Á sama tíma og listir og menning skapa störf og bæta samfélagið þá er heildarskerðing fjármagns á milli áranna 2024 og 2025 á sviði menningarmála 365,4 milljónir króna m.v. fjárlagafrumvarp næsta árs. Niðurskurður á Kvikmyndasjóði frá árinu 2021 er 27,3%, niðurskurður á Bókasafnssjóði á milli áranna 2024 og 2025 er 22,8%, niðurskurður Sviðslistasjóða á milli áranna 2024 og 2025 er 20,7% og niðurskurður Myndlistarsjóðs á milli áranna 2024 og 2025 er 17,6%. Ef núverandi fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt mun það hafa neikvæðar afleiðingar á starfsumhverfi listamanna til frambúðar. Munuð þið beita ykkur fyrir því að styrkja sjóðakerfi listgreina á næsta kjörtímabili?

Ástæða niðurskurðar ef vegna þess hve illa hefur verið staðið að því reka ríkissjóð á síðustu kjörtímabilum. Hann hefur verið rekinn með halla og vaxtakostnaður er óheyrilegur og því er brugðist við með niðurskurði. Þessu ætlar Viðreisn að breyta. Við ætlum að ná tökum á rekstrinum til að ná að efla t.a.m. listgreinar hér á landi.

_

BÍL hefur kallað eftir því að stjórnvöld hækki mánaðarlega fjárhæð listamannalauna, en upphæðin hefur rýrnað verulega í samanburði við launaþróun á undanförnum árum. Núverandi mánaðargreiðsla er kr. 538.000 sem er verktakagreiðsla og listamaðurinn þarf því að standa skil á öllum launatengdum gjöldum sjálfur. Á árunum 2011-2024 hækkuðu starfslaun listamanna um 96% meðan launavísitalan hækkaði um 160%. Hefðu starfslaun ársins 2011 verið verðtryggð með þróun launavísitölu væri upphæð þeirra 32% hærri en nú eða 713.000 kr. Þetta skýtur skökku við því að mánaðarleg fjárhæð listamannalauna er lægri en viðmið skattsins um lágmarks reiknað endurgjald fyrir vinnu listafólks. Munuð þið beita ykkur fyrir því á næsta kjörtímabili að hækka mánaðarlega fjárhæð starfslauna?

Þetta er enn ein afleiðing þess hversu illa ríkissjóður hefur verið rekinn undanfarin ár. Eins og í svari 3 þá verðum við að ná tökum á rekstrinum áður en við lofum auknum fjárframlögum til ýmissa góðra og brýnna verkefna. Við viljum ekki gefa falskar vonir en við vitum að til að geta bætt kjör landsmanna og þar með talið listamanna verður ríkissjóður að vera vel rekinn.

_

Á undanförnum tveimur áratugum hefur hverju rýminu á fætur öðru verið lokað, ýmist vegna hertra öryggisstaðla eða skorts á fjármagni, og stendur grasrótarstarfsemi í tónlist, myndlist og sviðslistum frammi fyrir fordæmalausum húsnæðisskorti.BÍL hefur kallað eftir því að stjórnvöld skoði heildrænar lausnir fyrir vinnuaðstöðu fyrir listamenn, bæði rými listsköpun, æfingar, tónleika, sýningar og hvers konar miðlun listaverka og menningararfs. Muni þið beita ykkur fyrir því að listamenn hafi aðgang að vinnurýmum og sýningarýmum fyrir sviðslist, myndlist og tónlist á viðráðanlegu verði á næsta kjörtímabili?

Allar gerðir lista blómstra á Íslandi. Hlúð er að listum og menningu á öllum sviðum samfélagsins með myndarlegum fjárframlögum og sérhannaðri og vel búinni aðstöðu fyrir hverja listgrein fyrir sig. Áhersla er lögð á að öll hafi aðgang að list í sínu umhverfi og listnám er í hávegum haft og gjaldfrjálst á öllum skólastigum. List er mikilvægur hluti af umhverfinu, í nýbyggingum er gert ráð fyrir listaverkum sem hluti af ferlinu og hugað er að hljóðvist og möguleika til sýninga í öllum skólabyggingum, spítölum og dvalarheimilum aldraðra, í raun í öllum opinberum rýmum. Listin er fyrir öll og aðstöðumunur eftir búsetu, líkamlegu eða andlegu atgervi eða fjárhagsstöðu er ekki fyrir hendi. Listmeðferð er viðurkenndur og mikils metinn hluti heilbrigðiskerfisins og læknar skrifa upp á listiðkun við ýmsum andlegum og líkamlegum sjúkdómum. Menningararfurinn er vel varðveittur og aðgengilegur. Íslenskar listir og menning af öllum toga er vel þekkt og metið víða um heim og stutt er við listir og menningu eins og annan arðbæran útflutningsiðnað.

_

Hvað ætlar þinn flokkur að gera til að bæta stöðu íslenskra bókmennta og íslenskrar tungu ef þið komist til valda?

Viðreisn veit að menning hvort sem eru bókmenntir eða önnur tegund menningar gegnir lykilhlutverki við að halda tungumálinu okkar á lífi. Við þurfum að hafa fjölbreytta flóru af bókum bæði skrifuðum af íslenskum höfundum en líka þýdd verk. Skoða mætti hvort við gætum beint stuðningnum markvissar þangað sem þörfin er brýnust fyrir fjölbreyttara efni. Það mætti skoða bæði í rituðu efni en líka leiknu efni sem hæfir nútíma miðlum.

