Fundir

Aðalfundur BÍL 2018 – Dagskrá

Þann 15. janúar sl. var aðildarfélögum BÍL sent boð um aðalfund BÍL 2018. Fundurinn verður haldinn laugardaginn 17. febrúar nk. í Iðnó og hefst kl. 11:00. Það er ákvörðun stjórnar að í þetta sinn skuli ekki haldið málþing í tengslum við fundinn heldur stefnt að málþingi um málefni höfunda- og flytjendaréttar í mars nk.

Dagskrá aðalfundarins verður sem hér segir:

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
 2. Lögmæti fundarins kannað og staðfest
 3. Fundargerð síðasta aðalfundar
 4. Skýrsla forseta um starf BÍL 2017
 5. Ársreikningar 2017
 6. Lagabreytingar
 7. Kosning forseta
 8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
 9. Starfsáætlun 2018
 10. Önnur mál

Stjórn BÍL leggur fyrir fundinn tillögur að lagabreytingum sem fylgja dagskrá þessari, en samkvæmt 10. gr. laga BÍL þarf að senda slíkar tillögur út með dagskrá og eigi síðar en tveimur vikum fyrir fundinn.

Um aðalfund BÍL fer skv. lögum Bandalagsins, sem eru aðgengileg á heimasíðunni. Minnt er á að auk stjórnarmanns getur hvert aðildarfélag tilnefnt fjóra fulltrúa til setu á aðalfundinum með atkvæðisrétt, þannig að hvert aðildarfélag fer með fimm atkvæði. Sambandsfélag getur að auki tilnefnt einn fulltrúa fyrir hvert sjálfstætt starfandi félag innan sambandsins. Þess er óskað að tilkynningar um fulltrúa með atkvæðisrétt séu sendar forseta a.m.k. viku fyrir fundinn. Til áréttingar þá eiga allir félagsmenn aðildarfélaganna rétt til setu á fundinum með málfrelsi og tillögurétt, því er hvatt til þess að almennum félögum sé kynnt dagsetning og dagskrá fundarins með góðum fyrirvara og hann auglýstur á heimasíðum aðildarfélaganna.

Lagabreytingartillögur stjórnar eru eftirfarandi:

6. grein um aðalfund BÍL

2. mgr. 6. gr. laga BÍL er svohljóðandi:
Aðalfundur skal haldinn fyrir 15. febrúar ár hvert, samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar.

Tillaga að breyttri 2. mgr. 6. gr. er eftirfarandi:
Aðalfundur skal haldinn fyrir lok febrúar ár hvert, samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar.

6.mgr. 6. greinar laga BÍL er svohljóðandi:
Atkvæðisréttur aðildarfélaga er háður því að félag hafi greitt árstillag (sbr. 8. gr.) vegna nýliðins árs fyrir boðaðan aðalfund

Tillaga að breyttri 6. mgr. 6. greinar er eftirfarandi:
Atkvæðisréttur aðildarfélaga er háður því að félag hafi greitt árstillag starfsársins (sbr. 8. gr.) fyrir boðaðan aðalfund.

 8. mgr. 6. gr. laga BÍL er svohljóðandi:
Hvert aðildarfélag skal skila skriflegri greinargerð um starfsemi sína og tilnefningu fulltrúa a.m.k. hálfum mánuði fyrir aðalfund, ásamt félagatali.

Tillaga að breyttri 8. mgr. 6. gr. laga BÍL í ljósi breyttra starfshátta:
Viku fyrir aðalfund tilnefnir hvert aðildarfélag atkvæðisbæra fulltrúa til setu á aðalfundi.

10. mg. 6. gr. laga BÍL er svohljóðandi:
Á aðalfundi skulu lagðir fram endurskoðaðir reikningar BÍL, ásamt skýrslum formanna og forseta um starfið á liðnu ári.

Tillaga að breyttri 10. mg. 6. gr. laga BÍL er eftirfarandi:
Á aðalfundi skulu lagðir fram endurskoðaðir reikningar BÍL og skýrsla forseta um starfið á liðnu ári.

6. grein breytt mun því hljóða svo:
Aðalfundur BÍL fer með æðsta ákvörðunarvald í málefnum BÍL.

Aðalfundur skal haldinn fyrir lok febrúar ár hvert, samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar.
Aðalfund skal boða skriflega með a.m.k. mánaðar fyrirvara og dagskrá skal send út eigi síðar en tveim vikum fyrir boðaðan aðalfund.

Auk stjórnarmanns getur hvert aðildarfélag tilnefnt fjóra fulltrúa til setu á aðalfundi með atkvæðisrétt, þannig að hvert aðildarfélag hefur fimm atkvæði.
Þegar um sambandsfélög er að ræða, geta þau auk þess tilnefnt einn fulltrúa fyrir hvert sjálfstætt starfandi félag innan síns sambands.
Atkvæðisréttur aðildarfélaga er háður því að félag hafi greitt árstillag starfsársins (sbr. 8. gr.) fyrir boðaðan aðalfund.
Allir félagsmenn aðildarfélaganna hafa rétt til setu á aðalfundi með málfrelsi og tillögurétt.

Viku fyrir aðalfund tilnefnir hvert aðildarfélag atkvæðisbæra fulltrúa til setu á aðalfundi.
Tillögur að lagabreytingum skulu berast stjórn a.m.k. þremur vikum fyrir boðaðan aðalfund.

Á aðalfundi skulu lagðir fram endurskoðaðir reikningar BÍL og skýrsla forseta um starfið á liðnu ári.
Þá leggur stjórnin fyrir aðalfund  tillögu að starfsáætlun BÍL fyrir næsta starfsár og ályktanir til samþykktar.

Forseti og tveir félagslegir skoðunarmenn reikninga skulu kosnir á aðalfundi til tveggja ára í senn.
Forseti skal kosinn sérstaklega, bundinni kosningu og skal tillaga að forsetaefni berast stjórn a.m.k. viku fyrir boðaðan aðalfund.
Fái enginn hreinan meirihluta greiddra atkvæða, skal kjósa aftur milli þeirra sem flest atkvæði hlutu.
Kosningin skal vera skrifleg.
Aðalfundur telst löglegur, ef löglega er til hans boðað og að minnsta kosti helmingur aðildarfélaganna sendir fulltrúa á fundinn.

