Í stjórn Félags leikskálda og handritshöfunda sitja Hávar Sigurjónsson formaður, Bjarni Jónsson gjaldkeri, Hrafnhildur Hagalín ritari, Sigurjón B. Sigurðsson og Sigtryggur Magnason meðstjórnendur.

IHM
Samkomulag við RSÍ um að FLH fái hlutdeild í tekjum úr IHM sjóði og greiddur verði kostnaður af þátttöku FLH í FSE (800 evrur) og þátttaka í norrænu heimasíðunni (600 evrur). Þetta var niðurstaða nokkura funda sem formaður átti með Eiríki Tómassyni framkvæmdastjóra IHM og Aðalsteini Ásberg fulltrúa RSÍ í stjórn IHM.

Samningar
Framkvæmdastjóri Rúv Bjarni Guðmundsson óskaði eftir endurskoðun á endurflutningsákvæðum sjónvarpsefnis skv samningi við RSÍ og FLH. Í nefndinni sátu fyrir RSÍ Ásdís Thoroddsen og Sigurður Pálsson. Formaður fyrir okkar hönd. Lagt fram tilboð af okkar hálfu um nýja skilgreiningu eldra efnis og greiðslur fyrir þær. Engin viðbrögð síðan af hálfu RÚV.

Gróska
Um nokkurt skeið verið umræða innan stjórnar um að gera starf höfundarins sýnilegra og koma því á framfæri hversu margir væru að skrifa fyrir leikhús og sú gróska væri ekki að skila sér í sýningum leikhúsanna. Reifaðar voru hugmyndir um höfundakvöld og einnig hafði verið rætt að halda málþing um stöðu höfundarins í leikhúsinu.
Hlín Agnarsdóttir hafði samband við formann og hvatt til til aðgerða og niðurstaðan varð að stjórnin fól Hlín í samstarfi við formann að skipuleggja leiklestra á leikverkum og efna til málþings um stöðu höfundarins. Reynt var að fá fulltrúa Dramatikkens hus í Osló til að koma og segja frá starfseminni en það gekk ekki. Þegar undirbúningur var nokkuð á veg komin baðst Hlín undan framkvæmdastjórn verkefnisins og Ásdís Þórhallsdóttir tók það að sér og skilaði því með sóma. Hlín sá þó áfram um fjármögnun verkefnsins og fórst það vel úr hendi og útvegaði 500 þúsund frá Menntamálaráðuneyti og 300 þúsund frá Menningarmálanefnd Reykjavíkur og tókst með þessu að skila verkefninu í höfn án aukakostnaðar fyrir félagið.
Skemmst frá því að segja að Gróska tókst mjög vel, lesið var úr 18 leikritum með þátttöku 20 leikara og málþing um stöðu höfundarins var vel sótt.

FSE
Sveinbjörn Baldvinsson er áfram okkar fulltrúi í FSE og varaforseti samtakanna. Rætt er um að halda næsta alþjóðaþing handritshöfunda í Madrid á næsta ári.

NDU
Árlegur fundur Norrænu leikskáldasamtakanna fór fram hér á landi, á Hallormstað 26-28. ágúst. 16 gestir frá norrænu félögunum mættu til landsins og Hávar og Sjón sátu fundinn fyrir okkar hönd. Fundurinn tókst vel og umræður um stöðu höfundarins voru málefnalegar og gagnlegar. Ítarleg fundargerð þessa fundar liggur fyrir og óþarfi að tíunda frekar hér.

Norrænn leikritabanki
Danska leikskáldafélagið hyggst stofna leikritabanka fyrir Dani, Færeyinga og Grænlendinga og hefur boðið okkur þátttöku. Stjórnin tók þá ákvörðun að þiggja boðið og var á dögunum sent út bréf þar sem fram kemur hvernig þetta er hugsað og byggist á einstaklingsþáttöku.

Leiklistarsambandið
Á aðalfundi Leiklistarsambandsins í október var Sigtryggur Magnason stjórnarmaður í FLH inn í stjórn LSÍ. Framundan eru mikilvægar breytingar á lögum LSÍ er lúta að innra skipulagi þess og hlutverki gagnvart ráðuneyti og því mikilvægt að rödd leikskálda sé sterk í þeirri vinnu.

Gríman
Tillaga okkar um breytingu á þeim flokki Grímunnar er nefnist Leikskáld ársins var samþykkt á aðalfundi Leiklistarsambandsins. Breytingin er mikilvæg en hún felst í því að framvegis verður einungis verðlaunað fyrir frumsamin ný íslensk leikverk en ekki fyrir afleidd verk s.s. leikgerðir eftir skáldsögum, kvikmyndum, smásögum eða öðru sem áður hefur verið birt eða flutt í öðru formi.

Samstarf fagfélaganna
Í haust hafa fagfélögin þrjú, Félag Leikskálda og handritshöfunda, Félag íslenskra leikara og Félag Leikstjóra á Íslandi átt með sér gagnlegt samstarf og samráð um samingamál og kjör félagsmanna. Er þetta mikilvægt skref á þá átt að tryggja að allir sem hafa leiklist að atvinnu njóti samningsbundinna réttinda.
Félögin þrjú ásamt SL og deild dansara innan FÍL settu einnig á fót samstarfsnefnd er fór yfir drög Menntamálaráðuneytisins að nýju Sviðslistafrumvarpi sem lagt var fram á heimasíðu ráðuneytisins í haust. Samstarfsnefndin vann vel og skilaði ítarlegum breytingatillögum að frumvarpinu þann 30. nóvember sl. Er vonandi að ráðuneytið taki tillit til þeirra við endanlegan frágang frumvarpsins.