Stjórn BÍL hefur tilnefnt fimm úr stjórn til að ræða frekar listamannalaunin við menntamálaráðuneytið. Þau eru Áslaug Thorlacius, Jakob Frímann Magnússon, Karen María Jónsdóttir, Kjartan Ólafsson og Pétur Gunnarsson.

Fyrirkomulag þetta er vaxið upp úr fundi sem stjórn BÍL átti með menntamálaráðherra og starfsliði ráðuneytisins í síðasta mánuði. Vonast stjórn BÍL til þess að málið fái skjóta afgreiðslu og nái inn á þing fyrir sumarið.