Föstudaginn 1. Júní undirrituðu CFLAC (China Federation of Literary and Art Circles) og Bandalag íslenskra listamanna samning um samstarf á vetvangi listamanna þjóðanna tveggja.

Samningurinn var undirritaður í Snorrabúð, tónleikasal Söngskólans í Reykjavík, og felur í sér viljayfirlýsingu um samstarf listamanna þjóðanna og að samtökin greiði fyrir samvinnu þeirra. Þegar hafa verið tekin skref á grundvelli þessa samstarfs með tónleikahaldi Kínverskara og Íslenskra tónlistarmanna í Hörpunni 2. Júní og áætlunum um tónleikahald á Íslandi í október næst komandi. Kínversku samtökin CFLAC hafa svo boðið Íslenskum tónlistarmönnum þátttöku á tónlistarhátíð í Kína árið 2019.

Væntir BÍL þess að flestar greinar lista geti notið góðs af þessum samningi á komandi árum, t.d. á sviði kvikmyndagerðar þar sem áhugi er mikill í Kína svo ekki sé minnst á mökuleikana sem felast í þessum gríðarlega stóra markaði.