7. grein um stjórn BÍL

Ný mgr. bætist við 7. gr og verður 11. mgr.:
Hver stjórnarmaður skilar árlega greinargerð um starfsemi síns félags til birtingar á heimasíðu BÍL.

7. grein breytt mun því hljóða svo:
Stjórnin starfar í umboði aðildarfélaganna og fer með öll sameiginleg mál.

Forseti boðar til og stjórnar almennum stjórnarfundum og leggur fyrir þau mál, sem ræða skal.
Almennir stjórnarfundir skulu haldnir a.m.k. fjórum sinnum á ári.
Stjórnin kýs ritara og gjaldkera, en að öðru leyti skiptir hún með sér verkum.
Stjórn hefur heimild til að ráða sérstakan framkvæmdastjóra og skal hún þá setja honum starfsreglur.
Stjórnin ber ábyrgð á fjárreiðum félagsins og er henni heimilt að leggja út í hvern þann kostnað sem þurfa þykir á hverjum tíma, og fjárhagur BÍL leyfir.
Forseti kemur fram fyrir hönd BÍL út á við og gagnvart stjórnvöldum.
Forseti getur tilnefnt hvern, sem er úr stjórn sem sinn staðgengil og til að sinna einstökum málum, að fengnu samþykki stjórnar.
Geti stjórnarmaður ekki sótt stjórnarfund skal hann boða varamann í sinn stað.
Ef tveir eða fleiri stjórnarmenn fara fram á almennan stjórnarfund og tilgreina ástæðu, skal forseti boða hann svo fljótt sem við verður komið.
Hver stjórnarmaður skilar árlega greinargerð um starfsemi síns félags til birtingar á heimasíðu BÍL.

8. grein um árstillag aðildarfélaga 

8.gr. er núna svona:
Sérhverju aðildarfélagi ber að innheimta hjá félagsmönnum árstillag, sem nemur kr. 450.- m.v. verðlag í janúar 2014, til sameiginlegrar starfsemi BÍL. Árstillagið tekur breytingum m.v. vísitölu neysluverðs.

Tillaga að breyttri 8. grein:
Sérhverju aðildarfélagi ber að innheimta hjá greiðandi félagsmönnum árstillag, sem nemur kr. 500.-  m.v. verðlag í janúar 2018, til sameiginlegrar starfsemi BÍL. Árstillagið tekur breytingum m.v. vísitölu neysluverðs.

8. grein breytt mun því hljóða svo:
Sérhverju aðildarfélagi ber að innheimta hjá greiðandi félagsmönnum árstillag, sem nemur kr. 500.-  m.v. verðlag í janúar 2018, til sameiginlegrar starfsemi BÍL. Árstillagið tekur breytingum m.v. vísitölu neysluverðs.

Aðalfundur BÍL 2018

Aðalfundur BÍL – Bandalags íslenskra listamanna 2018, verður haldinn laugardaginn 17. febrúar í Iðnó og hefst hann kl. 11:00.  Í þetta sinn verður ekki haldið málþing í tengslum við fundinn heldur er stefnt að málþingi um málefni höfunda- og flytjendaréttar í mars.

Um aðalfund BÍL fer skv. lögum Bandalagsins, sem eru aðgengileg á heimasíðunni. Minnt er á að auk stjórnarmanns getur hvert aðildarfélag tilnefnt fjóra fulltrúa til setu á aðalfundinum með atkvæðisrétt, þannig að hvert aðildarfélag fer með fimm atkvæði. Sambandsfélag getur að auki tilnefnt einn fulltrúa fyrir hvert sjálfstætt starfandi félag innan sambandsins. Þess er óskað að tilkynningar um fulltrúa með atkvæðisrétt séu sendar forseta a.m.k. viku fyrir fundinn. Til áréttingar þá eiga allir félagsmenn aðildarfélaganna rétt til setu á fundinum með málfrelsi og tillögurétt, því er hvatt til þess að almennum félögum sé kynnt dagsetning fundarins með góðum fyrirvara og hann auglýstur á heimasíðum aðildarfélaganna.

Dagskrá fundarins ásamt tillögu stjórnar að lagabreytingum og starfsáætlun 2018 verður send út a.m.k. tveimur vikum fyrir fundinn.

Lifað af listinni – Höfundaréttarstefna – Til hvers…?

BÍL heldur áfram að fjalla um höfundaréttarmálefni og hefur nú blásið til málþings undir yfirskriftinni Lifað af listinni. Málþingið er haldið í samstarfi við samstarfshóp höfundaréttarsamtaka og fjallar um nauðsyn þess að móta stefnu í málefnum höfundaréttar, á sama hátt og mótuð hefur verið stefna í málefnum hugverkaréttar, en hún leit dagsins ljós um mitt ár 2016. Málþingið er hið þriðja í röð funda um málefni tengd höfundarétti, sem BÍL og samstarfshópurinn skipuleggja. Nú er spurt: Höfundaréttarstefna – Til hvers…? Málþingið verður haldið í Norræna húsinu 22. september nk.  Dagskráin verður sem hér segir:

Kl. 13:00    Setning og inngangserindi
Rán Tryggvadóttir formaður höfundaréttarnefndar

Kl. 13:20    Hugverkastefna á sviði iðnaðar 2016
Brynhildur Pálmarsdóttir lögfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

Kl. 13.40     Höfundaréttarstefna – Markmið og leiðir
Kolbrún Halldórsdóttir forseti Bandalags íslenskra listamanna

Kl. 13.50     Kaffihlé

Kl. 14:10     Vinnuhópar; unnið verður á borðum og skiptast þátttakendur í  grófum dráttum eftir listgreinum

