Aðalfundur BÍL – Bandalags íslenskra listamanna 2013, verður haldinn laugardaginn 9. febrúar í Iðnó við Tjörnina og hefst hann kl. 11:00. Opinn fundur um skapandi atvinnugreinar verður haldinn í beinu framhaldi.

Um aðalfund BÍL fer skv. lögum BÍL

Dagskrá fundarins ásamt tillögu stjórnar að starfsáætlun 2013 verður kynnt a.m.k. tveimur vikum fyrir fundinn.

Í beinu framhaldi af aðalfundinum verður efnt til opins fundar/málþings um þátt listamanna í skapandi atvinnugreinum. Þar verður tekin til skoðunar skýrsla starfshóps mennta- og menningarmálaráðherra um skapandi greinar.

Málþingið verður öllum opið og verður það kynnt sérstaklega hér á síðunni þegar nær dregur.