Bandalag íslenskra listamanna fordæmir innrás Rússlands í Úkraínu.

Það ofbeldi sem Rússland beitir gegn sjálfstæðum, fullvalda nágrönnum sínum í Úkraínu  er glæpur – aðgerð sem beinist gegn fólki og menningu. Þetta er  heimsmynd  átaka og ótta sem við Evrópubúar vonuðumst til að liðið hefði undir lok þegar kalda stríðinu lauk.

Við listamenn lítum á þær hernaðaraðgerðir sem beinast að menningu og sjálfsmynd úkraínsku þjóðarinnar sem glæp og hvetjum ráðherra menningarmála til þess að vekja á því athygli hvernig  söguleg og menningarleg verðmæti eru markvisst eyðilögð.

Fyrst og fremst eru þó fórnarlömb þessarar innrásar saklaust fólk – þetta er árás á mennskuna,  rétt fólks til þess að lifa í friði við almenn mannréttindi.

Listamenn á Íslandi, eins og um allan heim, fordæma þessa innrás og krefjast þess að herir Rússlands hverfi aftur til síns heima.

#standwithukraine #creatorsforukraine

 

Federation of Icelandic Artists condemns Russia’s invasion

Russia’s violence against its independent and sovereign neighbors in Ukraine is a crime – an action taken against people and culture. This is the world view of conflict and fear that we Europeans hoped had faded away with the cold war.

We artists consider this military action a crime, since it is pointed against the Ukrainian people’s culture and self image and we urge our minister of culture to call attention to the deliberate destruction of historical and cultural values.

The victims of this invasion are innocent people first and foremost – it is an attack on humaneness, people’s rights to live in peace and enjoy general human rights.

Artists in Iceland, like in the rest of the world, condemn this invasion and demand the Russian military to return to their home.

#standwithukraine #creatorsforukraine

Mynd, Ivan Marchuk