FLB mynd

Félag Leikmynda- og búningahöfunda var stofnað 18. maí 1994 í því skyni að vernda höfundaréttarhagsmuni og stefgjöld leikmynda- og búningahöfunda í atvinnuleikhúsum, kvikmyndum og sjónvarpi og til að efla kynningu á verkum höfunda. Hlutverk félagsins er að standa vörð um hagsmuni félagsmanna sinna og hefur félagið frá stofnun átt aðild að Myndstefi sem fer með umboð félagsmanna og höfundaréttargæslu verka þeirra. FLB skipar einn aðila í stjórn Myndstefs. Það á einnig fulltrúa í stjórn Bandalags íslenskra listamanna. Félagið var frumkvöðull að stofnun Leikminjasafns Íslands árið 2003 og skipar félagið einn fulltrúa í stjórn safnsins.

Félagið er fagfélag en ekki stéttarfélag og er opið öllum þeim sem eiga höfundarverk á vettvangi leikmynda- og búningahönnunar í leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum. Stéttarfélag leikmynda- og búningahönnuða í leikhúsi er 5. deild FÍL.

Ný stjórn var kosin á aðalfundi félagsins þann 28. febrúar 2012.

Stjórnina skipa:
Rebekka A. Ingimundardóttir formaður
Þorvaldur Böðvar Jónsson ritari
Úlfur Grönvold gjaldkeri

Varamenn:
Gunnar H. Baldursson og
Þórunn María Jónsdóttir

Framhaldsaðalfundur FLB var haldin 5. nóv. 2012. Fundurinn snerist aðallega um samþykkt ársreikninga 2011 vegna gjaldkera skipta, einnig voru önnur mál til umfjöllunar.

Félagsmenn, sem greiða félagsgjöld, eru 35 talsins en alls voru 54 skráðir í félagið árið 2012. Stjórnin vinnur jafnt og þétt að því að kynna félagið fyrir nýjum félagsmönnum og sóttu alls 19 nýir félagar um aðild árið 2012.

Stjórnarfundir hafa verið haldnir óreglulega síðastliðið ár. Stjórnin hefur meðal annars einbeitt sér að því að halda fjölbreytta fyrirlestra sem gætu reynst félagsmönnum gagnlegir. Tveir fyrirlestrar voru haldnir 2012. Vorið 2011 hóf stjórnin að þróa símenntunarstefnu félagsins, sem stendur vörð um sjóð félagsins.

Engum styrkjum var úthlutað 2012.

Enn á ný er hafin umræða innan stjórnar um að gera starf leikmynda- og búningahöfunda sýnilegra og koma því á framfæri hvernig vinna fyrir leikhús og kvikmyndir fer fram. Mikið hefur verið rætt innan stjórnar um stéttamál og launakjör félagsmana. Einnig hefur verið rætt að halda málþing um stöðu leikmynda- og búningahöfunda.

Reykjavík, janúar 2013
Fyrir hönd stjórnar FLB
Rebekka A. Ingimundardóttir