Samantekt FTT ,Félags tónskálda og textahöfunda fyrir ársþing Bandalags íslenskra listamanna í Iðnó laugardaginn 28.janúar 2012

Stjórn FTT skipa:
Jakob Frímann Magnússon formaður
Sigurður Flosason varaformaður
Sigtryggur Baldursson
Samúel Jón Samúelsson
Helgi Björnsson
Margrét Kristín Sigurðardóttir
Hafdís Huld Þrastardóttir

Framkvæmdastjóri: Jón Ólafsson
Félagsmenn eru 365
Félagsgjöld eru kr. 5.000 og kr. 8.000

Helstu markmið FTT á árinu 2011:
a) Að rétta hlut hryntónlistar á vettvangi hins opinbera
b) Að efla atgervi og veg íslenskra söngvaskálda m.a. með Söngvasmiðjum og útgáfu nótnahefta
c) Að veita höfundum íslenskra texta við erlend lög atfylgi með sérstöku átaksverkefni ISAC
d) Að bæta skattalegt umhverfi tónskálda og textahöfunda
e) Að kynna starfsemi FTT í víðasta samhengi

Viðburðaalmanak FTT 2011:
Fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Magnús Kjartansson heiðraður á 60 ára afmælistónleikum haustið 2011 og gerður að Heiðursfélaga FTT
Fyrrum stjórnarmaður í FTT og núverandi fulltrúaráðsmaður STEFs Björgvin Halldórsson 60 ára vorið 2011 hlaut Gullna hanann, æðsta heiðursmerki STEFs

*Fuglabúr FTT í samvinnu við RUV & Reykjavik Grapevine
*Garðveisla FTT í júlí 2011
*Fræðslukvöld,m.a. um helstu sjóði sem tónskáld og textahöfundar geta sótt í. Gestir og uppfræðarar: Signý Pálsdóttir, Kristín Mjöll Jakobsdóttir og Sigtryggur Baldursson.
*Söngvasmiðja á Suðurnesjum með erlendum og innlendum söngvaskáldum

Helstu samstarfsverkefni:
SAMTÓNN = STEF + SFH :
*Íslensku tónlistarverðlaunin
*Íslenskt tónlistarsumar
*Dagur íslenskrar tónlistar
*Hljómgrunnur

ÚTÓN
– Airwaves
– Útflutnings- og þróunarsjóður
– Reykjavík Loftbrú (ásamt Reykjavíkurborg og Icelandair)

BÍL
Listahátíð í Reykjavík
Samráð við borgarstjórn og ríkisstjórn
Skipan fulltrúa í Tónlistarsjóð, Listamannalaunasjóð
úthlutunarnefnd Menningar- og ferðamálaráðs, Rásar 2 sjóð, Tónskáldasjóð 365, Ferðasjóð STEFs, Kvikmyndatónlistarráð, Leikhústónlistarráð
dómnefnd Evróvision o.fl.
IHM – kassettusjóður

STEF : Fortíð, nútíð og framtíð
NPU – Samtök norrænna hryntónskáldafélaga
APCOE (ECSA, ECF, FFACE) Evrópsk samtök
CIAM Alþjóðleg höfundafélagasamtök
CISAC Alþjóðleg innheimtumiðstöðvasamtök

Skyld samtök:
B ÍT: Bandalag íslenskra tónleikahaldara BÍT
FFH: Félag flytjenda á hljómritum FFH

Stóri hausverkurinn lýtur að tónlist á netinu
Viðræðufundir haldnir að áeggjan mennta- og menningarmálamálaráðherra um tónlistarnotkun á netinu við síma- og netfyrirtækin.
Efnt til viðhorfskannana um gjaldtöku o.fl.
Niðurstöður kynntar
Áherslur FTT samstíga áherslum STEFs:
IBF = Internet Broadband Fee= YouTube – gjald

Sjónvarpsþáttum um íslenska tónlist ýtt úr vör af FTT:
Rokk og tja,tja,tja, Kolgeitin sem þróaðist í Hljómskálann

Áform, m.a. um hryntónlistarhátíðina Vorvinda vorið 2012 og Norræna kvikmyndatónlistarverðlaunahátíð 6. október 2012

Endurtekna Söngvasmiðju, nótnaútgáfu á prenti og í netheimum. Myndun þrýstihópa er og framundan til að tryggja mikilvægum baráttumálum framgang.

Reykjavík 25.1. 2012
Jakob Frímann Magnússon, formaður FTT