Félag íslenskra leikara er fag- og stéttarfélag leikara, dansara, leikmynda- og búningahöfunda og söngvara, stofnað fyrir rúmum 70 árum og hefur fullt samningsumboð fyrir félagsmenn sína í kjarasamningum við atvinnurekendur. Tilgangur félagsins er að efla og styrkja íslenska leiklist og styrkja stöðu hennar í hvívetna, að gæta hagsmuna félagsmanna, bæði sameiginlegra og einstaklingsbundinna á sem flestum sviðum , svo sem með því að semja um eða að setja gjaldskrár um lágmarkskjör. Og ekki síður að stuðla að því að hið opinbera verji sem mestu fé til leiklistarmála og hafa áhrif á að hvernig þeim fjármunum er ráðstafað og skipt. Þetta eru markmið og tilgangur þessa ágæta félags – eftir þessu hefur verið unnið og stundum hafa hlutirnir gengið og stundum ekki eins og gengur. Við teljum okkur hafa í gegnum tíðina reynt að fylgja þessum markmiðum og að okkar mati standa sviðslistirnar nokkuð vel. Gríðarleg aðsókn er að leikhúsum landsins og listrænt tel ég leikhúsin standa nokkuð vel – en aðsóknin er gríðarleg – á annað hundrað þúsund miðar eru seldir í stórum leikhúsunum og það þýðir auðvitað ekkkert annað en að áhorfendum líkar við það sem uppá er boðið. Það sem við höfum meiri áhyggjur af erusjálfstæðu leikhúsin – stóru leikhúsin eru nánast að éta smærri leikhúsin með miðatilboðum sem engin getur keppt við. Þetta er auðvitað vandamál sem taka verður á í einhverskonar samkomulagi. Við höfum gert nokkra nyja kjarasamninga við stofnanaleikhusin á árinu og einnig nýjan kjarasaming við Leikfélag Akureyrar sem virðist vera að rétta úr kútnum eftir heldur leiðinleg undanfarin ár. Samkomulag virðist hafa náðst um að atvinnuleikhús verði áfram rekið á Akureyri sem eru ánægjuleg tíðindi . Við erum aðilar að Fia sem eru aþjóðleg samtök sviðslistarfólks og einnig erum við aðilar að norrænum samtökum sviðslistarfólks – sem halda fundi tvisvar á ári og gaman að geta þess að næsti fundur verður í Reykjavík í byrjun júní. Ég læt hér lokið skýrslu minni til aðalfundar.
Randver Þorláksson
Formaður Félags Íslenskra Leikara.