Author Archives: vefstjóri BÍL

Norræna styrkjakerfið: íbúðir listamanna

Þann 24. ágúst rennur út frestur til að senda inn umsóknir í Kulturkontakt Nord vegna íbúða listamanna. Eftirfarandi tilkynning ætti að fara sem víðast meðal þeirra sem þetta varðar:

Kulturkontakt Nord påminner om möjligheten för residenscentra att söka stöd. Se närmare information nedan på svenska og engelska.

Nordic Culture Point reminds residencies of the possibility to apply for grants. More information below in Swedish and English.

 

Kulturkontakt Nord

Suomenlinna B 28

00190 Helsinki

Finland

 

info@kknord.org

www.kknord.org

 

Kulturkontakt Nord delar ut stöd till residensverksamhet

 

Kulturkontakt Nord tar nu emot ansökningar till modulen för stöd till

residenscentra. Modulen, som riktar sig till enskilda residenscentra

inom alla konstområden, beviljar stöd till residensverksamheter i

Norden för att de i sina residensprogram skall kunna ta emot

professionella konstnärer och kulturaktörer från Norden.

 

Stödet till residenscentra delas ut endast vart tredje år och gäller

residensverksamhet under åren 2007- 2009.

 

Se Kulturkontakt Nords webbsida för kriterier och instruktioner om hur

man ansöker: http://www.kulturkontaktnord.org?pageID=34

 

Ansökningsblanketter finner du här:

http://applications.kknord.org/user

 

Kulturkontakt Nord accepterar endast ansökningar som sänts in med den elektroniska ansökningsblanketten.

 

Ansökningsfristen löper ut den 24 augusti 2007.

 

Kulturkontakt Nord

Sveaborg B 28

00190 Helsingfors

Finland

 

info@kknord.org

 

 

Module to Support Artists’ Residencies

 

Nordic Culture Point is now receiving applications to the Module

supporting artist-in-residence centres. The module, which supports

artist-in-residence centres working in the field of art and culture,

provides funding for residency organisations in the Nordic countries to include in their programmes professional practitioners such as artists,

musicians, dancers, writers, translators etc.

 

The Module supporting A-i-R centres is open for applications only every third year and selected residency organisations will receive support

for their activities during 2007-2009.

 

Please read the information on criteria and eligibility for the Module

on our website: www.kknord.org/?pageID=34

 

To apply, please fill out the application forms available on:

 

http://applications.kknord.org/user .

 

Nordic Culture Point only accepts applications submitted electronically

through the designated application form.

 

Deadline for applications is August 24, 2007.

 

Nordic Culture Point

Suomenlinna B 28

00190 Helsinki

Finland

 

info@kknord.org

 

Norrænir styrkir – ferðir og ‘netverk’

Nú er loks búið að opna nýja norræna styrkjakerfið. Nú er unnt að sækja um ferðastyrki (mobilitet) og styrki til samstarfs norrænna aðila í listum og fræðimennsku (kort netværk). Umsóknarfrestur rann út 15. júní, og nú er verið að úthluta fyrstu styrkjunum. Farið inn á www.kulturkontaktnord.org til að fá frekari upplýsingar, en þar má finna meðfylgjandi tilkynningu.

Kulturkontakt Nord tar emot ansökningar!

 

Fredagen den 25 maj 2007 öppnar Kulturkontakt Nord för inkommande ansökningar inom två av Mobilitetsprogrammets moduler.

Först ut är modulerna Kortvarigt nätverksstöd och Mobilitetsstöd. Se respektive modul för kriterier och information om vem som kan söka:

Kortvarigt nätverksstöd

Mobilitetsstöd

Ansökningsblanketter finns här från kl. 9.00 (central-skandinavisk tid). Kulturkontakt Nord tar endast emot ansökningar som sänts in med de elektroniska ansökningsblanketterna.

Frist för ansökningarna är den 15 juni. Inkomna ansökningar behandlas av sakkunniggruppen för mobilitetsstöd, och besvaras i början av juli.

