Laugardaginn 6. september varð BÍL áttrætt. Af því tilefni var haldin afmælisveisla í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Veislan fór fram að viðstöddu fjölmenni, talið er að á milli 3-400 manns hafi safnast samani til að fagna þessum tímamótum.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, flutti ávarp þar sem hún hét því að farið yrði í endurskoðun á lögum um starfslaun listamanna í samráði við stjórn BÍL. Aðrir sem fluttu ávörp voru Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, Pétur Gunnarsson, ritari BÍL, og Ágúst Guðmundsson, forseti BÍL. Ávörp Péturs og Ágústar má lesa undir greinar.