Skýrsla stjórnar FLB starfsárið 2013
Stjórn FLB skipa:
Rebekka A. Ingimundardóttir formaður
Þorvaldur Böðvar Jónsson ritari
Úlfur Grönvold gjaldkeri
Varamenn: Gunnar H. Baldursson og Þórunn María Jónsdóttir.
Félagið er aðili að Myndstefi sem fer með umboð félagsmanna og höfundaréttargæslu verka þeirra. FLB skipar einn aðila í stjórn Myndstefs. Formaður félagsins situr í stórn BÍL. FLB er einnig aðili að og skipar fulltrúa í stjórn Leikminjasafn Íslands.
Félagsmenn, sem greiða félagsgjöld, eru 37 talsins en alls voru 56 skráðir félagar í félagið árið 2013. Stjórnin vinnur að því að kynna félagið fyrir nýjum félagsmönnum og sóttu 3 nýir félagar um aðild árið 2013.
Stjórn FLB telur að brínasta mál félagsins snúi að starfsumhverfi og hvernig auka megi jafnari tekjur og vinnuréttindi félagsmanna.
Vorið 2011 hóf stjórnin að þróa Símenntunarstefnu félagsins. Stjórnin hefur meðal annars einbeitt sér að því halda áfram með fjölbreytta fyrirlestra sem gætu reynst félagsmönnum gagnlegir. Leitað var til Myndsefs um kynningu á höfundaréttum leikmynda og búningahöfuna sem og öðrum höfundarmálum sem við koma stafi félagsmanna.
Úthlutun Stór yddarakrossins (heiðurs kross fyrir heiðursfélaga félagsins) hefur verið tekinn upp aftur og mun nýr Stór yddari sleginn á næsta aðalfundi félagsins.
Umræða innan stjórnar og meðal félagsmanna um að gera starf leikmynda- og búningahöfunda sýnilegra. Mikið hefur verið rætt innan stjórnar um stéttamál og launakjör félagsmana.
Engum styrkjum var úthlutað 2013.
Reykjavík, 4 febrúar 2014
Fyrir hönd stjórnar FLB
Rebekka A. Ingimundardóttir.