Du kan ansöka om stöd från de samma modulerna igen i augusti 2007.

Datum för nästa ansökan inom mobilitetsprogrammet, och ansökningsdatum för Konst-och Kulturprogrammet kommer att publiceras på Kulturkontakt Nords hemsidor.

Information om nya ansökningsfrister och andra nyheter från Kulturkontakt Nord sänds ut via vårt nyhetsbrev.

 

Norræn ráðstefna í Visby á Gotlandi

Norræn ráðstefna í Visby á Gotlandi

Punktar frá ráðstefnu norrænna listamannaráða í Visby á Gotlandi 16. – 20. maí 2007

Sá sem helst vakti lukku á fyrsta fundinum var rithöfundurinn Per Olof Enquist. Í opnum umræðum þar sem hann sat, ásamt fleirum, uppi á sviði, lét hann í ljós þá skoðun sína að ekki væri til neitt sem héti “European cultural idendity”, þau væru að minnst kosti 27. Þessi nálgun er í beinu samhengi við stefnu UNESCO, sem leggur áherslu á að öll menningarsamfélög, stór og lítil, haldi sérkennum sínum og sérstöðu.

Sameiginlegir hagsmunir þjóða voru þó vitaskuld efstir á efnisskrá ráðstefnunnar, og var mest áhersla lögð á samvinnu ríkja við Eystrarsaltið. Argita Daudze, þýðandi frá Lettlandi, hélt því fram að “hafið sameinaði þau, en aðskildi ekki”. Enquist benti þá á þann margvíslega vanda sem blasir við allri dreifingu á menningarefni í kringum Eystrarsaltið, en bætti við að í þeim menningarfrumskógi þýddi ekki að vera stöðugt í vörn, heldur huga að sóknarfærum (“don’t defend, just attack!”) Það var athyglisvert fyrir Íslending að fylgjast með þessum umræðum, svona úr hæfilegri fjarlægð, og ljóst að menningarsamskipti eru mjög að aukast við Eystrarsaltið.

 

Visby var aldrei Hansaborg, og um það spunnust skemmtilegar hugleiðingar um Hansa-kaupmenn, sem einhver nefndi glæpagengi (“a bunch of criminals”).

Daginn eftir, þann 17. maí, fluttu aðilar allra landanna stutt spjall um gang mála heima fyrir. Jaan Elken frá Eistlandi vakti mikla athygli, þegar hann fór hörðum orðum um samskipti Eista og Rússa, en um þessar mundir var mikil úlfúð milli ríkjanna vegna þess að minnismerki um fallna rússneska hermenn var flutt til í höfuðborginni. Jaan Elken var harðorður í garð Rússa og taldi þá litla ástæðu hafa til að kvarta undan þeim ákvörðunum sem réttkjörin stjórn Eista tæki í eigin landi. Þegar kom að Alexander Zhitinsky að tala fyrir hönd Rússa, bar hann blak af löndum sínum, en var öllu hógværari en Eistinn í málflutningi sínum.

Eftir hádegið útskýrði Riitta Heinämaa nýja norræna styrkjakerfið. Ég átti von á mun meiri andstöðu við kerfið en fram kom, hélt reyndar að þetta yrði helsta hitamál ráðstefnunnar. Sterkust ádeila kom frá danskri myndlistarkonu, sem heitir Nanna Gro Henningsen og er formaður danskra myndlistarmanna, en hún var þeirrar skoðunar að illa væri farið með eitt og annað sem byggt hefði verið upp um árabil. Hún gekk svo langt að segja: “Legitimate market oriented networks will fade away”. Riitta kom með það svar að annað hvort væri að viðhalda gömlu kerfi eða koma með nýtt sem byggðist á samkeppni og ætti sér þróunarmöguleika. Þetta væri spurning um “continuity versus flexibility”.

Undir lok dags var enn rætt um menningarsamvinnu landanna við Eystrarsalt.