Kl. 14.50     Niðurstaða vinnuhópa kynnt

Kl. 15:15     Hringborðsumræður; viðbrögð við niðurstöðum hópanna.
Þátttakendur: Jón Vilberg Guðjónsson skrifstofustjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti, Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri STEFs og Brynhildur Pálmarsdóttir ásamt Vilhjálmi Árnasyni og Andrési Inga Jónssyni þingmönnum frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

Kl. 16:00     Þingslit

Fundarstjóri verður Rán Tryggvadóttir

Málþing um atvinnutækifæri listamanna utan höfuðborgarinnar

 

 

 

 

 

Leiklistarhátíðin ACT ALONE og Bandalag íslenskra listamanna  halda málþing um atvinnutækifæri listamanna utan höfuðborgarinnar á Suðureyri við Súgandafjörð  föstudag 11. águst 2017, kl. 16:00 – 18:00 

Þegar fjallað er um atvinnulífið í opinberum skýrslum eða rannsóknum félagsvísindanna koma oftar en ekki í ljós veikleikar sem flestir virðast sammála um að þurfi að lagfæra. Þar er áberandi einhæfni atvinnulífsins, sérstaklega á dreifbýlli svæðum, og lögð áhersla á mikilvægi þess að aukið verði við fjölbreytnina, enda almennt talið að kraftmikið og fjölbreytt atvinnulíf sé grundvöllur þess að ungt fólk vilji setjast að á landsbyggðinni.

En viðleitni stjórnvalda til að hafa áhrif á kraftinn og fjölbreytnina í atvinnulífinu hefur ekki skilað ásættanlegum árangri fram til þessa. Ýmsar leiðir til úrbóta hafa verið kannaðar og undanfarið hefur mátt greina sameiginlegar áherslur stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, þar sem horft hefur verið til möguleika nýsköpunar, rannsókna og þróunar. Í því sambandi er oftar en ekki vísað til þess geira atvinnulífsins sem kallaður hefur verið SKAPANDI GREINAR. Listamenn hafa staldrað við framsetningu stjórnvalda á hugmyndum um eflingu SKAPANDI GREINA og telja óljóst hvort LISTIRNAR tilheyri því mengi sem þar er vísað er til. En í öllu falli blasir það við að kraftmikið og fjölbreytt atvinnulíf er sameiginlegt viðfangsefni stjórnvalda og atvinnulífsins og í ljósi þess að listamenn bera uppi hluta þess geira sem telst til SKAPANDI GREINA hafa Bandalag íslenskra listamanna og leiklistarhátíðin ACT ALONE ákveðið að efna til málþings þar sem horft verður til listgreinanna sem burðarstoða í fjölbreyttu atvinnulífi og skoðaðir möguleikar listamanna til að starfa á atvinnugrundvelli utan höfuðborgarsvæðisins.

Frummælendur á málþinginu verða
Jón Páll Eyjólfsson leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar,
Karna Sigurðardóttir forstöðumaður​ Menningarstofu Fjarðabyggðar og
Einar Þór Gunnlaugsson leikstjóri.
Auk þeirra verða þátttakendur í pallborðsumræðum
Teitur Björn Einarsson allþingismaður og
Elfar Logi Hannesson leikari og stjórnandi hátíðarinnar Act Alone.
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Gísli H. Halldórsson setur þingið og fundarstjóri er
Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna.

Lifað af listinni

lal

 

 

BÍL, FJÖLÍS, STEF, MYNDSTEF og IHM boða til málþings um höfundarrétt í Iðnó 18. mars nk. Boðið verður upp á kaffi, te og með því. Málþingið byggir á stuttum erindum um nokkra veigamikla þætti höfundaréttar, sem eru ofarlega á baugi um þessar mundir. Einnig verða umræður á borðum og í pallborði í lok dags.

 1. Eintakagerð til einkanota
  Gunnar Guðmundsson, formaður IHM og framkvæmdastjóri SFH.
 1. Virði verka á vefnum
  Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs
 1. Samningskvaðir – frábær leið til aukins aðgengis
  Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri FJÖLÍS
 1. Ný tilskipun Evrópusambandsins um umsýslu með höfundarétti
  Vigdís Sigurðardóttir lögmaður
 1. Menningararfurinn og mikilvægi fræðslu um höfundarétt
  Knútur Bruun, fyrrv. stjórnarformaður MYNDSTEFs
 1. Hringborðsumræður með fulltrúum þingflokkanna
  – sýn löggjafans á framtíð höfundaréttar.

Málþingsstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir forseti BÍL

Gunni og Felix krydda umræðuna með innskotum um inntak höfundaréttar og það hvernig listafólki gengur að lifa af listinni.

Helga Páley teiknari mun mynd-túlka (teikna) málþingið, túlka helstu lykilsetningarnar og stemninguna. Hægt verður að kynna sér afraksturinn í kaffihléi og að málþinginu loknu.

Þá munu gestir taka virkan þátt í málþinginu, því að erindum loknum verða umræður á borðum.

Fundað með stjórn listamannalauna

Stjórn BÍL fundaði með stjórn Listamannalauna 27. janúar 2014. Frásögn af fundinum fer hér á efir: 

Mættir voru úr stjórn BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir forseti, Kristín Steinsdóttir RSÍ, Tinna Grétarsdóttir FÍLD, Jakob Frímann Magnússon FTT, Jón Páll Eyjólfsson FLÍ, Björn Th. Árnason FÍH, Kjartan Ólafsson TÍ, Gunnar Guðbjörnsson og Hallveig Rúnarsdóttir FÍT, Rebekka Ingimundardóttir FLB, Margrét Örnólfsdóttir FLH og Hrafnhildur Sigurðardóttir SÍM sem jafnframt var fundarritari.

Mættir voru fyrir hönd stjórnar Listamannalauna: Birna Þórðardóttir formaður, Margrét Bóasdóttir og Unnar Örn Jónasson Auðarson.

