Aðalfundur BÍL beinir því til forsvarsmanna ríkis og Reykjavíkurborgar að
- vinna með samtökum listafólks að því tryggja listamönnum sanngjarnt endurgjald fyrir notkun og birtingu verka þeirra á landamæralausum síma- og netgáttum.
- búa þannig um hnúta að framlög til tónlistarflutnings og annarrar menningarstarfsemi í tónlistarhúsinu Hörpu verði tryggð, svo starfsemin verði með þeim hætti er sæmi því góða húsi.
- tryggja að kvikmyndasýningar leggist ekki af í miðbæ Reykjavíkur. Mikilvæg starfsemi kvikmyndashússins Bíó Paradís tryggir að kvikmyndaunnendur geti ávallt gengið að fjölbreyttu úrvali kvikmynda vísu; þ.m.t. evrópskum myndum, ,,World Cinema” kvikmyndasýningum og sýningum á íslenskum kvikmyndum (leiknum sem og heimildamyndum) frá ýmsum tímum.
- standa myndarlega við bakið á danslistinni með því að styrkja rekstrargrunn Íslenska dansflokksins og ekki síður dansverkstæði danslistamanna. Það er mikilvægt að danslistamenn hafi vinnuaðstöðu við hæfi og skorum við á stjórnvöld að tryggja dansinum slíka aðstöðu til frambúðar.
- tryggja fjármagn til að frumeintök Íslenskra kvikmynda verði flutt til Íslands, en nú liggja margar íslenskar kvikmyndir undir skemmdum í vöruhúsum víða um heim. Nauðsynlegt er að bregðast skjótt við, þar sem óafturkræft tap menningarverðmæta er yfirvofandi.