Föstudagurinn 18. maí hófst með afar fræðandi erindi sem Carl Tham, fyrrum menntamálará›herra Svía, flutti. Hann rakti þróun ríkisstuðnings við listir á 20. öld. M.a. vitnaði hann í Tage Erlander: “Cultural policy is an inherent part of the welfare state. The experience of art is a part of the liberalisation of the human being.” Tham hélt því ennfremur fram að listinni mætti beita gegn hinum neikvæðu hliðum markaðshyggjunnar og að slíkt hefði verið gert, einkum á Norðurlöndum.

Allir eru listamenn, sagði Tham. Sú stefna væri þvert á fyrri hugsun sem gengið hefði út á að listin væri fyrir sérhagsmunahópa. Tham var þar m.a.að mæla gegn Maó formanni, sem mun hafa sagt að listin væri einungis fyrir örsmáa elítu.

Af öðrum sem tóku til máls þennan dag vakti Norðmaðurinn Trond Okkelmo frá Sambandi norskra leikhúsa og hljómsveita hvað mesta athygli. Hann flutti gleðitíðindi frá Noregi, þar væri við völd menntamálaráðherra sem hefði raunverulegan áhuga á að leggja fjármagn í listir og listviðburði. “Politicians have to mean it when they say they want to prioritise the arts” sagði Trond. Nú væri sem sagt kominn ráðherra sem léti verkin tala. Trond vitnaði í ráðherrann sem mun hafa sagt við norska listamenn: “Help me convince my colleagues you’re important!”

Frá árinu 2005 hefur stórauknu norsku fjármagni verið varið til lista og menningarmála. Góðu fréttirnar höfðu reyndar borist okkur áður, þegar Randi Urdal, forstjóri norsku dansmiðstöðvarinnar, fræddi okkur um olíugróðann, um þær 2.000 billjónir norskra króna sem nú eru í eftirlaunasjóðnum svokallaða, the Pension Fund. Samkvæmt Trond er nú sívaxandi fjármagni veitt í listir, ennfremur er því fé vel og skynsamlega varið. Reyndar hafði hann svolitlar áhyggjur af því hve margt væri nú skilgreint sem “menning”, að stjórnmálamenn hefðu tilhneigingu til að nefna eitt og annað menningu sem í raun ætti fremur að kallast skemmtun eða “entertainment”. (Sjálfur hef ég vissulega orðið var við sömu tilhneigingar á Íslandi.)

Hvað sem því líður hefur Norðmönnum tekist að koma þessu í kring, eins þótt þeir hafi lagt niður sitt bandalag listamanna fyrir nokkrum árum. Þeir voru reyndar hvattir til að endurreisa það, og heyrði ég ekki betur en að Trond Okkelmo þætti full þörf á því.

Sem forseti BÍL hafði ég mikið gagn af að kynnast þeim sem fjalla um sömu mál annars staðar á Norðurlöndum, en það fólk hef ég ekki hitt fyrr en nú. Auðvitað var líka full nauðsyn á að Ísland ætti fulltrúa á þingi þessu, þar sem voru ekki færri en þrír fulltrúar frá Færeyjum. Ég tel að ég eigi einkum eftir að búa að kynnum mínum af Dönum í nánustu framtíð, en skipulag styrkjakerfis þeirra virðist mér vera mjög til fyrirmyndar.

 

Ágúst Guðmundsson, forseti BÍL

 

Fundur með Vinstri-grænum

Frambjóðendurnir Kolbrún Halldórsdóttir og Jóhann Björnsson sátu fund með stjórn BÍL í hádeginu, föstudaginn 4. maí. Vegna jarðarfarar var aðeins fundað í eina klukkustund. Kolbrún hafði forsögu um stefnu Vinstri-grænna í menningarmálum. Í umræðunum var einkum dvalið við heiðurslaun listamanna, list í skólum og stuðning við opinberar menningarstofnanir, sem Vinstri-grænir telja vera sveltar af ásetningi – til að þröngva þeim til að leita til einkageirans um stuðning.

 

Fundur með Samfylkingu

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Mörður Árnason, frambjóðandi í Reykjavík, sátu hádegisverðarfund með stjórn BÍL mánudaginn 30. apríl. Fundurinn var vel sóttur og umræður stóðu í tvær klukkustundir.

