Í stjórn FLÍ á starfsárinu sátu Jón Páll Eyjólfsson, formaður, Gunnar Gunnsteinsson, gjaldkeri og Kolbrún Halldórsdóttir, ritari, Varamenn í stjórn voru Rúnar Guðbrandsson, Agnar Jón Egilsson og Una Þorleifsdóttir.

 

Greiðandi félagar eru 50. Stjórn fundar einu sinni í mánuði að jafnaði . Stjórn sér um daglega umsýslu félagsins og ritstjórn vefsíðu. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að vefsíðan miðli vel upplýsingum til félaganna um ráðstefnur, fundi, vinnustofur og annað sem eflir þekkingu og fagvitund félagsmanna.

Meðal mála sem stjórn vann að á árinu voru:

  • o Tillögur um fulltrúa FLÍ í nefndir, ráð og stjórnir utan félagsins.
  • o Tillögur að starfsáætlun 2013-2014 .
  • o Umsóknir nýrra félaga
  • o Tillögur að lagabreytingum
  • o Samninga viðræður við RÚV og LA
  • o Ný heimasíða og nýtt merki félagsins í smíðum og verður afhjúpað á komandi aðalfundi félagssins í maí.

Jón Páll Eyjólfsson
Formaður FLÍ