Kolbrún Halldórsdóttir setti fundinn og þakkaði fyrir tækifærið sem stjórnirnar fengju með þessum fundi til að eiga uppbyggileg samskipti um reynsluna af gildandi fyrirkomulagi og hugmyndir um það sem betur mætti fara.  Fyrir fundinum lá minnisblað sem stjórn listamannalauna hafði útbúið fyrir fundinn og gaf Kolbrún Birnu Þórðardóttur formanni stjórnar Listamannalauna orðið. Birna fór yfir skjöl sem stjórn lml hefur sent Kolbrúnu og Kolbrún hefur þegar áframsent til formanna aðildarfélaganna. Í þessum gagnapakka eru lög og reglur um listamannalaun, stjórnsýslulög og leiðbeiningar sem fulltrúar í úthlutunarnefndum fá í hendurnar í byrjun nefndarsetu.

 1. Reynslan af breytingunum 2012.  Birna sagði frá tildrögum þess að launsjóðirnir voru opnaðir og gefið var tækifæri á því að sækja um laun þvert á sjóði. Með breytingunni hefur starf úthlutunarnefndanna orðið umfangsmeira, þær hafa orðið að hittast innbyrðis og bera saman bækur meira en áður var. Æskilegt væri ef reynslan af þessu breytta fyrirkomulagi væri rædd í hópi listamanna og miðlað til stjórnar lml, þannig gæti hún betur gert sér grein fyrir áhrifum breytinganna.
 2. Reynslan af yfirfærslu umsýslu sjóðanna til Rannís.  Á síðasta ári var umsýsla launasjóðanna og umsóknarferli fært til Rannís. Rannís hefur hingað til séð um umsóknir rannsóknarstyrkja og ljóst að sníða þarf einhverja vankanta af kerfinu til að það þjóni launasjóðum listamanna til fullnustu. T.d. þarf að breyta frágangi á umsóknareyðublöðunum og leysa nokkur tæknileg vandamál, sem upp komu við fyrstu úthlutun. RSÍ hefur þegar sent stjórn lml athugasemdir sem bárust frá félagsmönnum og eru þær til skoðunar. Ef fleiri félög hafa athugasemdir við tæknilega þætti umsóknanna þá vill stjórn lml gjarnan fá upplýsingar um það.
 3. Reynslan af tilfærslu umsóknarfrests fram í september, þannig að úthlutun geti farið fram strax eftir áramót. Aðildarfélög eru almennt ánægð með það að umsóknarfrestur hafi verið færður fram svo að umsóknarferli sé lokið fyrir jól og hægt sé að úthluta í byrjun árs.
 4. Hæfi/vanhæfi nefndarmanna. Eins og fjallað hefur verið um á stjórnarfundum BÍL áður þá er nokkuð um að nefndarmenn í úthlutunarnefndum launasjóðanna séu vanhæfir vegna tengsla við umsækjendur eða þeir eiga jafnvel sjálfir aðild að umsóknum. Birna benti á að í þessari umsóknarlotu hafi einungis verið tvær nefndir sem ekki þurfti að breyta vegna vanhæfis nefndarmanna. Stjórnir aðildarfélaganna, sem tilnefna í úthlutunarnefndirnar þurfa að ítreka hæfisreglur við sitt fólk í næsta tilnefningaferli. Æskilegt væri að fulltrúar félaganna í úthlutunarnefndum reyndu að átta sig á mögulegu vanhæfi sínu fyrirfram.  Stjórn lml telur ákjósanlegt að það myndaðist samfella í setu í nefndinni, þ.e. að ekki hverfi allir þrír nefndarmenn á braut á sama tíma.  Þá var nokkuð rætt um snautlega lága þóknun fyrir störf í úthlutunarnefndum, en þóknunarnefnd stjórnarráðsins ákveður þóknun nefndarmanna og hefur hún ekki hækkað í langan tíma. Nýverið ákvað nefndin að hækka greiðslur og meta vinnuframlag með sanngjarnari hætti en verið hefur. Það er því áríðandi að nefndarmenn skrifi niður alla sína vinnutíma og gott ef stjórnir aðildarfélaga brýni það fyrir sínum fulltrúum.
 5. Aðildarfélög BÍL þyftu að ræða eftirfarandi:
  Stjórn listamannalauna hefur fengið minnisblöð frá úthlutunarnefndum vegna síðustu úthlutunar og mun taka saman niðurstöður ábendinga sem þar er að finna. Þá hvetur stjórn lml stjórnir aðildarfélaga BÍL til að ræða þau atriði sem félögin telja að mættu betur fara, t.d. varðandi verkefni sem sækir í tvo eða fleiri sjóði, sérstaklega þarf að skoða sviðslistirnar í því sambandi. Þá bendir stjórn lml BÍL á að ræða hlut verkefnastjóra, framkvæmdastjóra og sýningarstjóra í umsóknum til verkefna. Stjórn lml hallast að því að slíkir ættu almennt ekki að teljast gjaldgengir til launa úr launasjóðum listamanna. Þá óskar stjórn lml eftir því að BÍL ræði eftirfarandi
  a. Launasjóður rithöfunda/myndlistarmanna – úthlutanir til barnabóka (þegar stór hluti efnisins er myndefni), skoða líka möguleika barnamenningarsjóðs,
  b. Launasjóður rithöfunda; sjónarmið varðandi fræðirit og námsefni,
  c. Launasjóður sviðslista (hópar) – óperuuppfærslur og söngleikir.
  c. Launasjóður tónlistarflytjenda – úthlutanir til verkefna- og framkvæmdastjóra.
  d. Launasjóður myndlistarmanna – úthlutanir til sýningarstjóra og myndskreytinga.
  e. Launasjóður hönnuða – úthlutanir til verkefna- og framkvæmdastjóra.
 6. Fá aðildarfélög BÍL upplýsingar frá úthlutunarnefndum? Stjórn lml óskar eftir samantekt frá nefndunum á hverju ári og bendir stjórn BÍL á að gott gæti verið fyrir aðildarfélögin ef þau fengju afrit af þeim samantektum, m.a. til að auka samfellu milli nefnda. Þá var nokkuð rætt um skýrslu/einkunnargjöf umsókna sem ekki er gerð opinber, enda ekki skylda samkvæmt stjórnsýslulögum. Breyting á því kallar á breytingu á stjórnsýslulögum.
 7. Bjóða aðildarfélög BÍL félagsmönnum upp á ráðgjöf eða aðstoð við gerð umsókna um starfslaun? Ýmis aðildarfélög BÍL hafa boðið uppá aðstoð við gerð umsókna. T.d. hefur FÍH ráðið ráðgjafa utan úr bæ og greiðir FÍH fyrsta klukkutímann í ráðgjöf. Félögin hugsi hvort þarna megi gera betur.
 8. Hver er skoðun aðildarfélaga BÍL á samráði/tengingu milli launasjóða og verkefnasjóða, sérstaklega með hliðsjón af þörfum sviðslistafólks? Kolbrún Halldórsdóttir skýrði út að það sé vilji innan sviðslistageirans að sameina launasjóð sviðslistafólks og sjóðinn sem styrkir starfsemi sjálfstæðu leikhúsanna. Mikilvægt er að sviðslistafélögin ræði saman og móti sameiginlega stefnu í þeim efnum. Þá minnti Kolbrún á kröfu BÍL um að ný þriggja ára áætlun um eflingu launasjóðanna verði að veruleika, þar sem kveðið verði á um fjölgun mánaðarlauna í hverjum sjóði. Þó eru árkveðnir varnaglar slegnir í þeim efnum, meðan vilji stjórnvalda hvað þetta varðar er óljós.

