Stjórn BÍL hefur fylgst með endurbyggingu Tjarnarbíós, sem nú er að mestu lokið. Hér fylgir ályktun um þá framkvæmd:

Á stjórnarfundi Bandalags íslenskra listamanna, sem haldinn var þann 23. október 2009, var samþykkt svohljóðandi ályktun:

Stjórn BÍL telur það sérstakt fagnaðarefni að nú skuli sjá fyrir endann á endurbyggingu Tjarnarbíós. Þarna mun vaxtarsprotinn í íslensku leikhúslífi eiga helsta aðsetur sitt, ennfremur verður þarna aðstaða fyrir sýningu vandaðra kvikmynda. Mikilvægt er að samningar takist við Sjálfstæðu leikhúsin um reksturinn og að þeim verði gert kleyft að standa að honum með glæsibrag.