Myndskeið

Glerhjúpur Hörpu tónlistarhúss

Þetta myndskeið fjallar um glerhjúpinn úr strendingsformum sem er utan á tónlistarhúsinu Hörpu. Glerhjúpurinn er verk Ólafs Elíassonar, hins heimsþekkta hálf-íslenska listamanns, en er raunar einnig byggt á formrannsóknum samstarfsmanns Ólafs, Einars Þorsteins. Myndskeiðið er úr myndskeiðsrás Hörpu á Youtube.

Íslensk myndlist sem fjárfestingarkostur

Útvarpsviðtal (með mynda glærusýningu) við Jóhann Ágúst Hansen, listaverkasala, þar sem hann ræðir við Síðdegisútvarpið á RÚV, 10. nóvember 2009. Umræðuefnið er lokaritgerð í viðskiptafræðum sem hann var að ljúka við frá Háskólanum á Bifröst, sem fjallaði um hvort íslensk myndlist væri góður fjárfestingarkostur fyrir fjársterka aðila.

Halldór Guðmundsson – Út vil ek – fundur BÍL og Útflutningsráðs

Halldór Guðmundsson bókmenntafræðingur talar á fundinum “Út vil ek” á vegum Bandalags íslenskra listamanna og Útflutningsráðs Íslands. Erindi hans fjallar um sölu og kynningu íslenskra bóka erlendis. Myndskeiðinu var hlaðið inn á myndröð Iceland Trade þann 15. febrúar 2008.