Irma Gunnarsdóttir hefur verið verkefnastjóri fyrir Litróf listanna, sem er átak BÍL til að kynna listir í skólum.
Nú hefur Irma verið fengin til að flytja fyrirlestur um verkefnið á málþingi í Háskóla Íslands.
Yfirskrift málþingsins er Föruneyti barnsins – velferð og veruleiki.
Irma verður í málstofu undir Nám og listir og kynnir þar Litrófið milli kl. 16 – 17, fimmtudaginn 29. október.
Alls eru yfir 100 erindi flutt á þessu málþingi, svo að mjög margt er í boði.
Skráning á málþingið er á vef Háskóla Íslands.
Málþingið og auglýsing um dagskrá er að finna á www.hi.is
Litróf listanna – lokaskýrsla 09