Aðalfundur BÍL verður haldinn í Iðnó 8. febrúar 2014
Þann 8. janúar sl. var sent út boð á aðalfund Bandalags íslenskra listamanna 2014. Fundurinn verður haldinn laugardaginn 8. febrúar 2014 í Iðnó við Tjörnina kl. 11:00 – 13:30.
Dagskrá aðalfundarins verður sem hér segir:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Lögmæti fundarins kannað og staðfest
- Skýrsla forseta um starf BÍL 2013
- Ársreikningar 2013
- Kosning skoðunarmanna reikninga (til tveggja ára)
- Kosning forseta (til tveggja ára)
- Lagabreytingartillaga, 8. grein laganna
- Starfsáætlun 2014
- Ályktanir
- Önnur mál
Stjórn BÍL leggur fram eftirfarandi tillögu til breytinga á 8. grein laganna:
Sérhverju aðildarfélagi ber að innheimta hjá félagsmönnum árstillag, sem nemur kr. 450.- m.v. verðlag í janúar 2014, til sameiginlegrar sterfsemi BÍL. Árstillagið tekur breytingum m.v. vísitölu neysluverðs.
Forseti verður kjörinn til næstu tveggja ára og hefur Kolbrún Halldórsdóttir ákveðið að gefa kost á sér til endurkjörs. Skoðunarmenn reikninga hafa verið Ragnheiður Tryggvadóttir og Sigurgeir Sigmundsson.
Þegar fundinum lýkur verður borin fram hádegishressing og kl. 14:00 hefst málþing sem fjallar um það með hvaða hætti listafólk getur auðgað samfélagið, ekki einungis gegnum listræna sköpun heldur með skapandi nálgun fjölbreyttra verkefna í öðrum greinum atvinnulífs. Málþinginu lýkur kl. 16:00 með móttöku í boði BÍL. Málþingið er öllum opið og verður sérstök tilkynning send formönnum aðildarfélaganna til dreifingar á félagsmenn.
Minnt er á að auk stjórnarmanns getur hvert aðildarfélag tilnefnt fjóra fulltrúa til setu á aðalfundinum með atkvæðisrétt, þannig að hvert aðildarfélag hefur fimm atkvæði á fundinum. Sambandsfélag getur að auki tilnefnt einn fulltrúa fyrir hvert sjálfstætt starfandi félag innan sambandsins. Allir félagsmenn aðildarfélaganna eiga rétt til setu á fundinum með málfrelsi og tillögurétt. Formenn eru minntir á að senda inn þátttökulista í síðasta lagi viku fyrir aðalfund, þ.e. 1. febrúar nk.