Í upphafi fundar lýsti Ágúst Guðmundsson, forseti BÍL, ánægju sinni yfir að sjá í stefnuskrá Samfylkingarinnar að hún vilji skattleggja tekjur af hugverkum með svipuðum hætti og fjármagnstekjur. Ingibjörg Sólrún tæpti á öðrum atriðum í menningarstefnunni. Báðir gestirnir komu inn á tillögur Samfylkingarinnar um skattaívilnanir vegna gjafa og framlaga til mannúðar- og menningarmála og Mörður útdeildi tillögu þeirra til þingsályktunar um þau mál. Svo var vitaskuld, meðal margs annars, rætt um Ríkisútvarpið, sem fundarmenn voru almennt á að væri enn ekki orðin sú menningarstofnun sem vonir hefðu staðið til.

 

Reykjavík fjárfestir í BÍL

Árlegur fundur BÍL með borgarstjóra var haldinn í Höfða 23. apríl sl. Í upphafi fundar rituðu Ágúst Guðmundsson forseti BÍL og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri undir nýjan samstarfssamning þar sem BÍL eru tryggðar milljón krónur árlega næstu þrjú árin, en á móti kemur ýmis þjónusta sem BÍL lætur borginni í té.

Formenn aðildarfélaganna komu á framfæri ýmsum af sínum hjartans málum og umræður voru fjörugar. Auk borgarstjóra sátu nokkrir borgarstarfsmenn fundinn, auk Menningar og ferðamálaráðs.

Í samantekt sinni í lok fundarins hafði borgarstjóri góð orð um að ýmislegt gæti ræst af óskalista BÍL, m.a. ráðstefna um byggingarstefnuna í Kvosinni eftir brunann um daginn, húsnæði fyrir myndlistarmenn úti á Granda og að fundi yrði komið á við Samband íslenskra sveitarfélaga um listkynningu í skólum. Hann lýsti yfir eindregnum áhuga sínum á að setja upp skilti til að gera menningarsögu Reykjavíkur sýnilega. Sama gerði Kjartan Magnússon, formaður Menningar og ferðamálaráðs.

Jón Kristinn Snæhólm rakti undirbúningsstarf að kvikmyndaborginni Reykjavík. Hann og borgarstjóri ræddu ennfremur um framtíð Tjarnarbíós, þar sem fyrirhugað er að Sjálfstæðu leikhúsin verði til húsa ásamt Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík.

 

Umræðupunktar fyrir fund borgarstjórans í Reykjavík með Bandalagi íslenskra listamanna

Á stjórnarfundi BÍL 18. apríl 2007 var ákveðið að leggja fram eftirtalin umræðuefni fyrir fund okkar með borgarstjóra og öðrum fulltrúm borgarinnar:

 

1.

Sé menningarstefna Reykjavíkurborgar skoðuð, er eðlilegt að spurt sé hvort framlög til lista og menningar séu í rauninni nægilega há til að metnaðarfull áform nái fram að ganga. Almennt er stjórn BÍL þeirrar skoðunar að þeir fjármunir, sem til hinna ýmsu listgreina fara, nýtist vel og að afurðirnar skili sér til samfélagsins með margvíslegum hætti. Á þessu sviði er borgin að fá mikið fyrir lítið, að okkar áliti. Yrðu framlög til menningar og lista aukin, mætti búast við enn magnaðri afrakstri.

Stundum hendir það okkur að bera stuðning við listir saman við stuðning við íþróttirnar. Mun fleiri sækja listsýningar ýmiskonar en íþróttaleiki. Langvinsælasta íþróttagreinin, knattspyrnan, dregur að þriðjung af þeim fjölda sem sækir leiksýningar í borginni, svo dæmi sé tekið.

 

2.

