lal

 

 

BÍL, FJÖLÍS, STEF, MYNDSTEF og IHM boða til málþings um höfundarrétt í Iðnó 18. mars nk. Boðið verður upp á kaffi, te og með því. Málþingið byggir á stuttum erindum um nokkra veigamikla þætti höfundaréttar, sem eru ofarlega á baugi um þessar mundir. Einnig verða umræður á borðum og í pallborði í lok dags.

  1. Eintakagerð til einkanota
    Gunnar Guðmundsson, formaður IHM og framkvæmdastjóri SFH.
  1. Virði verka á vefnum
    Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs
  1. Samningskvaðir – frábær leið til aukins aðgengis
    Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri FJÖLÍS
  1. Ný tilskipun Evrópusambandsins um umsýslu með höfundarétti
    Vigdís Sigurðardóttir lögmaður
  1. Menningararfurinn og mikilvægi fræðslu um höfundarétt
    Knútur Bruun, fyrrv. stjórnarformaður MYNDSTEFs
  1. Hringborðsumræður með fulltrúum þingflokkanna
    – sýn löggjafans á framtíð höfundaréttar.

Málþingsstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir forseti BÍL

Gunni og Felix krydda umræðuna með innskotum um inntak höfundaréttar og það hvernig listafólki gengur að lifa af listinni.

Helga Páley teiknari mun mynd-túlka (teikna) málþingið, túlka helstu lykilsetningarnar og stemninguna. Hægt verður að kynna sér afraksturinn í kaffihléi og að málþinginu loknu.

Þá munu gestir taka virkan þátt í málþinginu, því að erindum loknum verða umræður á borðum.