_

Það er stefna stjórnvalda að sameina ríkisstofnanir og í frumvarpi um stofnun Þjóðaróperu er lagt til að Þjóðarópera verði stofnuð innan Þjóðleikhússins. Þannig náist samlegðaráhrif sem skili sér í minni yfirbyggingu og margþættri samnýtingu á innviðum og stoðdeildum. Á sama tíma er stigið fyrsta skrefið í átt að framtíðarfyrirkomulagi þar sem allar sviðlistastofnanir ríkisins verði reknar undir einum hatti með jafnræði milli listrænna stjórnenda hverrar listgreinar. BÍL styður þá framtíðarsýn sem fram kemur í frumvarpi um stofnun Þjóðaróperu að lagður verði grunnur að sameinaðri sviðslistastofnun líkt og er í Dannmörku.
Styður ykkar flokkur þessa framtíðarsýn?

Viðreisn vill nýta opinbert fé eins vel og markvisst og hægt er. Það getur Viðreisn fækka m.a. falist í því að fækka stofnunum og hagræða í rekstri. Að þessu leyti geta áfrom um að reka allar sviðslistir undir sama hatti. Gæta verður samt að því að frelsi og svigrúm þeirra sem fást við þessar listir sé tryggt. Viðreisn er tilbúin til þess að eiga samtal og samráð við þá sem gerst þekkja til og starfa á þessu vettvangi um þessa framtíðarsýn.

_

Hvernig hyggst þinn flokkur tryggja gæði í byggingarlist á Íslandi?

Viðreisn telur samkeppni á öllum sviðum af hinu góða. Það gildir líka um byggingarlistina. Viðreisn styður því arkitektasamkeppnir í auknum mæli. Viðreisn er tilbúin til samtals um hvernig best má standa að því og útfæra.

_

Í sviðslistum má finna ýmsar stofnanir og menningarsjóði sem eru reknar að meirihluta fyrir opinbert fé (t.d Þjóðleikhús, Íslenski dansflokkurinn, sviðslistasjóður, kvikmyndasjóður, Listaháskóli Íslands o.s.frv). Listamenn sem vinna fyrir opinbert fjárframlag eiga ekki allir skjól í kjarasamningi. Fjölmargir vinna í verktöku á kjörum sem eru undir lágsmarkslaunum eða viðmiðunarsamningum.
Hvernig ætlar flokkurinn þinn að vinna gegn því að listamenn sem vinna fyrir opinbert fjárframlag í gegnum sjóðakerfið eða hjá opinberum stofnunum séu hlunnfarnir?

Kæmi til greina af ykkar hálfu, að skilyrða styrkveitingu eða rekstrarframlag af hálfu hins opinbera þannig að viðkomandi greiði listamönnum samkvæmt kjarasamningi við viðeigandi stéttarfélag?

Listamenn eins og aðrir eiga að fá greitt eftir gildandi kjarasamningum. Viðreisn gerir þá kröfu að opinberar stofnanir fari að lögum í landinu.

_

Listaháskólinn hefur búið við mikinn húsnæðisvanda frá stofnun skólans og skólinn er í dag í sex mismunandi byggingum víðsvegar um borgina sem mætir engan veginn kröfum háskóla í nútíma samfélagi. Nú liggja fyrir áform um að skólinn komist undir eitt þak í húsnæði gamla Iðnskólans á Skólavörðuholti. Styður þinn flokkur framtíðaráform Listaháskólans um að komast undir eitt þak næstu árum þar sem kröfum og þörfum skólans er mætt. Ætlið þið að forgangsraða þessu verkefni á næsta kjörtímabili?

Nýtt húsnæði fyrir Listaháskólann hefur verið á stefnuskrá VG síðan 2021 ásamt því að afnema skólagjöld í skólann. Seinna Já við styðjum að sjálfsögðu þau áform. Listaháskólinn ætti að standa jafnfætis öðru háskólanámi. Þar að auki þarf að koma skólanum í viðunandi húsnæði sem fyrst. Að því mun Viðreisn vinna.

_

Þegar haft er í huga hvernig rannsóknir sýna fram á mikilvægi lista, bæði hvað varðar farsæld nemenda, sjálfsskilning og víðari sjóndeildarhring (að ónefndu efnahagslegu gildi lista og menningar sbr. nýlega skýrslu Ágústs Ólafs Ágústssonar) þá má spyrja: Hvernig telja frambjóðendur að megi efla hlut lista í menntun og skólastarfi? Hvert teljið þið að hlutverk ríkisins sé í því að tryggja menntun í listum og skapandi greinum fyrir ungt fólk á Íslandi og hvernig viljið þið sjá þessa menntun þróast?

Viðreisn gerir sér fulla grein fyrir hversu mikilvæg listkennsla er í öllu skólastarfi. Hún eflir nýsköpun, sjálfstæða hugsun og sjálfsöryggi barna og ungmenna svo eitthvað sé nefnt. Við sjáum fyrir okkur að þegar við tökum við stjórn landsins að við köllum á sérfræðinga á þessu sviði til skrafs og ráðagerða um hvað megi betur fara og hvernig það verður best útfært.. Listkennsla á ekki sífellt að vera berjast fyrir tilvist sinni enda er hún mikilvægur þáttur í menntakerfi okkar.

_

Ef þið væruð að lýsa “fullkomnu samfélagi” í ykkar augum, hvernig myndi efnahagsleg aðild ríkisins að menningarmálum?

Við sjáum fyrir okkur frjótt menningarlíf sem er stutt af ríki og sveitarfélögum en líka af einstaklingum og fyrirtækjum sem kunna að meta gildi og vægi fjölbreytts menningarlífs.