Fimmtudaginn 16. apríl samþykkti Alþingi nýtt frumvarp um lög um starfslaun listamanna. Mestu skiptir sú breyting að fjölga laununum um þriðjung eða úr 1200 í 1600 mánaðarlaun. Áður höfðu listamenn náð samstöðu um skiptingu launa á milli listgreina, svo og um aðra þá þætti sem að málinu koma, og var sú sátt innsigluð á fundi í Menntamálaráðuneytinu 7. janúar síðastliðinn.
Sjá meira um málið undir Greinar.