Á samráðsfundi BÍL með menntamálaráðherra 30.mars síðastliðinn barst í tal hvort ekki væri tímabært að ráðuneytið gæfi út menningarstefnu sína. Ráðherra stakk þá upp á því að Bandalagið riði á vaðið og semdi slíka stefnu. Þessu tók stjórn BÍL afar vel og hefur nú ýtt verkefninu á flot, en hyggst einskorða sig við listirnar í stefnumótun sinni. Fyrsta skrefið er að boða til málþings í Þjóðminjasafninu, fyrirlestrarsal, laugardaginn 16. maí kl. 10-12 að morgni.
Frummælendur verða Halldóra Vífilsdóttir, arkitekt, og Njörður Sigurjónsson, lektor, en hann hefur verið ráðinn til að stýra verkinu. Að loknum inngangsorðum þeirra verða opnar umræður um málið. Allir listamenn eru hjartanlega velkomnir.