Á heimasíðu STEFs er í dag birt eftirfarandi frétt:

Þann 1. nóvember 2011 náðu íslenskir tónlistarmenn markmiði sínu til margra ára, að virðisaukaskattur á sölu tónlist stafrænt (með streymi eða niðurhali í gegnum Internetið) yrði lækkaður niður í sama þrep og virðisaukaskattur af sölu geisladiska. Þetta þýðir að virðisaukaskattur frá og með 1. nóvember á stafrænni sölu tónlistar er 7% í stað 25,5% áður. Fyrir neytendur mun þetta þýða lækkun á söluverði tónlistar á netinu sem vonandi skilar sér í aukinni sölu. Fyrir höfunda mun þetta því væntanlega þýða auknar tekjur frá tónlistarveitum á borð við Tónlist.is og Gogoyoko. Hægt og rólega hafa tekjur höfunda af stafrænni sölu tónlistar verið að aukast þrátt fyrir að enn sé langt í að tekjur af stafrænni sölu á tónlist nái að bæta það tekjutap sem orðið hefur vegna minni sölu á geisladiskum.

http://www.stef.is/Frettir/nr/149