MENNINGARLANDIÐ 2009

Menntamálaráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga, í samstarfi við menningarráð landsbyggðarinnar boðar til ráðstefnu á Hótel Stykkishólmi dagana 11. og 12. maí n.k.

Fjallað verður um reynsluna af menningarsamningunum og spurt hver árangur hafi orðið og hvert beri að stefna. Hvernig getum við nýtt okkur menningu og menningartengda ferðaþjónustu til nýrrar sóknar í nýsköpun og nýtingu menningararfs okkar?

Menningarráð landsbyggðarinnar kynna starfsemi sína og bjóða upp á fjölbreytt sýnishorn skapandi menningar. Fróðleg erindi og spennandi viðburðir.

DAGSKRÁ

Mánudag 11. maí

Kl. 12:00 Trommusveitin í Stykkishólmi býður gesti velkomna

Ávarp ráðherra

Landshlutapóstur frá Menningarráði Vesturlands og Vestfjarða

Kl.12:40 Dögg Mósesdóttir: Framtíðarfjárfestingin menning

Kl. 13:00 Leikatriði frá Ungmennafélaginu Íslendingi í boði Menningarráðs Vesturlands

– Stutt hlé –

Kl. 13:30 Elísabet Indra Ragnarsdóttir: „Við verðum að læra að sjá meira, heyra meira, skynja meira …“

Kl. 13:50 Hjálmar H. Ragnars: Skapandi kraftur

Kl. 14:10 Jón Hrólfur Sigurjónsson: „Hér er hægt að fá brjálaðar hugmyndir og láta þær gerast!“

Kl. 14:30 Spurningar og svör um menningaruppeldi og listfræðslu

– Stutt hlé –

Kl. 15:00 Tónlistarperlur: Alexandra Chernyshova sópran, Þórhallur Barðason barinton og Tom R. Higgerson píanóleikari flytja. Tónlistaratriði í boði Menningarráðs Norðurlands vestra

Kl. 15:15 Landshlutapóstur frá Menningarráði Norðurlands vestra

Kl. 15:30 Þór Sigfússon: Um þýðingu lista og menningar í íslensku athafnalífi

– Stutt hlé –

Kl. 16:10 Menningarlandið 2009: Höfum við gengið til góðs: Guðrún Helgadóttir og Signý Ormarsdóttir flytja hugleiðingu um reynslu og árangur af menningarsamningum ríkis og sveitarstjórna. Að erindum þeirra loknum taka þær þátt í pallborði ásamt Svanfríði Jónasdóttur bæjarstjóra á Dalvík og fulltrúum frá iðnaðar- og menntamála-ráðuneytum.

Kl. 17:15 Sameiginleg upplifunarferð með ævintýrasiglingu. Sturla Böðvarsson segir frá sögu og skipulagi gamla miðbæjarins í Stykkishólmi og gengið verður fylktu liði gegnum gamla bæinn, niður á höfn og um borð í bát sem siglir með gesti um Breiðafjörð. Boðið verður upp á ferskt sjávarfang um borð.

Kl. 19:45 Fordrykkur í boði Stykkishólmskaupsbæjar í Vatnasafninu.

Kl. 21:00 Kvöldverður með næringu fyrir líkama og sál. Þjóðlagasveitin frá Akranesi, Stefán Benedikt Vilhelmsson leikari, Þórunn Gréta Sigurðardóttir píanóleikari og Kómedíuleikhúsið frá Ísafirði verða meðal skemmtiatriða.

Þriðjudag 12. maí

Kl. 09:30 Svanhildur Konráðsdóttir: Menning – mikilvægur drifkraftur í ferðaþjónustu

Kl. 09:50 Landshlutapóstur frá Menningarráði Eyþings

Kl. 10:05 Stuttmyndafestivalið Stulli – verðlaunamynd og bjartasta vonin 2008 í boði Menningarráðs Eyþings

Kl. 10:15 Dansgjörningur í boði Menningarráðs Eyþings: Anna Richardsdóttir

Kl. 10:30 Landshlutapóstur frá Menningarráði Suðurlands

Kl. 10:45 Þjóðlagasveitin Korka í boði Menningarráðs Suðurlands

– Stutt hlé –

Kl. 11:20 Sigríður Sigurjónsdóttir: Stefnumót Bænda og hönnuða

Kl. 11:40 Sólveig Ólafsdóttir: Meyjarhumar og hákarl

Kl.12:00 Matarhlé

Kl.13:00 Viðar Hreinsson: Menningararfur og sjálfsmynd Íslendinga

Kl. 13:20 Hjálmar Sveinsson: Skipulag er menning

Kl. 13:40 Umræður

– Stutt hlé –

Kl. 14:20 Landshlutapóstur frá Menningarráði Austurlands

KL. 14:35 Brynhildur Guðjónsdóttir: Í fáum orðum

Kl. 15:00 Jón Jónsson: Rótað í framtíðinni

Kl.15:20 Ávarp ráðherra

Kl.15:30 Lúðrasveit Stykkishólms og Akraness kveður gesti