Skýrsla formanns FÍT fyrir árið 2009. Stjórn F.Í.T. var endurkjörin á aðalfundi félagsins haldinn 10. júní 2009.

 

Kristín Mjöll Jakobsdóttir, formaður, Guðríður St. Sigurðardóttir, varaformaður, Þórir Jóhannsson, gjaldkeri, Hallveig Rúnarsdóttir, ritari, Jón Sigurðsson, meðstjórnandi.

Varastjórn: Sólveig Anna Jónsdóttir, Daníel Þorsteinsson, Vigdís Klara Aradóttir

  • Félagar í F.Í.T. eru nú 156, einleikarar, einsöngvarar og stjórnendur.

Félagið sinnir ýmsum hagsmunamálum félagsmanna og hefur umsjón með listrænum samstarfsverkefnum við ýmissa aðila. Fréttabréf og tilkynningar eru send rafrænt og erlendum samskiptum sinnt eftir föngum. Fjöldi nefndarstarfa fylgir formanns- og stjórnarstörfum. Félagið hefur aðstöðu í húsnæði FÍH að Rauðgerði 27 síðan 2006.

Félagið heldur úti heimasíðu www.fiston.is. Þar eru birtar fréttir og upplýsingar um verkefni og styrki ásamt auglýsingum sem varða félagsmenn og listalífið almennt.

Ársfundur Norrænu einleikarasamtakanna, Nordisk solistråd, var haldinn í Þórshöfn í Færeyjum 6.-7. nóvember síðastliðinu. Formaður sótti fundinn en með í för var Páll Eyjólfsson gítarleikari sem kom fram fyrir hönd FÍT á árlegum NordSol tónleikum sem eru samnorrænir tónleikar allra félaganna sex sem aðild eiga að ráðinu. Þetta var í fyrsta sinn sem hið tveggja ára Einleikarafelag Føroya efndi til fundar en það fékk formlega inngöngu í ráðið árið 2008.

Á þessu nýja ári 2010 er komið að FÍT að halda ársfund Nordisk solistråd á Íslandi. Félagið fagnar einnig 70 ára afmæli á árinu og af þessu tilefni hvoru tveggja verður haldin lítil tónlistarhátíð 10.-12. júní í tengslum við ársfundinn, í samvinnu við Norræna húsið og með styrk frá Norrænu menningargáttinni.

 

Hljómdiskasjóður FÍT.

Félagið veitir styrki af því fé sem úthlutað er af SFH fyrir leikna tónlist í fjölmiðlum. Árlegar eru veittir eftir föngum 2-5 styrkir til hljómdiskaútgáfu.

Á árinu 2009 voru veittir 2 styrkir.

 

Listræn samstarfsverkefni FÍT:

  • Tónleikar á landsbyggðinni

Verkefnið er í samstarfi við FÍH með styrk úr Tónlistarsjóði. Verkefnisstjóri annast umsýslu styrksins sem greiðir hluta þóknunar flytjenda á tónleikum á landsbyggðinni. Samstarf er við rúmlega 30 sveitarfélög og tónlistarfélög. Verkefnisstjóri er nú Vigdís Klara Aradóttir. 11 tónlistarhópar og einleikarar fengu úthlutun á árinu 2009. Nokkur samdráttur varð á árinu vegna fjárhagserfiðleika samstarfsaðila en brugðist var við því með ýmsum hætti.

 

  • Tónleikaröð í Norræna húsinu, Klassík í Vatnsmýrinni

Farsælt samstarf við Norræna húsið hófst í byrjun árs 2009 en árið áður var tónleikaröðin á Kjarvalsstöðum. Stefnt er að fernum tónleikum á ári, tvennum með íslenskum flytjendum og tvennum með norrænum eða alþjóðlegum flytjendum, t.d. í samvinnu við aðildarfélög Nordisk solistråd. Árið 2010 verður boðið ítölskum aðilum boðið til tónleikahalds og samstarfs.

Norræn samvinna um tónleikahald er atriði sem F.Í.T. hefur lagt ríka áherslu á í samstarfi sínu við aðildarfélögin í Nordisk solistråd. Fyrir tilstilli F.Í.T. er komið á fast tónleikahald, NordSol tónleikar, í tengslum við árlega fundi Nordisk solistråd þar sem einleikarar frá öllum aðildarfélögum koma fram. Fundirnir eru haldnir til skiptis í aðildarlöndunum.

Nú er einnig hafið samstarf um skipti á einleikurum milli tónleikaraða félaganna. Þetta felur í sér að á árinu 2009 komu bæði finnskir og danskir einleikarar til Íslands og héldu tónleika í Norræna húsinu í tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni. Félagið naut styrks frá Norræna menningarsjóðnum vegna norrænu tónleikanna í ár ásamt tónleikum sem efnt var til úti á landi með sömu listamönnum. Íslenskir einleikarar , Duo Nordica, fóru í staðinn til Finnlands og héldu tónleika í Sellosali í tónleikaröð finnska einleikarafélagsins, Suomi solistiyhdistys. Einnig er gert ráð fyrir að íslenskir einleikarar fari til Danmerkur á árinu 2010.

Félagsmönnum aðildarfélaganna býðst að sækja um lausar vikur í íbúð Norsk Tonekunstnersamfund í Berlín gegn sanngjörnu verði.

 

  • Samstarf við Gerðuberg

10 ára samstarfi um Dag hljóðfærisins í samstarfi við Menningarmiðstöðina Gerðuberg með styrk frá Reykjavíkurborg lauk 26. október 2008. Stefnt er að áframhaldandi samstarfi við Menningarmiðstöðina Gerðuberg á næstu árum, nú með áherslu á verkefni fyrir börn.

 

Nefndir og ráð sem FÍT á aðild að:

  • Bandalag íslenskra listamanna
  • Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda
  • Samtónn
  • Íslensku tónlistarverðlaunin
  • Tónlistarráð
  • Tónlist fyrir alla
  • Samtök um byggingu tónlistarhúss
  • Listahátíð
  • Nordisk Solistråd