Á stjórnarfundi stjórnar BÍL í dag var samþykkt aðildarumsókn Danshöfundafélags Íslands, DFÍ og eru aðildarfélög BÍL því orðin 15 talsins. Danshöfundafélagið var stofnað á Dansverkstæðinu, Skúlagötu 30 þann 22. nóvember sl. og er meginmarkmið þess að gæta hagsmuna danshöfunda á Íslandi. Félagið sinnir þessu hlutverki meðal annars með því að efla faglega samstöðu og samræðu, vinna að auknum sýnileika atvinnugreinarinnar og standa vörð um höfunda- og hugverkarétt danshöfunda.
Flestir danshöfundar starfa verkefnabundið fyrir stóru leikhúsin, Íslenska dansflokkinn og sjálfstæða dans- og leikhópa. Auk þess vinna þeir að verkefnum fyrir auglýsingar, dagskrá- og kvikmyndagerð, áhugaleikfélög og framhaldsskóla. Skortur á samningum, fjármagns- og aðstöðuleysi hefur verið dragbítur á greininni og heft þá þróun sem möguleg væri innan hennar. Nýtt fagfélag danshöfunda er því mikilvægt skref í þá átt að styrkja stöðu danslistarinnar hér á landi.
Stjórn DFÍ 2015 er þannig skipuð:
Formaður: Katrín Gunnarsdóttir danshofundar@gmail.com
Gjaldkeri: Katrín Ingvadóttir
Ritari: Ásrún Magnúsdóttir
Varamaður: Alexander Roberts