Við höfum hug á að brúa bilið milli listamanna og skóla. Það sem sagt er um hinar ýmsu listgreinar í aðalnámsskrá grunnskólanna virðist ekki vera uppfyllt. Við höfum hug á að vinna að hentugri og hagkvæmri lausn á málinu og stuðla að auknu samstarfi listamanna og skólafólks.

 

3.

Sjálfstæðu leikhúsin hafa, í samvinnu við Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, lagt fram tillögur að breyttu Tjarnarbíói. Stjórn BÍL styður þesssar tillögur heilshugar og telur að fyrir tiltölulega lítið fé mætti gera úr Tjarnarbíói eftirsóttan menningarstað í miðbænum.

 

4.

Tónlistarþróunarmiðstöð hefur verið starfrækt í borginni með prýðisárangri. Nú eru blikur á lofti. Stjórn BÍL hvetur til aðgerða svo að starfsemin leggist ekki með öllu af.

 

5.

Ásýnd borgarinnar mætti stórum bæta með átaki í því að setja skildi á hús sem tengjast menningarsögu Reykjavíkur. Tvö dæmi: “Hér bjó Sigvaldi Kaldalóns.” “Hér skrifaði Þórbergur Þórðarson Bréf til Láru.”

 

6.

Sjórn Félags Íslenskra Listdansara (FÍLD) hefur farið yfir Menningarstefnu Reykjavíkurborgar: meginmarkmið og leiðir, með tilliti til listdans og uppbyggingu hans innan borgarinnar.

Niðurstaða er eftirfarandi: af þeim 8 markmiðum sem sett eru fram í menningaráætluninni og 44 leiðum sem útlistaðar eru innan þeirra, eru aðeins tvær leiðir sem jákvæðar eru í garð listdansins.  Ljóst er að markmiðum menningarstefnunnar verður ekki náð meðan þessa ójafnvægis gætir í áætluninni.

FÍLD leggur til að farið verði í markvissa uppbyggingu á stefnumótun fyrir listdans í borginni og búin verði til áætlanagerð með skýrum markmiðum. Tilefnið er sterkt og býður FÍLD menningarmálanefnd því faglega aðstoð sína svo að vel megi til takast.

 

7.

Byggingarlist

Stjórn BÍL vill enn á ný þrýsta á borgina að ljúka vinnu við gerð umhverfisgæða-  og byggingalistastefnu Reykjavíkurborgar. Drög að gerð hennar lágu fyrir í mars 2004, en endanlegri gerð er enn ólokið. BÍL hvetur borgina til að sem víðtækast samráð verði haft um þá stefnu svo hún verði metnaðarfull og hafi auk þess hljómgrunn í samfélaginu. Við hvetjum til að stefna borgarinnar endurspegli metnaðarfullt samfélag sem vill að í allri

umhverfismótun borgarinnar komi fram jákvæð og skapandi manngildi.

Stjórn BÍL leggur til að borgin taki upp þá stefnu að líta á byggingar sem umhverfislistaverk og setji sér markmið í samræmi við það. Byggingar á hennar vegum uppfylli þannig hæstu gæðakröfur hvað varðar formsköpun, notagildi og efnisval.

Þá leggur stjórn BÍL til að almenn og opin samkeppni með hæfum dómendum og viðurkenndum leikreglum, þar sem leitað er eftir því besta sem samtíminn getur skapað, verði haldið um öll veigamikil umhvefislistaverk, þar með taldar allar byggingar, sem borgin  stendur fyrir.

Stjórn BÍL hvetur einnig til þess að stuðlað verði að því í auknum mæli að kennsla á grunnskólastigi um umhverfis- og byggingarlist verði efld í grunnskólum borgarinnar, en útgáfa kennslubókar þess efnis, “Byggingarlist í augnhæð”, er fyrirhuguð í ágúst 2007.

 

8.

Tónlistarhús

Aðalfundur BÍL, 24. janúar 2007, samþykkti ályktun þar sem fundurinn “lýsti yfir ánægju sinni með að hafin sé bygging tónlistarhúss í Reykjavík, sem víst er að muni enn efla hið blómlega tónlistarlíf í landinu.”

