Páll Magnússon útvarpsstjóri sat hádegisfund með stjórn BÍL mánudaginn 19. mars. Hann útskýrði skipulagsbreytingar stofnunarinnar fyrir fundinum og svaraði spurningum um framtíðaráætlanir sínar.

Umræðupunktar á fundi Bandalags íslenskra listamanna með Útvarpsstjóra í Iðnó, mánudaginn 19. mars 2007, kl. 12.00

 

1. Sjónvarp

a) menning og listir

Formleg samskipti við kvikmyndageirann

Heimildamyndir frá sjálfstæðum framleiðendum

Aukning á leiknu efni

Útboð á leiknu efni

Talsetningar; aukning og útboð

Dansmyndagerð verði sjálfsagður þáttur í innlendri dagskrá

Fastir þættir um listir og menningu; víðtækari og dýpri umfjöllun um allar greinar

Vandaðir og fjölbreyttir þættir um tónlist

Þættir um íslenskt mál og málfar

 

b) Dagskrárstefna Sjónvarpsins í menningarmálum

Nýtt fyrirkomulag RUV; áhersluatriði þeirra sem helst koma að dagskrárstefnu

Viðhorf RUV til frumkvæðis utanaðkomandi aðila

Fréttamaður með (sér)þekkingu á menningarmálum

Listir og menning í Kastljósi

Viðhorfskannanir um hvað almenningur vill sjá – ekki aðeins áhorfsmælingar

Jafnræði með höfundum; Greint sé frá arkitekt bygginga þegar um þær er fjallað, sbr. höfunda að bókum, myndum og tónlist

Listflutningur í lok frétta og kreditlistinn

 

2. Hljóðvarp

a) Rás 1

Útvarpsleikhúsið og framtíð þess

Tónleikar og upptökur með Sinfóníuhljómsveit Íslands

Upptökur af tónleikum

Stúdíóupptökur með íslenskri tónlist og eða ísl. flytjendum

Vandaðir þættir um tónlist

 

c) Rás 2

Íslensk tónlist leikin á Rás 2

Umfjöllun um íslenska tónlist

 

c) Dagskrárstefna Hljóðvarps í menningarmálum

Nýtt fyrirkomulag RUV; áhersluatriði þeirra sem helst koma að dagskrárstefnu

Fréttamaður með sérþekkingu á menningarmálum