Önnur mál:
a. Opinber umræða. Stjórn listamannalauna blandar sér yfirleitt ekki í umræðuna um launasjóðinn, en gerði undantekningu á því síðasta sumar þegar umræðan á alþingi um launasjóðinn fór fram úr hófi. Þá ritaði stjórn lml bréf til stjórnvalda til að árétta reglur og vinnulag kringum sjóðina.

Stjórn BÍL mun í framhaldi af þessum fundi ræða nánar málefni launasjóðanna, m.a. kröfur BÍL um nýja þriggja ára áætlun um eflingu sjóðanna.

Kolbrún Halldórsdóttir þakkaði stjórn listamannalauna fyrir komuna og fundmarmönnum öllum fyrir gagnlegar umræður.  

BÍL fundar með Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur

 Í dag fundaði stjórn BÍL með skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Tilgangur fundarins var að efna til samtals milli stjórnmálamanna, embættismanna sviðsins og listamanna um það sem betur mætti fara í listmenntun og listuppeldi skólabarna í Reykjavík. Minnispunktar þeir sem hér fara á eftir eru byggðir á reynslu listamanna af starfi með kennurum og nemendum í grunnskólum borgarinnar, ekki síst í gegnum verkefni á borð við Tónlist fyrir alla, Skáld í skólum og Litróf listanna. Einnig er sótt í ýmsar skýrslur um list- og menningarfræðslu og stefnumótun stjórnvalda í menntamálum (sjá upptalningu aftast í skjalinu). Ein norsk skýrsla um “Skólasekkinn” hefur einnig verið höfð til hliðsjónar við gerð þessa minnisblaðs.

Eftirfarandi punktar voru grundvöllur umræðunnar á fundinum:

Tónlist fyrir alla
Verkefni, sem hófst 1995 fyrir tilstilli Norðmanna, sem gáu íslenskum grunnskólum peningaupphæð í tilefni lýðveldisafmælisins 1994, sem skyldi notuð til að efla tónlistar- og menningarstarf í grunnskólum. Gert var ráð fyrir að íslensk stjórnvöld kæmu með fjármuni á móti til að tryggja að sem flest grunnskólabörn á landinu fengju notið gjafarinnar. Fyrst eftir að Tónlist fyrir alla fór af stað tóku sveitarfélögin virkan þátt í eflingu þess en á seinni árum hefur dregið úr möguleikum skólanna til að taka þátt. Síðan 1999, þegar þjóðargjöf Norðmanna naut ekki lengur við, hefur upphæðin á fjárlögum ríkisins dregist jafnt og þétt saman og síðustu tvö ár hefur fjárframlag til verkefnisins verði þurrkað út úr fjárlagafrumvarpinu, en verið sett inn milli umræðna m.a. fyrir þrýsting frá BÍL. Á fjárlögum ársins 2013 nemur framlag til verkefnisins kr. 6 milljónum og engin fyrirheit eru um áframhaldandi stuðning ríkisins við verkefnið. Fjöldi árlegra tónleika hefur verið á bilinu 80 til 330 í fjölda skóla vítt og breitt um landið fyrir tugþúsudir barna. Skólar á höfuðborgarsvæðinu hafa alltaf sýnt verkefninu mikinn áhuga, en á síðustu árum hefur þrengri fjárhagur skólanna haft merkjanleg áhrif. Nýlega var verkefninu skipuð ný stjórn, sem hefur valið 7 tónlistarhópa til að vinna að tónleikum í skólum á yfirstandandi og næsta skólaári.

Skáld í skólum
Bókmenntaverkefnið Skáld í skólum hóf göngu sína haustið 2006 og er hluti af starfsemi Höfundamiðstöðvar Rithöfundasambands Íslands, sem hefur um langt árabil unnið að skipulagningu höfundaheimsókna í skóla landsins. Verkefnið náði strax að festa sig í sessi þar sem grunnskólarnir tóku því fagnandi. Eftirspurn hefur farið vaxandi ár frá ári og stöðug þróunarvinna á sér stað en alls hafa rúmlega 30 mismunandi dagskár verið kynntar og fluttar í rúmlega hundrað skólum. Á liðnu ári hófst samstarf við Reykjavík Bókmenntaborg sem reiknað er með að haldi áfram og ýti enn frekar undir þann vaxtarsprota sem verkefninu er ætlað að vera. Skáld í skólum nýtur nú fjárhagsstuðnings frá menntamálaráðuneyti og Reykjavíkurborg, en hefur einnig hlotið þróunarstyrki frá ýmsum menningarsjóðum. Með árlegum stuðningi ríkis og borgar er hægt að bjóða skólunum fjölbreyttar og spennandi rithöfundaheimsóknir á viðráðanlegu verði.

