Frambjóðendurnir Kolbrún Halldórsdóttir og Jóhann Björnsson sátu fund með stjórn BÍL í hádeginu, föstudaginn 4. maí. Vegna jarðarfarar var aðeins fundað í eina klukkustund. Kolbrún hafði forsögu um stefnu Vinstri-grænna í menningarmálum. Í umræðunum var einkum dvalið við heiðurslaun listamanna, list í skólum og stuðning við opinberar menningarstofnanir, sem Vinstri-grænir telja vera sveltar af ásetningi – til að þröngva þeim til að leita til einkageirans um stuðning.