Hugmyndir og áætlanir um stofnun þjóðaróperu hafa lengi verið á borði stjórnvalda og er bundin í stjórnarsáttmála þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr.

Bandalag íslenskra listamanna hefur eindregið stutt ákvörðun um stofnun þjóðaróperu. Innan vébanda BÍL eru öll fagfélög þeirra listamanna sem koma að óperustarfsemi; flytjendur, höfundar sem og listrænir stjórnendur og hefur BÍL lagt áherslu á að fagleg og listræn sjónarmið séu leiðarljósið í þeirri vinnu.

Nú er þriðji áfangi þessarar vinnu hafinn og hann byggir á ítarlegu starfi tveggja starfshópa. Í þeim fyrsta, sem skipaður var á haustmánuðum 2020 áttu sæti bæði fulltrúar fagfélaga listamanna og fulltrúar íslensku óperunnar. Seinni hópurinn var skipaður fulltrúum BÍL og starfsmönnum menningarráðuneytisins. Báðir þessir hópar ræddu formlega við öll fagfélög listamanna og allar þær menningarstofnanir sem gætu mögulega haft aðkomu að rekstri óperu. Samráðið hefur því verið umfangsmikið og margar sviðsmyndir dregnar upp sem allar miða að því að sá auður sem við eigum, bæði í fjölda listamanna og öflugum menningarstofnunum á sviði tónlistar og sviðslista, nýtist sem best.

Það er öllum ljóst sem að menningarrekstri koma að það rekstur óperu er margslunginn og  verður ekki dregin upp úr hatti. Hér hafa málin verið grandskoðuð og hvernig best verði að þjóðaróperu búið.

Sá hópur sem nú kemur að því að ráða verkefnastjóra til að sigla þessu mikilvæga verkefni af stað býr því að góðri góðri vinnu og víðtæku samráði sem unnin hefur verið fram að þessu.

Bandalag íslenskra listamanna fagnar því þeim áfanga sem menningarmálaráðherra nær með auglýsingu verkefnastjóra nýrrar þjóðaróperu og telur það rökrétt framhald uppbyggingar óperustarfs í landinu.