FLB er fagfélag leikmynda- og búningahöfunda sem stendur vörð um höfundarétt og stefgjöld félagsmanna. Félaginu er ætlað að vera sameiginlegur vettvangur leikmynda- og búningahöfunda til að örva samstarf og kynningu á verkum þeirra og höfundarrétti.

Félagið er aðili að Myndstef sem fer með umboð félagsmanna og höfundaréttargæslu verka þeirra. FLB skipar einn aðila í stjórn Myndstef. FLB er einnig aðili að og skipar fulltrúa í stjórn Leikminjasafn Íslands.

Ný stjórn var kosin á aðalfundi félagsins þann 14 febrúar 2011.
Stjórnina skipa: Rebekka A. Ingimundardóttir formaður, Þorvaldur Böðvar Jónsson ritari, Egill Ingibertsson gjaldkeri, Varamenn: Gunnar H. Baldursson og Filippía Elísdóttir.
Félagsmenn, sem greiða félagsgjöld, eru 35 talsins, 18 karlar og 17 konur.

Stjórnin hefur unnið að því undanfarna mánuði að kynna félagið fyrir nýjum félagsmönnum og eftir nýliðafund, sem var haldin 23 janúar, hafa nú þegar 10 nýir félagar sótt um aðild.

Stéttarfélag leikmynda- og búningahöfunda er 5. deild FÍL. Undanfarið hefur félagið staðið í undirbúningsvinnu fyrir samningaviðræður vegna launamála félagsmanna.

Það er löngu orðið tímabært að leikmynda og búningahöfundar fari aftur að samningaborðinu og hafa fulltrúar 5.deildar (Ilmur Stef, Helga Stef og María Ólafs) ásamt Hrafnhildi Theódórsdóttir, á vegum FÍL, hitt framkvæmdastjóra Þjóðleikhússins og Leikfélags Reykjavíkur, lagt fyrir þá gögn um launastöðu hönnuða í dag og hvaða breytingar við sjáum fyrir okkur. Nú er verið að útbúa gögn með viðmiðunartölum stétta til að sjá hvernig Leikmynda- og búningahöfundar hafa setið eftir í launum miðað við aðrar stéttir. Einnig hefur verið gerð greinargerð um vinnuferli leikmynda- og búningahöfunda til rökstuðnings hærri launa. Þar kemur fram að meðal tímafjöldi við meðalstóra leikmynd er 1100 klst. Sem þýðir ca. 220 klst. vinnu á mánuði með 270 þús. í laun, að hámarki.

Þetta gera ca. 1270 kr. á tímann. (Krakkarnir sem selja sælgæti í hléi eru með á bilinu 1400-1800 kr. á tímann eftir aldri og reynslu.)

Reglulegir stjórnarfundir hafa verið haldnir í vetur. Þar hefur stjórnin meðal annars einbeitt sér að símenntunarstefnu en hún var tekin upp til að bjóða upp á fjölbreytta fyrirlestra sem gætu reynst félagsmönnum gagnlegir.

Prag fjórræringur leikmynda- og búningahöfunda, stærsta leiklistarhönnunarsýning í heimi, var haldin í Prag síðastliðið sumar. Sumarið 2010 fór FLB og 5 deild FIL þess á leit við Rebekku A. Ingimundardóttur að hún yrði fulltrúi Íslands á þessum 12 Prag fjóræringi.

Verk Rebekku á sýningunni var innsetning sem nefndist Tíminn og vatnið í húsi minningana. Framlag Íslands vakti mikla athygli sýningargesta og fjölmiðla, sem sóttust eftir því að fá að kvikmynda og ljósmynda innsetninguna. Félagið stóð vel við bak Rebekku og veiti þar að auki 4 félagsmönnum ferðastyrk til þess að fara á fjóræringinn í Prag.

Janúar 2012. Fyrir hönd stjórnar FLB
Rebekka A. Ingimundardóttir.