Í tengslum við aðalfund BÍL 7. febrúar sl var haldið málþing sem bar yfirskriftina

Sjálfstæðisbarátta 21. aldrinnar
Þurfum við sérstakt menningarmálaráðuneyti?

Málþingið tók til umfjöllunar stöðu lista og menningar í stjórnkerfinu, skoðaði aðgengi atvinnufólks í listum og hönnun að aðstöðu og opinberum fjármunum, auk þess sem velt var upp sjónarmiðum um afsöðu stjórnvalda til atvinnustarfsemi sem byggir á framlagi listafólks og hönnuða. Þá var leitað svara við spurningunni um það hvort líklegt væri að sérstakt ráðuneyti menningarmála væri líklegt til að auka veg lista og menningar?

Nú hafa erindin, sem flutt voru á málþinginu verið sett á vefinn en fjórir framsöguerindi voru flutt auk þess sem mennta- og menningarmálaráðherra Illugi Gunnarsson ávarpaði málþingið og tók þátt í pallborðsumræðum ásamt framsögumönnum.

Hér má sjá ernidin

Charlotte Bøving leikari og leikstjóri,

Daði Einarsson listrænn stjórnandi,

Hulda Proppé sérfræðingur á rannsóknar- og nýsköpunarsviði Rannís

Þorleifur Arnarson leikstjóri

Málþinginu og pallborðsumræðum stýrði Magnús Ragnarsson