Bandalagið áttrætt

Laugardaginn 6. september varð BÍL áttrætt. Af því tilefni var haldin afmælisveisla í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Veislan fór fram að viðstöddu fjölmenni, talið er að á milli 3-400 manns hafi safnast samani til að fagna þessum tímamótum.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, flutti ávarp þar sem hún hét því að farið yrði í endurskoðun á lögum um starfslaun listamanna í samráði við stjórn BÍL. Aðrir sem fluttu ávörp voru Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, Pétur Gunnarsson, ritari BÍL, og Ágúst Guðmundsson, forseti BÍL. Ávörp Péturs og Ágústar má lesa undir greinar.

 

Comments are closed.