 

Fundur með Framsókn

Fulltrúar úr hópi frambjóðenda Framsóknarflokksins komu til fundar við stjórn BÍL þann 25. apríl 2007, Jón Sigurðsson, formaður og iðnaðarráðherra, og Sæunn Stefánsdóttir, ritari flokksins. Umræður voru fjörugar og opinskáar.

 

Punktar fyrir fund bandalagsins og frambjóðenda Framsóknarflokksins

Í Iðnó klukkan tólf á hádegi miðvikudaginn 25. april 2007.

Helstu mál sem stjórn Bandalagsins óskar að ræða um við frambjóðendur Framsóknarflokksins:

 

1. Starfslaun listamanna.

24. janúar sl. samþykkti aðalfundur BÍL ályktun þar sem skorað er á Alþingi að fjölga starfslaunum listamanna.

“Í heilan áratug hefur fjöldi starfslauna listamanna staðið í stað. Á sama tíma hefur flest annað tekið stórfelldum breytingum, til dæmis hefur þjóðinni fjölgað um 13% og landsmenn búið við hagvöxt og vaxandi velmegun.”

 

2. Stefna Framsóknarflokksins í menningarmálum.

s.s. fjárfestingar í listum, listuppeldi og listmenntun, nýsköpun í listum og atvinnulífi, skattamál s.s. höfundaskattur, skattaívilnanir til fyrirtækja v. framlaga til menningarmála.

 

3. Ýmis mál sem formenn hinna 14 aðildarfélag BÍL munu vilja nefna.

 

Fundur með sjálfstæðismönnum

Stjórn BÍL átti hádegisfund með þremur frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins, mánudaginn 16. apríl 2007. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, var í fararbroddi, en auk hennar komu Dögg Pálsdóttir og Sigurður Kári Kristjánsson á fundinn.

 

Punktar fyrir fund bandalagsins og frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins

Í Iðnó klukkan tólf á hádegi 23. april 2007.

Þetta tvennt var Bandalagi íslenskra listamanna efst í huga á fundinum með frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins:

 

1. Starfslaun listamanna.

24. janúar sl. samþykkti aðalfundur BÍL ályktun þar sem skorað er á Alþingi að fjölga starfslaunum listamanna.

“Í heilan áratug hefur fjöldi starfslauna listamanna staðið í stað. Á sama tíma hefur flest annað tekið stórfelldum breytingum, til dæmis hefur þjóðinni fjölgað um 13% og landsmenn búið við hagvöxt og vaxandi velmegun.”

 

2. Framlög til lista og menningarmála.

Ber að styðja íslenskar listir og menningu? Sé svarið jákvætt, þá hvernig?

 

Fundur með útvarpsstjóra

Páll Magnússon útvarpsstjóri sat hádegisfund með stjórn BÍL mánudaginn 19. mars. Hann útskýrði skipulagsbreytingar stofnunarinnar fyrir fundinum og svaraði spurningum um framtíðaráætlanir sínar.

Umræðupunktar á fundi Bandalags íslenskra listamanna með Útvarpsstjóra í Iðnó, mánudaginn 19. mars 2007, kl. 12.00

 

1. Sjónvarp

a) menning og listir

Formleg samskipti við kvikmyndageirann

Heimildamyndir frá sjálfstæðum framleiðendum

Aukning á leiknu efni

Útboð á leiknu efni

Talsetningar; aukning og útboð

Dansmyndagerð verði sjálfsagður þáttur í innlendri dagskrá

Fastir þættir um listir og menningu; víðtækari og dýpri umfjöllun um allar greinar

Vandaðir og fjölbreyttir þættir um tónlist

Þættir um íslenskt mál og málfar

 

b) Dagskrárstefna Sjónvarpsins í menningarmálum

Nýtt fyrirkomulag RUV; áhersluatriði þeirra sem helst koma að dagskrárstefnu

Viðhorf RUV til frumkvæðis utanaðkomandi aðila

Fréttamaður með (sér)þekkingu á menningarmálum

Listir og menning í Kastljósi

Viðhorfskannanir um hvað almenningur vill sjá – ekki aðeins áhorfsmælingar

Jafnræði með höfundum; Greint sé frá arkitekt bygginga þegar um þær er fjallað,     sbr. höfunda að bókum, myndum og tónlist

