Author Archives: vefstjóri BÍL

Open Call

The Danish Arts Counsil, in cooperation with BÍL,  invites applications from 4 professional artists for the project Nordic Artists with Multicultural Background.  Artists from a total of 5 Nordic countries are going to think through an artist workshop in Copenhagen and an artistic summit in Iceland on how their background has a place in the Nordic artistic landscape. The artists are recruited through the Danish Arts Council and the Council’s sister organizations in the Nordic countries. For question or more information contact Hlín Behrens leader of the project in Iceland  at bil@bil.is or via phone +354-6974560 before the 15th. of january.

Listþing 2018

Laugardaginn 24. Október mun Bandalag íslenskra listamanna standa fyrir málþingi ásamt Menningar- og menntamálaráðuneytinu.
Við ætlum okkur á þessu listþingi að fjalla um kjör listamanna á breiðum grundvelli, Starfslauna- og verkefnsajóðina, gildi þeirra og virði, áhrif sjóðana á kjör og samningsstöðu listamann, viðhorf til starfs listamannsins og verðmæti listarinnar, hver og hvernig er greitt fyrir það verðmæti.
Þetta eru mikilvægar spurningar og vonandi geta listamenn lagt grunninn að samtali um starfsumhverfið sitt með þessu samtali.
Þingið verður haldið í Iðnó, Vonarstræti 4 og stendur frá klukkan 10:00 til 15:00
Í lok þingsins munum við svo skála í tilefni af 90 ára afmælis Bandalg íslenskra listamanna og óska okkur til hamingju með þann áfanga.
Þingið er öllum listamönnum opið en skráning fer fram á slóðinni hér fyrir neðan.

Skrá sig hér

 

Starfslaun listamanna 2019

Rannís hefur opnað fyrir umsóknir um starfslaun fyrir 2019. Umsóknarfrestur er til 1 okt. allar nánari upplýsingar er að finna á vef Rannís.

https://www.rannis.is/frettir/starfslaun-listamanna-2019

Auglýst eftir forstöðumanni Skaftfells

Skaftfell, myndlistarmiðstöð Austurlands, auglýsir eftir einbeittum, sjálfstæðum og drífandi forstöðumanni.

Hæfniskröfur: krafist er góðrar fagþekkingar á innlendum sem erlendum myndlistarheimi, reynsla á sviði menningarstjórnunar, þekking og reynsla af menningarmálum almennt mikilvæg, færni í mannlegum samskiptum auk góðra forystu- og skipulagshæfileika.

Umsóknarfrestur er til 20.ágúst.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu skaftfells á slóðinni :

Auglýst eftir forstöðumanni

Samningur við Bandalag Kínverskra listamanna

Föstudaginn 1. Júní undirrituðu CFLAC  (China Federation of Literary and Art Circles) og Bandalag íslenskra listamanna samning um samstarf á vetvangi listamanna þjóðanna tveggja.

Samningurinn var undirritaður í Snorrabúð, tónleikasal Söngskólans í Reykjavík, og felur í sér viljayfirlýsingu um samstarf listamanna þjóðanna og að samtökin greiði fyrir samvinnu þeirra. Þegar hafa verið tekin skref á grundvelli þessa samstarfs með tónleikahaldi Kínverskara og Íslenskra tónlistarmanna í Hörpunni 2. Júní og áætlunum um tónleikahald á Íslandi í október næst komandi. Kínversku samtökin CFLAC hafa svo boðið Íslenskum tónlistarmönnum þátttöku á tónlistarhátíð í Kína árið 2019.

Væntir BÍL þess að flestar greinar lista geti notið góðs af þessum samningi á komandi árum, t.d. á sviði kvikmyndagerðar þar sem áhugi er mikill í Kína svo ekki sé minnst á mökuleikana sem felast í þessum gríðarlega stóra markaði.

Bakland Listaháskóla Íslands kallar eftir framboði í stjórn LHÍ

Óskað er eftir framboðum til stjórnar Listaháskóla Íslands.

Bakland Listaháskóla Íslands auglýsir eftir framboðum til stjórnar Listaháskóla Íslands. Bakland Listaháskóla Íslands skipar þrjá fulltrúa af fimm í stjórn Listaháskólans og kjörtímabil hvers stjórnarmanns er þrjú ár. Kosið er um eitt sæti stjórnarmanns og eins til vara ár hvert.

Stjórnin stendur vörð um hlutverk skólans og gætir þess að starfsemin þjóni settum markmiðum. Hún ber ábyrgð á rekstri, fjárhag, eignum og ákvarðar skólagjöld. Stjórnin ræður jafnframt í stöðu rektors. Stjórnarfundir eru að jafnaði mánaðarlega og er stjórnarsetan launuð.

Við ákvörðun um fulltrúa í stjórn LHÍ skal haft í hávegum að téðir fulltrúar skuli vera starfandi og/eða viðurkenndir lista- eða fræðimenn á fagsviðum LHÍ. Fulltrúar menningarstofnana og atvinnulífs eru jafnframt gjaldgengir til setu í stjórn LHÍ.

Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af stjórnun eða stjórnarsetu.

Frambjóðendur skulu ekki hafa hagsmuni af rekstri skólans, sbr. skipulagsskrá Listaháskóla Íslands og starfsreglur stjórnar Listaháskóla Íslands. Að jafnaði skal ráð fyrir því gert, að stjórnarmenn sitji að hámarki tvö kjörtímabil í röð í stjórn LHÍ. Leitast skal við eins og kostur er að fulltrúar Baklandsins í stjórn LHÍ endurspegli fræðasvið skólans.

Framboð skulu berast á netfangið baklandsstjorn@lhi.is með upplýsingum um menntun og fyrri störf fyrir 20. apríl 2018

Núverandi stjórn skipa Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri miðlunar og markaða hjá Símanum, stjórnarformaður og Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi sem skipuð eru af menntamálaráðherra og Halla Helgadóttir hönnuður, varaformaður, Rúnar Óskarsson, tónlistarmaður og Ólafur S. Gíslason myndlistamaður sem eru fulltrúar Baklandsins.  

Kjörtímabili Höllu er að ljúka. Varamenn Baklandsins í stjórn eru Tinna Lind Gunnarsdóttir, leikkona, Þuríður Jónsdóttir, tónlistarmaður og Sindri Páll Sigurðsson, iðnhönnuður.

 

Styrkir á vegum Eystrasaltsráðsins (CBSS)

Þann 31. mars rennur út umsóknarfrestur til verkefna á vegum Eystrasaltsráðsins (CBSS) til eflingar menningar- og samstarfs meðal aðildarlanda ráðsins. Nánar er hægt að kynna sér sjóðin og skilyrði verkefnanna hér: http://www.cbss.org/psf/

List fyrir alla auglýsir eftir verkefnum fyrir næsta skólaár

List fyrir alla auglýsir eftir umsóknum um listviðburði eða verkefni á sviði barnamenningar fyrir grunnskólabörn.

List fyrir alla er barnamenningarverkefni á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis, sem ætlað er að miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.

Starfandi listamenn sem og stofnanir og aðrir lögaðilar er sinna barnamenningu á einhvern hátt geta sótt um. Umsóknarfrestur er til 19. mars nk.

Mat á umsóknum
Valnefnd metur umsóknir og gildi þeirra með hliðsjón af því hvernig þær falla að markmiðum verkefnisins List fyrir alla. Listviðburðir og verkefni skulu í öllum tilvikum vera unnin af metnaði og af fagfólki. Við mat á umsóknum er valnefnd heimilt að leita umsagnar, gerist þess þörf.

Ákvörðun um úthlutun mun liggja fyrir eigi síðar en 4. maí 2018.

Umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi hér á heimasíðu List fyrir alla undir UMSÓKN.

MofR þakkar fráfarandi forseta BÍL

Mánudaginn 12. febrúar var haldinn 298. fundur menningar- og ferðamálaráðs.
Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.31. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét M. Norðdahl, Stefán Benediktsson, Marta Guðjónsdóttir, Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Magnús Sveinn Helgason. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina: Bergþór Smári Pálmason Sighvats. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Rannveig Grétarsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Signý Pálsdóttir, Arna Schram og Inga María Leifsdóttir sem ritaði fundargerð.

Kolbrún Halldórsdóttir tilkynnir að hún láti af störfum sem forseti Bandalags íslenskra listamanna frá og með næsta laugardegi, og láti þar með af störfum sem áheyrnarfulltrúi í ráðinu.
Menningar- og ferðamálaráð leggur fram eftirfarandi bókun:
Kolbrún Halldórsdóttir lætur af störfum sem forseti Bandalags íslenskra listamanna nk. laugardag. Menningar- og ferðamálaráð þakkar henni mikilvægt framlag sem rödd listamanna á fundum ráðsins í átta ár, sem áheyrnarfulltrúi BÍL í ráðinu, sem og fyrir samstarfið allt. Ráðið óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Fundið slitið kl. 15:53

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Þórgnýr Thoroddsen                    Margrét Norðdahl
Stefán Benediktsson                     Marta Guðjónsdóttir
Herdís Anna Þorvaldsdóttir        Magnús Sveinn Helgason

Forsetaskipti


Á aðalfundi BÍL 17. febrúar fór fram forsetakjör, svo sem lög gera ráð fyrir, en forseti BÍL er kjörinn á aðalfundi til tveggja ára í senn.  Kolbrún Halldórsdóttir, sem gegnt hefur embætti forseta síðan í janúar 2010, gaf að þessu sinni ekki kost á sér til endurkjörs. Tveir voru í framboði Erling Jóhannesson og Hlín Agnarsdóttir. Það var Erling sem hlaut kosningu sem næsti forseti BÍL. Þakkaði hann stuðninginn og hét trúmennsku í störfum sínum fyrir BÍL. Þá þakkaði Kolbrún stjórn BÍL fyrir samstarfið sl. átta ár. Var gerður góður rómur að orðum forsetanna tveggja og þeim klappað lof í lófa.

Page 3 of 4112345...102030...Last »