Aðalafundur FK – Félags kvikmyndagerðarmanna var haldinn laugardaginn 26. febrúar 2011 í Iðnó. Ágætlega var mætt á fundinn. Fylgt var dgskrá aðaldundar svo sem lýst er í félagslögum. Formaður Félagsins Hrafnhildur Gunnarsdótitr flutti skýrslu stjórnar og Guðbergur Davíðsson fór yfir ársreikninga félagsins. Að því loknu var kostið til stjórnar. Í stjórn tóku sæti:

Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður
Stefanía Thors, varaformaður
Anna Þóra Steinþórsdóttir, ritari
Guðbergur Davíðsson, gjaldkeri
Bergsteinn Björgúlfsson, meðstjórnandi
Júlía Embla Katrínardóttir, meðstjórnandi
Guðmundur Erlingsson, meðstjórnandi
Ósk Gunnlaugsdóttir, varamaður
Anton Máni Svansson, varamaður

Stjórnin fundaði 12 sinnum á starfsárinu. Stjórnarfundir voru flestir haldnir í fundarherbergi KMÍ-Kvikmyndamiðstöðvar að Hverfisgötu 54. Fundargerðir eru aðgengilegar á netinu en verða einnig aðgengilegar útprentaðar á skrifstofu félagsins. Starf stjórnar var hefðbundið á árinu 2012 fyrir utan það að Hrafnhildur formaður dró sig í hlé af persónulegum ástæðum frá ágúst og fram í byrjun nóvember og tók þá aftur til starfa. Stefanía Thors gegndi starfi formanns í fjarveru formanns.

Fjöldi skráðra félaga FK á síðasta ári voru 389 og greiddu 200 félagsgjöldin í ár. Lítilleg aukning varð því á fjölda greiðandi félaga. Póstlisti FK spannar um 600 – 700 netföng, en ljóst er að margir sem starfa við kvikmyndagerð eru ekki skáðinr í félagið.

Skýrsla FK fyrir starfsárið 2012 fylgir í heild sinni í pdf skjali:

Arsskyrsla_2012 finale1