Bandalag íslenskra listamanna hefur sent Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis eftirfarandi umsögnn um þingmál nr 13:

Bandalag íslenskra listamanna hefur fengið til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið, nr. 34/1944, með síðari breytingum (notkun fánans).

Stjórn Bandalagsins hefur fjallað um málið og ákveðið að fylgja sömu sjónarmiðum og Hönnunarmiðstöð Íslands hefur þegar lýst í umsögn til stjórnskipunar- og eftirlistnefndar Alþingis. Þau sjónarmið koma jafnframt fram í hjálagðri grein sem birtist í Fréttablaðinu 12. desember sl. og er skrifuð af Höllu Helgadóttur framkvæmdastjóra Hönnunarmiðstöðvar.

Meginsjónarmið BÍL eru að d-liður 1. gr. frv. sé ófullnægjandi enda kæmi sú skilgreining sem þar er að finna í veg fyrir að fjöldi fyrirtækja, sem framleiða og selja íslenska hönnunarvöru, gætu notað fánann á afurðir sínar. Þá tekur stjórn BÍL undir nauðsyn þess að aðgreina hönnun frá handverki í lagasetningunni. Loks vill BÍL sjá að gerð verði tilraun til að setja gæðastaðla á þær vörur sem fá heimild til að nota fánann í markaðssetningu.

Virðingarfyllst….