Málþing í Þjóðminjasafninu, laugardaginn 16. maí kl 10-12 f.h.
“Mótuð verði menningarstefna til framtíðar í samráði við listamenn og aðra þá sem starfa að menningarmálum.”
Þetta má lesa í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar – og kemur stjórn BÍL ekki á óvart, því að á samráðsfundi með Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, 30. mars sl. mæltist hún til þess að listamenn hæfu sjálfir mótun menningarstefnu.
Fyrstu skrefin verða stigin á þessu málþingi.
Frummælendur verða:
Halldóra Vífilsdóttir, arkitekt
Njörður Sigurjónsson, lektor
Að loknum framsöguerindum verða almennar umræður.
Allir félagsmenn í aðildarfélögum BÍL eru hvattir til að koma og veita þessu mikilvæga máli lið.