• Framundan er mikilvæg stefnumótun á vettvangi skapandi atvinnugreina, bæði innan stjórnkerfisins sem og atvinnulífsins. Mikilvægt er að BÍL taki virkan þátt í stefnumótuninni og standi vörð um þátt listanna í þeirri þróun skapandi greina, sem nú á sér stað. Til þess að skapandi atvinnugreinar fái blómstrað þarf að tryggja hlut listanna í heildarmyndinni og skapa gefandi samspil þar á milli.
  • BÍL vinni áfram að sameiginlegum hagsmunum listafólks varðandi skattlagningu. BÍL endurnýi áherslur sínar í skattamálum og beiti sér í baráttunni fyrir sem sanngjarnastri skattlagningu á störf og afurðir listamanna. Einnig þarf BÍL að sinna hagsmunum listamanna hjá samfélagsstofnunum á borð við Vinnumálastofnun og Tryggingarstofnun.
  • Mikilvægt er að listafólk sé rétt skráð í atvinnugreinaflokka hjá skattyfirvöldum, m.a. til að tryggja að stjórnvöld (þ.m.t. Hagstofa Íslands) hafi á hverjum tíma sem gleggstar upplýsingar um störf innan geirans sem auðveldar mat á þjóðhagslegu vægi lista og menningar. Í þessu skyni setji BÍL á laggirnar starfshóp, sem leiti leiða til að upplýsa listafólk um mikilvægi réttrar skráningar. Einnig taki BÍL þátt í að efla og þróa skráningu tölulegra gagna um ströf listafólks og þeirra sem starfa í skapandi geiranum, með það að markmiði að listir og menning verði sjálfsagðar stærðir í árlegum þjóðhagsreikningum.
  • BÍL beiti sér í baráttunni fyrir bættri listmenntun á öllum skólastigum, með því að auka samskipti við yfirvöld menntamála jafnt á vettvangi ríkis sem og sveitarstjórna. Í því skyni leiti BÍL leiða til að styrkja verkefni sem byggja á samspili listar og skólastarfs með norska „menningar-bakpokann“ til viðmiðunar. Þá taki BÍL þátt í eflingu háskólanáms í listum m.a. með því að efna til virkara samstarfs við Listaháskóla Íslands um markmið og leiðir.
  • Heimasíða BÍL verði þróuð áfram og hún gerð að vettvangi skoðanaskipta um listir, auk þess sem hún miðli greinum frá listafólki og samtökum þeirra um störf og hagsmunamál listafólks. Mikilvægt er að síðan miðli upplýsingum um BÍL á erlendum tungumálum (ensku og dönsku) eftir því sem fjárhagur BÍL leyfir. Þá verði áfram unnið að því að koma starfi BÍL á framfæri á samskiptasíðum á vefnum.
  • BÍL taki virkan þátt í að bæta lagaumhverfi á sviði lista lista og menningar. Fylgja þarf eftir hugmyndum aðildarfélaga BÍL um styrkari stöðu lista og menningar innan RÚV ohf, með ályktun ársfundar BÍL 2011 að leiðarljósi, um að Ríkisútvarpið axli ábyrgð sem einn af hornsteinum íslenskrar menningar með því að veita íslenskri menningu aukið rými í dagskrá og að tryggja vandaða umfjöllun um störf listamanna.
  • BÍL leiti nýrra leiða til að styrkja fjárhagslega stöðu sína með það að markmiði að ráða til sín starfskraft sem auka myndi slagkraftinn í hagsmunabaráttu listamanna. Í ljósi vaxandi áhuga á uppbyggingu skapandi atvinnugreina, jafnt meðal stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins, er mikilvægt að BÍL hafi bolmagn til að taka virkan þátt í þeirri uppbyggingu með heildarhagsmuni listamanna að leiðarljósi.
  • BÍL leggi sig fram við tryggja listum og menningu hlutdeild í ágóða íslenska lottósins, m.a. með því að afla upplýsinga um fyrirkomulagið í nágrannalöndum okkar og miðla þeim upplýsingum jafnt til stjórnvalda sem almenni