Aðalfundur Bandalags íslenskra listamanna tekur undir ályktun Alþingis um að tafarlaust skuli koma á vopnahléi og friði á Gaza af mannúðarástæðum svo tryggja megi öryggi almennra borgara. Þessa stundina eru alþjóðalög, sem sett eru til að tryggja mannúð og öryggi almennings, þverbrotin og fórnarlömb þessara átaka eru fyrst og fremst þeir sem síst skyldi, saklaust fólk. Það er helgasta hlutverk listarinnar að standa vörð um mannúð og frelsi og þegar svo er sótt að þeim grunnréttindum með óbærilegum þjáningum og mannfalli almennra borgara er það skylda listamanna að andmæla og taka undir með þeim alþjóðastofnunum sem krefjast vopnahlés og friðar.

Bandalag íslenskra listamanna vill líka benda á að með þessari gríðarlegu eyðileggingu menningarverðmæta sem aldrei verða endurheimt, er markvisst verið að útmá sögulega tilvist heillar þjóðar

The General Assembly of the Association of Icelandic Artists agrees with the Icelandic Parliament’s resolution that an immediate ceasefire and peace be established in Gaza for humanitarian reasons to ensure the safety of ordinary citizens. At this moment, international law is being violated, laws which is supposed to guarantee the humanity and safety of the people, and the victims of this conflict are primarily those who deserve it the least, innocent people. It is art’s most sacred role to protect humanity and freedom, and when those fundamental rights are cruelly ignored with unbearable suffering and civilian casualties, it is the artists’ duty to oppose and join international organizations demanding an immediate halt. fire and peace.

The Federation of Icelandic Artists would also like to point out that with this massive destruction of cultural heritage, which never will be restored, the historical existence of an entire nation is being purposefully destroyed.