Í tengslum við aðalfund BÍL 2012 var haldið málþing um höfundarrétt undir yfirskriftinni „Með hverjum deilum við tekjunum okkar“. Málþingið fjallaði í stórum dráttum um það hvernig höfundarréttur er órjúfanlegur hluti af réttinda- og kjarabaráttu listamanna. Kristín Atladóttir kvikmyndagerðarmaður stýrði málþinginu og erindi fluttu Katrín Jakobsdóttir menningar- og menntamálaráðherra, Pia Raug söngvaskáld og þáv. formaður KODA í Danmörku, Gerla – Guðrún Erla Geirsdóttir myndhöfundur, Ólöf Ingólfsdóttir danshöfundur og Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður. Einnig tekur til máls Jakob Frímann Magnússon fomaður FTT – Félags tónskálda og textahöfunda og Kolbrún Halldórsdóttir forseti BÍL ávarpar gesti í upphafi málþingsins.