Litróf listanna
Árið 2007 hafði BÍL frumkvæði að verkefninu Litróf listanna, sem þróað var í samstarfi við Hlíðaskóla, móðurskóla í listum. Verkefnið byggði m.a. á fyrirmynd frá Norðmönnum “Den Kulturelle Skolesekken” og gerði ráð fyrir heimsóknum listamanna  í grunnskólana þar sem boðið var upp á listviðburði af ýmsu tagi. 7 grunnskólar í Reykjavík voru heimsóttir á einu skólaári. Vandað var til allrar framkvæmdar verkefnisins, það unnið í samstarfi listafólks og skólafólks, tekið var tillit til nýjunga og þarfa í skólastarfi og gert ráð fyrir eftirfylgni af halfu kennara með því að listviðburðunum fylgdi kennsluefni. Lokaskýrsla verkefnisins kom út á vordögum 2009 og voru allir þátttakendur sammála um mikilvægi þess að verkefnið yrði þróað áfram. Af því hefur þó ekki orðið vegna erfiðleika við að fjármagna verkefnið.

Tónlistarskólarnir
BÍL hefur fylgst náið með framvindunni í málefnum tónlistarskólanna og tónlistarmenntunar á Íslandi. Í feberúar 2011 sendi aðalfundur BÍL frá sér harðorðaða ályktun (sjá heimasíðu http://bil.is/alyktun-bil-um-tonlistarmenntun)  þar sem skorað var á yfirvöld skólamála hjá ríki og sveitarfélögum að standa vörð um tónlistarskólana í landinu og á vordögum 2011 fagnaði BÍL samkomulaginu sem þessir aðilar gerðu með sér um skiptingu kostnaðar við tónlistarnám.  En samkomulagið virðist ekki hafa skilað því sem til var ætlast og í ársskýrslu BÍL fyrir starfsárið 2011 segir:  Á vordögum var undirritað samkomulag milli ríkis og borgar þar sem ríkið ákvað að leggja árlega fram 480 m.kr. vegna kennslukostnaðar í tónlistarskólum, á móti skuldbundu sveitarfélögin sig til að taka yfir ný verkefni frá ríki sem nemur 230 m.kr.  Samkomulagið átti því að skila 250 m.kr inn í tónlistarskólana, til viðbótar við það sem áður var greitt til þeirra. Því miður hefur þetta ekki dugað til að tryggja rekstrargrundvöll skólanna vegna enn frekari niðurskurðar í rekstri sveitarfélaganna.
BÍL leggur áherslu á mikilvægi þess að ríki og sveitarfélög finni leiðir til að ná markmiðum samkomulagsins frá 2011 og er reiðubúið að leggja aðilum lið við leit að lausnum.

Dansskólarnir
BÍL hefur lagt sig fram við að beina sjónum ráðamanna að mikilvægi danskennslu meðal barna og ungmenna. Dansnám fer að mestu fram í einkareknum skólum, sem hafa að mörgu leyti svipaða stöðu og tónlistarskólarnir, þó um danskennsluna gildi engin lög sambærileg við lög um stuðning við tónlistarskóla nr. 75/1985. Dansarar og danskennarar hafa gert sér vonir um að stjórnvöld taki til skoðunar aukinn stuðning við danskenslu. Menntamálayfirvöld hafa haft góð orð um að farið verði í nauðsynlega vinnu við það verkefni þegar málefni tónlistarskólanna verði komin í farsælan farveg. Það er mat BÍL að borgaryfirvöld þurfi einnig að skoða stöðu dansskólanna í borginni og móta stefnu um samstarf við þá.

Skólasýningar í Bíó Paradís
Nú þegar að Bíó Paradís er á þriðja starfsári hefur enn ekki tekist að uppfylla stefnumörkum Menntamálaráðuneytisins fyrir íslenska kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu þar sem stefna ber að innleiðingu kvikmyndalæsis í námskrá grunnskóla. Þar er bent á að myndlæsi sé forsenda skilnings fjölmiðlum og ýti undir gagnrýna hugsun. Heimili Kvikmyndanna – Bíó Paradís hefur boðið uppá kennslustundir í kvikmyndalæsi undir handleiðslu Oddnýjar Sen kvikmyndafræðings síðan 2010 fyrir einn styrk upp á 300 þúsund. Á þeim tíma hafa 52 skólasýningar fyrir grunnskólabörn verið haldnar í Bíó Paradís og þær hafa sótt 5964 börn. Þó það sé yfirlýstur vilji Heimilis Kvikmyndanna að stuðla að kvikmyndafræðslu fyrir börn og unglinga, þá er ljóst eftir starfið síðustu tvö ár, að því miður verður ekki hægt að halda slíkum sýningum áfram án samkomulags eða þjónustusamnings við Reykjavíkurborg og nærliggjandi sveitarfélög þar sem að Bíó Paradís er rekið með halla. Það er einlæg ósk okkar að leitað verði allra leiða til að ná samkomulagi við Reykjavíkurborg til að geta haldið þessu mikilvæga starfi áfram.

Tillögur Anne Bamford
BÍL hefur tekið þátt í nokkrum fjölda stefnumótunarfunda á vegum opinberra aðila þar sem tillögur skýrslu Anne Bamford List- og menningarfræðsla á Íslandi  (2009) hafa verið til umfjöllunar og þær jafnan verið taldar mikilvægar fyrir eflingu listmenntunar í íslenskum skólum. BÍL tekur undir mikilvægi þess að tillögum skýrslunnar verði hrint í framkvæmd og leggur áherslu á samstarf ríkis og sveitarfélaga við þá vinnu. Skólayfirvöld í Reykjavík gætu tekið frumkvæði í eftirfylgni tillagnanna m.a. með því að innleiða tiltekna þætti þeirra sem allra fyrst, t.d. með því að auka möguleika barna með sérþarfir á listfræðslu og námi gegnum listir, með því að þróa aðferðir til að meta gæði listfræðslu og safna upplýsingum um vel heppnuð verkefni innan reykvískra grunnskóla þar sem listir hafa verið notaðar með beinum hætti við kennslu almennra námsgreina.

