Stjórn BÍL átti hádegisfund með þremur frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins, mánudaginn 16. apríl 2007. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, var í fararbroddi, en auk hennar komu Dögg Pálsdóttir og Sigurður Kári Kristjánsson á fundinn.
Punktar fyrir fund bandalagsins og frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins
Í Iðnó klukkan tólf á hádegi 23. april 2007.
Þetta tvennt var Bandalagi íslenskra listamanna efst í huga á fundinum með frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins:
1. Starfslaun listamanna.
24. janúar sl. samþykkti aðalfundur BÍL ályktun þar sem skorað er á Alþingi að fjölga starfslaunum listamanna.
“Í heilan áratug hefur fjöldi starfslauna listamanna staðið í stað. Á sama tíma hefur flest annað tekið stórfelldum breytingum, til dæmis hefur þjóðinni fjölgað um 13% og landsmenn búið við hagvöxt og vaxandi velmegun.”
2. Framlög til lista og menningarmála.
Ber að styðja íslenskar listir og menningu? Sé svarið jákvætt, þá hvernig?