Ágætu félagar í BÍL. Félag mitt er Félag Íslenskra leikara sem varð á síðasta ári 70. ára. Það voru nokkrir leikarar sem komu saman á fund hér á þessum stað en í salnum uppi og stofnuðu með sér félag, stéttarfélag – en á þessum tíma hafði regluleg leiklistarstarsemi verið í Reykjavík um 50 ára skeið og lengi hafði staðið til að safna starfandi leikurum saman í hagsmunasamtök. Á þessum tím var í hugum alls þorra fólks einkennilegur tvískinnungur varðandi starf leikarans. Menn ætluðust til þess að leikararnir væru tilbúnir til að leika og skemmta fólki hvenær sem vera skyldi en litu svo á að þeir gerðu þetta sjálfum sér til gamans og þyrftu ekki að fá neina greiðslu fyrir. Þeir áttu að lifa á einhverju öðru. Þetta er nú kunnugleg sitúation hjá flestum listamönnum þessa lands. Menn ættu að vera í einhverri alminnilegri vinnu. Þetta er nú því miður alltof ríkjandi hugsun enn í dag. Í Reykjavík á miðri þar síðustu öld var einungis eitt leikhús hér í bæ og það var þetta sem við erum stödd i nú. En þetta var ekki atvinnuleikhús – menn unnu kauplaust – hér meira og minna en stundum ef peningar voru til var greidd einhver umbun fyrir sýningar. Á þessum árum var Ríkisútvarpið með öflugt leikhús – og þar fengu menn greitt – því var það fyrsta verkefni nýstofnaðs stéttarfélags að semja um greiðslur og ekki síst að berjast fyrir bættum aðbúnaði fyrir þá listamenn sem þar unnu. Annað stór verkefni nýs félags var að hvetja stjórnvöld að halda áfram við byggingu Þjóðleikhúss – sem yrði fyrsta atvinnuleikhús þessarar þjóða – Þetta var ekki síðra barráttumál og menn hafa verið að berjast fyrir hinu glæsilega nýja Tónlistarhúsi – skilningsleysi – og sama hugsunin hjá þorra fólks að við hefðum ekki efni á að reka Þjóðleikhús – en annað kom á daginn. Ég ætla nú ekki að fjölyrða meira um þetta annars síunga félag sem inniber á 500hundrað félagsmenn – leikara , söngvara, dansara og leikmynda og búningahöfunda. Og er í sjálfu sér síungt og reynir eftir bestu getu að berjast fyrir réttindum síns fólks hvar og hvenær sem er.