Samkvæmt lögum skal aðalfundur Bandalags íslenskra listamanna haldinn fyrir lok febrúar ár hvert. Á stjórnarfundi BÍL þann 21. janúar var ákveðið, í ljósi aðstæðna, að fresta boðun aðalfundar þar til samkomutakmarkanir yrðu rýmkaðar.

Samkv. lögum bandalagsins þarf að boða aðalfund með minnst mánaðar fyrirvara og dagskrá send tveim vikum fyrir boðaðan aðalfund.

Aðildarfélögum BÍL mun því berast fundarboð í tíma um leið og dagsetning liggur fyrir.