Reykjavík, 29. desember 2008

 

Aðalfundarboð

Hér með er boðað til aðalfundar Bandalags íslenskra listamanna laugardaginn 31. janúar 2009. Fundarstaður verður ákveðinn síðar.

Kl. 11:00 Hefðbundin aðalfundarstörf.

Skýrsla forseta, reikningar, stjórnarkjör, skýrslur aðildarfélaga, ályktanir, önnur mál.

Minnt er á skriflegar skýrslur hvers félags, sem skulu fluttar og lagðar fram á fundinum.

Kl. 13:00 Hádegisverður

Kl. 14:00 Málþing um stöðu listamanna á krepputíma

 

Í lögum BÍL stendur:

Auk stjórnarmanns getur hvert aðildarfélag tilnefnt fjóra fulltrúa til setu á aðalfundi með atkvæðisrétt, þannig að hvert aðildarfélag hefur fimm atkvæði.

Þegar um sambandsfélög er að ræða, geta þau auk þess tilnefnt einn fulltrúa fyrir hvert sjálfstætt starfandi félag innan síns sambands.

 

Ágúst Guðmundsson

Forseti BÍL