Að gefnu tilefni vegna framkvæmdar síðustu ára vil stjórn Bandalags íslenskra listamanna árétta nauðsyn þess að vandað sé til verka er kemur að veitingu heiðurslauna Alþingis. Heiðurslaun Alþingis eru öðru fremur táknræn fyrir þakkir þjóðarinnar vegna ævistarf listamanna. Ófagleg málsmeðferð við val þeirra sem heiðurslaunin hljóta rýrir gildi þeirra.

Alþingi sjálft hefur sett á fót ráðgjafanefnd um heiðurslaun listamanna sem starfar faglega í þágu þingsins og er skipuð af forsætisnefnd. Fulltrúar hennar eru fagfólk, valið af ráðuneyti menningarmála, samráðsvettvangi háskólanna og Bandalagi íslenskra listamanna. Stjórn BÍL telur raunverulega aðkomu ráðgjafanefndarinnar lykilforsendu þess að vel takist til við veitingu heiðurslauna Alþingis.