Reykjavík 1. Mars 2024

Aðalfundur BÍL  2024 – fundarboð með dagskrá

 Þann 15. febrúar var aðildarfélögum BÍL sent boð um aðalfund BÍL 2025. Fundurinn verður haldinn laugardaginn 16. mars í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu og hefst kl. 14:00.

Dagskrá aðalfundarins verður sem hér segir:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Lögmæti fundarins kannað og staðfest
  3. Fundargerð síðasta aðalfundar
  4. Skýrsla forseta um starf BÍL 2023
  5. Ársreikningar 2023
  6. Lagabreytingar
  7. Ályktanir
  8. Kosning forseta
  9. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
  10. Önnur mál

 Stjórn B ÍL leggur fyrir fundinn tillögur að lagabreytingum sem fylgja dagskrá þessari, en samkvæmt lögum BÍL þurfa lagabreitingartillögur að berast stjórn þrem vikum fyrir aðalfund og sendar út með dagskrá og eigi síðar en tveimur vikum fyrir fundinn.  

Að þessu sinni fer fram kosning forseta og í lögum BÍL segir; Forseti skal kosinn sérstaklega, bundinni kosningu og skal tillaga að forsetaefni berast stjórn a.m.k. viku fyrir boðaðan aðalfund. Fái enginn hreinan meirihluta greiddra atkvæða, skal kjósa aftur milli þeirra sem flest atkvæði hlutu. Kosningin skal vera skrifleg.

 Aðalfundur BÍL fer fram skv. lögum Bandalagsins, sem eru aðgengileg á heimasíðunni. Minnt er á að auk stjórnarmanns getur hvert aðildarfélag tilnefnt fjóra fulltrúa til setu á aðalfundinum með atkvæðisrétt, þannig að hvert aðildarfélag fer með fimm atkvæði. Sambandsfélag getur að auki tilnefnt einn fulltrúa fyrir hvert sjálfstætt starfandi félag innan sambandsins. Þess er óskað að tilkynningar um fulltrúa með atkvæðisrétt séu sendar forseta a.m.k. viku fyrir fundinn. Til áréttingar þá eiga allir félagsmenn aðildarfélaganna rétt til setu á fundinum með málfrelsi og tillögurétt, því er hvatt til þess að almennum félögum sé kynnt dagsetning og dagskrá fundarins með góðum fyrirvara og hann auglýstur á heimasíðum aðildarfélaganna. 

Virðingarfyllst

Erling Jóhannesson

Forseti Bandalags íslenskra listamanna