Listflutningur í lok frétta og kreditlistinn

 

2. Hljóðvarp

a) Rás 1

Útvarpsleikhúsið og framtíð þess

Tónleikar og upptökur með Sinfóníuhljómsveit Íslands

Upptökur af tónleikum

Stúdíóupptökur með íslenskri tónlist og eða ísl. flytjendum

Vandaðir þættir um tónlist

 

c) Rás 2

Íslensk tónlist leikin á Rás 2

Umfjöllun um íslenska tónlist

 

c) Dagskrárstefna Hljóðvarps  í menningarmálum

Nýtt fyrirkomulag RUV; áhersluatriði þeirra sem helst koma að dagskrárstefnu

Fréttamaður með sérþekkingu á menningarmálum

 

Aðalfundur BÍL

Aðalfundur Bandalags íslenskra listamanna var haldinn í Landnámssetrinu í Borgarnesi þann 20. janúar 2007. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum hélt Ágúst Einarsson rektor á Bifröst innblásinn fyrirlestur undir fyrirsögninni: Hvers vegna á að styðja við listir út frá hagrænu sjónarmiði?

 

Ályktanir aðalfundar BÍL,

Bandalags íslenskra listamanna,

í Borgarnesi 20. janúar 2007

 

Ályktun um nauðsyn þess að fjölga starfslaunum listamanna.

Í heilan áratug hefur fjöldi starfslauna listamanna staðið í stað. Á sama tíma hefur flest annað tekið stórfelldum breytingum, til dæmis hefur þjóðinni fjölgað um 16% og landsmenn búið við hagvöxt og vaxandi velmegun. Bandalag íslenskra listamanna skorar á alþingismenn að ráða á þessu bót.

 

Ályktun um menningarráðuneyti

Aðalfundur BÍL leggur til að stofnað verði sérstakt menningarráðuneyti. Margt bendir til þess að verðmætasköpun framtíðarinnar verði hvað mest í hinum skapandi atvinnugreinum – en alveg burtséð frá því er löngu tímabært að mikilvægi lista í íslensku samfélagi verði viðurkennt..

 

Ályktun um skattprósentu á tekjur af hugverkum

Bandalag íslenskra listamanna skorar á stjórnvöld að viðurkenna hugverk sem eign, er lúti sömu lögmálum og aðrar eignir á borð við húsnæði, hlutabréf og kvóta og beri samkvæmt því 10% fjármagnstekjuskatt.

 

Ályktun um menningarhlutverk Ríkisútvarpsins

Aðalfundur BÍL vill enn og aftur benda á menningarhlutverki Ríkisútvarpsins og hve mikilvægt það er að á vegum þess fari fram fjölbreytt íslensk dagskrárgerð og þá ekki síst vandað leikið efni.

Brýnt er einnig að Ríkisútvarpið leitist við að bregða ljósi á þá grósku sem ríkir í listsköpun landsmanna, og í því sambandi ber að fagna glæsilegum þáttum um íslenska tónlistarmenn sem nýlega hafa verið á dagskrá sjónvarpsins, auk stuttra þátta um myndlistarmenn. En betur má ef duga skal og það er ekki vansalaust að eini fasti þáttur sjónvarpsins um listir skuli hafa verið lagður niður og brýnt að ráðin verði bót á því sem bráðast.

Aðalfundurinn lýsir ánægju sinni með að sérstakur fréttamaður skuli nú sjá um menningarfréttir á rás eitt  í útvarpinu.

 

Ályktun um tónlistarhús

Aðalfundur BÍL lýsir yfir ánægju sinni með að hafin sé bygging tónlistarhúss í Reykjavík, sem víst er að muni enn efla hið blómlega tónlistarlíf í borginni.

Page 38 of 40« First...102030...3637383940