Den Kulturelle Skolesekken
BÍL hefur fylgst náið með því hvernig frændur okkar Norðmenn hafa þróað samstarf listamanna og skóla gegnum verkefnið Den Kulturelle Skolesekken.  Á fjárlögum norska ríkisins eru rúmlega 160 milljónir norskra króna ætlaðar í verkefnið, sem miðar að því að efla listuppeldi ungs fólks á skólaaldri (til 18 ára) með því að tryggja þeim fjölbreytt framboð list- og menningartengdra viðburða í tengslum við skólastarf. Verkefnið hefur þróast mjög mikið frá upphafi og ber síðasta skýrsla norska menningarmálaráðuneytisins um verkefnið það með sér að enn sé verið að betrumbæta framkvæmdina og vinnulagið. BÍL hvetur eindregið til þess að farið sé að fordæmi Norðmanna með því að koma á sambærilegu verkefni í íslenskum skólum. Íslenskt skólafólk þekkir vel til verkefnisins, hingað hafa komið norskir sérfræðingar til að uppfræða skólafólk um þróun þess,  t.d. Jorunn Spord Borgen frá NIFU (Norsk Institutt for studier av Innovasjon, Forskning og Utdanning) 2009. Með því að byggja ofan á reynsluna af þeim verkefnum sem starfrækt hafa verið á Íslandi telur BÍL mikilvæg tækifæri geta falist í að skoða nánar aðferðir Norðmanna

Atriði sem lögð er áhersla á í Den Kulturelle Skolesekken:

 • Útfærsla og inntak verkefnisins þarf að taka mið af þeim námskrám sem stýra skólastarfi.
 • Verkefnið þarf að byggja á samskiptum skóla /kennara og menningarstofnana/listamanna
 • Nauðsynlegt er að takmarka áhrif stjórnmálamannanna við val listtengdra viðburða sem boðið er upp á undir hatti verkefnisins.
 • Gæði listviðburðanna þarf að meta í samhengi við möguleika kennara og nemenda á að nýta reynsluna áfram í skólastarfi.
 • Miða þarf við að nálgast nemandann bæði sem njótanda lista og líka sem skapandi einstakling.
 • Tryggja þarf samfellu í verkefnið, að það verði sjálfsagður hluti af skólastarfi meðan skólaskylda varir.
 • Til að auka fagmennsku verkefnisins (almennt) er nauðsynlegt að bæta skilning á alla kanta; ráðamenn þurfa að bera virðingu fyrir forræði skólanna á innra starfi og vali á verkefnunum, listamenn þurfa að bera virðingu fyrir skólastarfinu og nálgun kennaranna og skólarnir þurfa að bera virðingu fyrir sköpun listamannanna og virða aðferðir þeirra við miðlun verka sinna.
 • Í sameiningu þurfa ráðamenn og skólastjórnendur að treysta kennurum og listamönnunum til að finna aðferðir til að þróa þessi samskipti með það að markmiði að verkefnin skili enn meiri árangri fyrir nemendurna.
 • Taka þarf mið af niðurstöðu könnunar meðal nemenda 2009 um reynsluna af verkefninu; þeir segjast hafa lært að njóta lista en mikilvægasta reynslan sé af beinni þátttöku í verkefnum og vinnustofum (workshops).

Reykjavík 9. janúar 2013,
f.h. stjórnar BÍL – Bandalags íslenskra listamanna,
Kolbrún Halldórsdóttir, forseti

 

Til grundvallar þessu minnisblaði liggja eftirtaldar skýrslur:
List- og menningarfræðsla á Íslandi (2009) e. Anne Bamford
útg. Mennta- og menningarmálráðuneytið
http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/5978

Aðalnámskrá grunnskóla (2011)
útg. Mennta- og menningarmálaráðuneytið
http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar/adalnamskra-grunnskola/

Litróf listanna  – lokaskýrsla 2009
útg. Bandalag íslenskra listamanna
http://bil.is/wp-content/uploads/2009/10/Litr%C3%B3f-listanna-lokask%C3%BDrsla-09.pdf

Stefna Reykjavíkur í menntamálum (2008)
útg. Reykjavíkurborg
http://saemundarskoli.is/images/stories/file/Stefna_MSR_2008.pdf

Samkomulag um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu (2011) http://www.menntamalaraduneyti.is/media/MRN-pdf/Samkomulag-um-um-stefnumorkun-fyrir-islenska-kvikmyndagerd-og-kvikmyndamenningu-arin-2012-2015.pdf

Menningarlandið 2010 – Niðurstöður
útg. Mennta- og menningarmáraráðuneytið
http://www.menntamalaraduneyti.is/media/MRN-pdf/Nidurstodur-Menningarlandid-2010.pdf

A Cultural Rucksack for the Future (2008)
útg. Norska menningarmálaráðuneytið
http://www.regjeringen.no/pages/2125405/PDFS/STM200720080008000EN_PDFS.pdf

 

Fundur Norræna listmannaráðsins

13. september sl. var haldinn fundur systursamtaka BÍL á Norðurlöndunum, Nordisk Kunstnerråd, í Helskinki. Þar  voru til umfjöllunar sameiginleg hagsmunamál listamanna á Norðurlöndum, m.a. samskiptin við Norrænu ráðherranefndina, höfundarréttarmál og væntanlegan ársfund ECA, – European Council of Artists. Einnig undirbjuggu fundarmenn sig fyrir málþing, sem haldið var daginn eftir (14.09.2012) þar sem fjalla átti um starfsumhverfi Norrænna listamanna.   Nordisk kunstnerraad sept 2012

Evrópska listamannaráðið þingar í Dublin

ECA, European Council of Artists, hélt þing í Dublin 7. og 8. nóvember 2008. Ágúst Guðmundsson, forseti BÍL, sat fundinn fyrir Íslands hönd.

 

Hér fylgir fundargerð sem send var út eftir þingið.

