Fulltrúar úr hópi frambjóðenda Framsóknarflokksins komu til fundar við stjórn BÍL þann 25. apríl 2007, Jón Sigurðsson, formaður og iðnaðarráðherra, og Sæunn Stefánsdóttir, ritari flokksins. Umræður voru fjörugar og opinskáar.

 

Punktar fyrir fund bandalagsins og frambjóðenda Framsóknarflokksins

Í Iðnó klukkan tólf á hádegi miðvikudaginn 25. april 2007.

Helstu mál sem stjórn Bandalagsins óskar að ræða um við frambjóðendur Framsóknarflokksins:

 

1. Starfslaun listamanna.

24. janúar sl. samþykkti aðalfundur BÍL ályktun þar sem skorað er á Alþingi að fjölga starfslaunum listamanna.

“Í heilan áratug hefur fjöldi starfslauna listamanna staðið í stað. Á sama tíma hefur flest annað tekið stórfelldum breytingum, til dæmis hefur þjóðinni fjölgað um 13% og landsmenn búið við hagvöxt og vaxandi velmegun.”

 

2. Stefna Framsóknarflokksins í menningarmálum.

s.s. fjárfestingar í listum, listuppeldi og listmenntun, nýsköpun í listum og atvinnulífi, skattamál s.s. höfundaskattur, skattaívilnanir til fyrirtækja v. framlaga til menningarmála.

 

3. Ýmis mál sem formenn hinna 14 aðildarfélag BÍL munu vilja nefna.