesson og Hlín Agnarsdóttir. Það var Erling sem hlaut kosningu sem næsti forseti BÍL. Þakkaði hann stuðninginn og hét trúmennsku í störfum sínum fyrir BÍL. Þá þakkaði Kolbrún stjórn BÍL fyrir samstarfið sl. átta ár. Var gerður góður rómur að orðum forsetanna tveggja og þeim klappað lof í lófa.