ECA ANNUAL CONFERENCE  |  2008

Dublin  –  Ireland    |    7th November – 8th November 2008

ARTIST’S MOBILITY  | aspiration or reality

.CONFERENCE SUMMARY .

 

ARTISTS’  MOBILITY | aspiration or reality, the annual conference of the European Council of Artists took place in Dublin on the 7th and 8th of November, with approximately 60 participants representing artists’ organisations, ministries of culture, arts councils etc. from 20 European countries.

ECA President Michael Burke and Noel Kelly, Chief Executive of Visual Artists Ireland (VAI) who co-organised the event, welcomed delegates to the conference which aimed to highlight various impediments to the mobility of artists and works of arts and to discuss solutions or improvement to some of the problems.

Eva Lichtenberger MEP, drew the attention to the growing fear in the European population concerning new regulation mechanisms for the control of citizens.  Blasphemy, anti-racist laws and other restrictions of freedom of speech and artistic expression are normally under national jurisdiction, the existence of the European Arrest Warrant in an environment of an ever-greater mobility of artists and works of arts results in a real danger for challenging and provocative artists.

Helena Dvorosek Zorko, the Slovenian Ministry of Foreign Affairs, informed the conference about initiatives to implement the EU agenda for culture in a globalised world by promoting cultural exchange and cooperation in Western Balkans.  Involvement by civil society had turned out to be essential for obtaining sustainable results.

Lithuanian curator and ambassador of the European Year of Intercultural Dialogue Lolita Jablonskiene presented the latest edition of VAI’s Printed Project, titled The Art of Living with Strangers the magazine focuses on artistic and literary perspectives on intercultural dialogue, cross-cultural experiences and hybrid expressions.

Piper Seán McKeon of Na Píobairí Uilleann and fiddle player Jesse Smith made a musical intervention, greatly appreciated by the international audience, which facilitated discussion on the particular issues effecting musicians travelling on aeroplanes.

Ole Reitov from Freemuse, an international organisation fighting against music censorship, presented a recently released white paper VISAS | the discordant note, which documents how visa regulations and administrative practice hinder third country artists entering the European Union, in a manner which is clearly in contradiction with the provisions of the UNESCO Convention on The Protection And Promotion of the Diversity of Cultural Expressions and with severe economic and cultural consequences.

Pauline Hadaway from Belfast Exposed described the practical difficulties for a small institution when dealing with the British Home Office requirements when inviting artists from outside EU. The risk that artists from “complicated” areas are excluded already at preparatory stages is obvious.

In the subsequent discussions a range of mobility problems within Europe were exposed as well as the difficulties to cross borders to Fortress Europe and the US.  It was pointed out that consciousness among artists, operators and others involved is necessary in order to resist the general development towards more closed societies.  The Conference clearly enunciated the desire to maintain the global freedom of co-operation and exchange, while accepting that some sectors may require reciprocal conditions in order to maintain their activities on national level.

A conference report will be issued, and concrete follow up activities will be discussed among ECA members – interdisciplinary artists’ councils and organisations from 27 European countries – and other partners involved in the coming months.

For further information, please contact Elisabet Diedrichs at the European Council of Artists or Alex Davies at Visual Artists Ireland.

 

Arranged in co-operation with VAI (Visual Artists Ireland)  | www.visualartists.ie

Irish Museum of Modern Art (IMMA) Kilmainham, Dublin, Ireland   |   www.modernart.ie

Na Píobairí Uilleann   |   www.pipers.ie

 

Norræn listamannaráð funda í Kaupmannahöfn

Fundur var haldinn með norrænum listamannaráðum þann 23. október 2008.

Fundinn sátu eftirtaldir:

Frá Færeyjum (LISA): Oddfridur Rasmussen og Jens Dalsgaard.

Frá Svíþjóð (KLYS): Anna Söderbäck og Ulrica Källen.

Frá Finnlandi (Forum Artis): Harri Wessman.

Frá Samalandi (Samisk kunstnerraad): Brita Kåven.

Frá Danmörku (Dansk kunstnerråd: Franz Ernst og Elisabet Diedrichs.

Frá Íslandi (BÍL): Ágúst Guðmundsson

Eftir að dagskrá hafði verið samþykkt, var rætt um fyrirhugaðan niðurskurð á framlögum í Norrænu ráðherranefndinni. Þar hefur verið ákveðið að leggja til stórar summur í eitthvað sem kallast globalisering, og því þarf að skera niður í öðrum málaflokkum. Síðustu fregnir eru þó þær að niðurskurðurinn verði ekki eins ægilegur og lagt var upp með.

Nokkuð var rætt um framgang mála í Kulturkontakt Nord. ÁG gat uppfrætt fólk um eitt og annað í móbílitetsnefndinni, en á fundinum var lagt fram viðtalið afdrifaríka við John Frandsen.

Nordisk Kulturforum kom til tals og minnst var á Gotlandsfundinn og lögð fram fundargerð þaðan.

Síðan var farið yfir alþjóðlegt samstarf, sem m.a. felst í International Network for Cultural Diversity og Coalition for Cultural Diversity. Svíar miðluðu af reynslu sinni af þessu samstarfi sem þær stöllur töldu mikilvægt.

Einnig var rætt um ECA og fyrirhugaðan aðalfund á Írlandi. Danir kynntu tillögu sína að félagagjaldi og kölluðu eftir stuðningi annarra Norðurlanda við hana.

Aðeins var minnst á þáttökuna í Skandinavisk Foreningí Róm, sem hefur gengið með ágætum. Þetta er þó eitt af því fáa sem listamannaráðin standa sameiginlega að, og því var stutt í umræður um það hvort Hið norræna listamannaráð skyldi stofnað með lögformlegum hætti. ÁG var því fylgjandi, ekki síst í ljósi þess að norrænt samstarf hefur ævinlega verið Íslendingum heilladrjúgt.

Í lok fundar kom Mogens Jensen, danskur sósíaldemókrati, sem hefur norræn menningarmál mjög á sinni könnu. Hann miðlaði af reynslu sinni í óformlegu spjalli.

 

Page 1 of 212